Eflum fagmenntun verslunarfólks Jón Steinar Brynjarsson skrifar 10. mars 2021 16:30 Tæknibreytingar eru um þessar mundir að gerbreyta starfsumhverfi verslunarfólks. Á sama tíma aukast kröfur um hvers kyns færni. Gildi fagnáms fer hratt vaxandi enda munu verslunarstörf framtíðarinnar krefjast sífellt meiri sérþekkingar. Aukin hæfni gerir störfin verðmætari og getur þar með orðið eitthvert öflugasta tæki sem völ er á til að bæta kjörin. Einnig er fagmenntun og viðurkenning á fagþekkingu leið til að hefja verslunarstörf til vegs og virðingar. Ég þekki þetta af eigin raun en ég var í lok síðasta árs í fyrsta útskriftarhópi nýs fagnáms verslunar og þjónustu sem kennt er við Verzlunarskóla Íslands. Sjálfur hef ég um sjö ára skeið starfað við afgreiðslu í matvöruverslun þar sem ég er nú verslunarstjóri. Sú þekking sem ég aflaði mér í fagnáminu hefur reynst mér heldur betur gagnleg en líka aukið skilning minn á mikilvægi aukinnar fagmenntunar verslunarfólks líkt og þekkist í löndunum í kringum okkur. Sjálfur var ég þeirrar gæfu aðnjótandi að geta sinnt fagnámi verslunar og þjónustu samhliða fullu starfi án þess að kjör mín skertust. – Þetta er lykilatriði til að sem flestir geti sótt sér aukna fagþekkingu. Ég vil gjarnan geta unnið að fræðslumálum verslunarfólks og leggja mitt lóð á vogarskálarnar til að auka framboð á hvers kyns endurmenntun og símenntun. Til að geta unnið sem best að þessum hugðarefnum mínum hef ég ákveðið að gefa kost á mér til setu í stjórn VR en kosning fer fram nú í vikunni og henni lýkur föstudaginn 12. mars. Ég hvet alla félagsmenn til að nýta sér kosningarétt sinn á heimasíðunni VR.is. Höfundur er verslunarstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Formannskjör í VR Mest lesið Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Sjá meira
Tæknibreytingar eru um þessar mundir að gerbreyta starfsumhverfi verslunarfólks. Á sama tíma aukast kröfur um hvers kyns færni. Gildi fagnáms fer hratt vaxandi enda munu verslunarstörf framtíðarinnar krefjast sífellt meiri sérþekkingar. Aukin hæfni gerir störfin verðmætari og getur þar með orðið eitthvert öflugasta tæki sem völ er á til að bæta kjörin. Einnig er fagmenntun og viðurkenning á fagþekkingu leið til að hefja verslunarstörf til vegs og virðingar. Ég þekki þetta af eigin raun en ég var í lok síðasta árs í fyrsta útskriftarhópi nýs fagnáms verslunar og þjónustu sem kennt er við Verzlunarskóla Íslands. Sjálfur hef ég um sjö ára skeið starfað við afgreiðslu í matvöruverslun þar sem ég er nú verslunarstjóri. Sú þekking sem ég aflaði mér í fagnáminu hefur reynst mér heldur betur gagnleg en líka aukið skilning minn á mikilvægi aukinnar fagmenntunar verslunarfólks líkt og þekkist í löndunum í kringum okkur. Sjálfur var ég þeirrar gæfu aðnjótandi að geta sinnt fagnámi verslunar og þjónustu samhliða fullu starfi án þess að kjör mín skertust. – Þetta er lykilatriði til að sem flestir geti sótt sér aukna fagþekkingu. Ég vil gjarnan geta unnið að fræðslumálum verslunarfólks og leggja mitt lóð á vogarskálarnar til að auka framboð á hvers kyns endurmenntun og símenntun. Til að geta unnið sem best að þessum hugðarefnum mínum hef ég ákveðið að gefa kost á mér til setu í stjórn VR en kosning fer fram nú í vikunni og henni lýkur föstudaginn 12. mars. Ég hvet alla félagsmenn til að nýta sér kosningarétt sinn á heimasíðunni VR.is. Höfundur er verslunarstjóri.
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar