Haaland veit ekkert hvað hann æpti á Bono Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. mars 2021 12:30 Erling Haaland ögrar Bono, markverði Sevilla, eftir að hafa skorað hjá honum úr vítaspyrnu. getty/Alexandre Simoes Erling Haaland, veit ekki hvað hann öskraði á Bono, markvörð Sevilla, eftir að hann skoraði úr vítaspyrnu fyrir Borussia Dortmund í leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær. Haaland skoraði bæði mörk Dortmund í leiknum. Hann fór 2-2 en Þjóðverjarnir fóru áfram, 5-4. Haaland skoraði fjögur af fimm mörkum Dortmund í einvíginu. Norðmaðurinn skoraði fyrra mark sitt með skoti af stuttu færi á 35. mínútu. Hann kom boltanum aftur í netið í upphafi seinni hálfleiks en markið var dæmt af vegna brots á Jules Koundé. Cüneyt Cakir, dómari leiksins, dæmdi hins vegar vítaspyrnu á Koundé fyrir brot á Haaland nokkru áður en sá norski skoraði. Haaland tók vítaspyrnuna en Bono, markvörður Sevilla, varði og lét svo Norðmanninn heyra það. Marokkómaðurinn var hins vegar farinn af línunni og því þurfti að endurtaka spyrnuna. Haaland gerði það, setti boltann í sama horn og í fyrri spyrnuna og skoraði. Haaland öskraði á Bono eftir að hann skoraði, leikmönnum Sevilla til lítillar hamingju. Haaland fékk gult spjald fyrir að ögra Bono. Eftir leikinn sagðist Haaland ekki hafa hugmynd hvað hann sagði við marokkóska markvörðinn eftir að hann skoraði. „Ég klúðraði fyrri spyrnunni og hann hló að mér. Svo skoraði ég og hann hló ekki lengur. Þegar hann hrópaði á mig eftir fyrri spyrnuna hugsaði ég að ég yrði að skora annað mark og það gerðist,“ sagði Haaland eftir leikinn. „Ég veit ekkert hvað ég hrópaði á hann. Ég sagði það sama og hann sagði við mig. Ég veit ekki hvað það þýðir.“ Haaland hefur nú skorað tuttugu mörk í aðeins fjórtán leikjum í Meistaradeildinni. Enginn leikmaður í sögunni hefur verið jafn snöggur að skora tuttugu Meistaradeildarmörk og Haaland. Haaland, sem er tvítugur, kom til Dortmund frá Red Bull Salzburg í ársbyrjun 2020. Hann hefur skorað 47 mörk í 47 leikjum fyrir þýska liðið. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Sjá meira
Haaland skoraði bæði mörk Dortmund í leiknum. Hann fór 2-2 en Þjóðverjarnir fóru áfram, 5-4. Haaland skoraði fjögur af fimm mörkum Dortmund í einvíginu. Norðmaðurinn skoraði fyrra mark sitt með skoti af stuttu færi á 35. mínútu. Hann kom boltanum aftur í netið í upphafi seinni hálfleiks en markið var dæmt af vegna brots á Jules Koundé. Cüneyt Cakir, dómari leiksins, dæmdi hins vegar vítaspyrnu á Koundé fyrir brot á Haaland nokkru áður en sá norski skoraði. Haaland tók vítaspyrnuna en Bono, markvörður Sevilla, varði og lét svo Norðmanninn heyra það. Marokkómaðurinn var hins vegar farinn af línunni og því þurfti að endurtaka spyrnuna. Haaland gerði það, setti boltann í sama horn og í fyrri spyrnuna og skoraði. Haaland öskraði á Bono eftir að hann skoraði, leikmönnum Sevilla til lítillar hamingju. Haaland fékk gult spjald fyrir að ögra Bono. Eftir leikinn sagðist Haaland ekki hafa hugmynd hvað hann sagði við marokkóska markvörðinn eftir að hann skoraði. „Ég klúðraði fyrri spyrnunni og hann hló að mér. Svo skoraði ég og hann hló ekki lengur. Þegar hann hrópaði á mig eftir fyrri spyrnuna hugsaði ég að ég yrði að skora annað mark og það gerðist,“ sagði Haaland eftir leikinn. „Ég veit ekkert hvað ég hrópaði á hann. Ég sagði það sama og hann sagði við mig. Ég veit ekki hvað það þýðir.“ Haaland hefur nú skorað tuttugu mörk í aðeins fjórtán leikjum í Meistaradeildinni. Enginn leikmaður í sögunni hefur verið jafn snöggur að skora tuttugu Meistaradeildarmörk og Haaland. Haaland, sem er tvítugur, kom til Dortmund frá Red Bull Salzburg í ársbyrjun 2020. Hann hefur skorað 47 mörk í 47 leikjum fyrir þýska liðið. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Sjá meira