„Með ólíkindum að þetta skyldi geta gerst“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. mars 2021 15:15 Frá vettvangi slyssins í gær. Aðsend Aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir ótrúlegt hvernig fólksbíll hafi getað runnið mannlaus langan spöl áður en hann fór niður brekku og hafnaði á rólu hvar barn á þriðja ári var að leika sér. Barnið dvaldi á Landspítalanum í nótt en varðstjórinn segir afleiðingarnar ekki hafa virkað alvarlegar í gær. Það var á sjötta tímanum í gær sem slysið varð í Áslandshverfinu í Hafnarfirði. Fjölmörg vitni urðu að slysinu enda barnaafmæli í gangi og fullt af fólki á svæðinu að sögn Sævars Guðmundssonar aðalvarðstjóra. Þá hafi fólk horft á atburðarásina út um glugga sinn. Hún hafi þó verið það hröð að ekki hafi tekist að forða barni á þriðja aldursári úr rólunni, hvar bíllinn hafnaði. „Hann rétt skaust út úr bílnum til að loka dyrunum á öðrum bíl. Skildi bílinn eftir í gangi,“ segir Sævar í samtali við Vísi. Bíllinn var hvorki í handbremsu né gír. „Það er ótrúlegt að bíllinn skyldi renna alla þessa leið eftir brekkunni, með ólíkindum að þetta skyldi geta gerst. Svona eru bara örlögin. Þetta er alveg makalaust hvernig þetta vildi allt saman til.“ Sævar lýsir því að gata sé fyrir ofan brekkuna sem liggi niður að rólunni. Bíllinn hafi runnið eftir brekkunni, stórgrýtisveggur líklega dregið mestan hraða úr bílnum og hann svo hafnað á rólunni þar sem barnið var að leika sér. „Það var barnaafmæli og fullt af fólki þarna. Svo var fólk sem sá þetta út um gluggann. En þetta gerðist svo hratt að fólk hafði ekki tíma til að bregðast við.“ Hann segist ekki hafa nýlegar upplýsingar af líðan barnsins. Það hafi þó verið enn á spítalanum í morgun. „Þetta leit ekkert illa út í gær á staðnum. Virtist vera minniháttar. En svo veit maður ekki hvernig málið hefur þróast síðan,“ segir Sævar. Enginn grunur er um ölvun við akstur eða neitt slíkt af hálfu ökumanns bílsins. Hafnarfjörður Landspítalinn Tengdar fréttir Barn flutt á slysadeild eftir að bíll rann á leikvöll Eitt barn var flutt á slysadeild eftir að bíll rann á leikvöll í Áslandshverfi í Hafnarfirði á sjötta tímanum í dag. Bíllinn var mannlaus þegar atvikið átti sér stað. 7. mars 2021 18:57 Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fleiri fréttir Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Sjá meira
Það var á sjötta tímanum í gær sem slysið varð í Áslandshverfinu í Hafnarfirði. Fjölmörg vitni urðu að slysinu enda barnaafmæli í gangi og fullt af fólki á svæðinu að sögn Sævars Guðmundssonar aðalvarðstjóra. Þá hafi fólk horft á atburðarásina út um glugga sinn. Hún hafi þó verið það hröð að ekki hafi tekist að forða barni á þriðja aldursári úr rólunni, hvar bíllinn hafnaði. „Hann rétt skaust út úr bílnum til að loka dyrunum á öðrum bíl. Skildi bílinn eftir í gangi,“ segir Sævar í samtali við Vísi. Bíllinn var hvorki í handbremsu né gír. „Það er ótrúlegt að bíllinn skyldi renna alla þessa leið eftir brekkunni, með ólíkindum að þetta skyldi geta gerst. Svona eru bara örlögin. Þetta er alveg makalaust hvernig þetta vildi allt saman til.“ Sævar lýsir því að gata sé fyrir ofan brekkuna sem liggi niður að rólunni. Bíllinn hafi runnið eftir brekkunni, stórgrýtisveggur líklega dregið mestan hraða úr bílnum og hann svo hafnað á rólunni þar sem barnið var að leika sér. „Það var barnaafmæli og fullt af fólki þarna. Svo var fólk sem sá þetta út um gluggann. En þetta gerðist svo hratt að fólk hafði ekki tíma til að bregðast við.“ Hann segist ekki hafa nýlegar upplýsingar af líðan barnsins. Það hafi þó verið enn á spítalanum í morgun. „Þetta leit ekkert illa út í gær á staðnum. Virtist vera minniháttar. En svo veit maður ekki hvernig málið hefur þróast síðan,“ segir Sævar. Enginn grunur er um ölvun við akstur eða neitt slíkt af hálfu ökumanns bílsins.
Hafnarfjörður Landspítalinn Tengdar fréttir Barn flutt á slysadeild eftir að bíll rann á leikvöll Eitt barn var flutt á slysadeild eftir að bíll rann á leikvöll í Áslandshverfi í Hafnarfirði á sjötta tímanum í dag. Bíllinn var mannlaus þegar atvikið átti sér stað. 7. mars 2021 18:57 Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fleiri fréttir Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Sjá meira
Barn flutt á slysadeild eftir að bíll rann á leikvöll Eitt barn var flutt á slysadeild eftir að bíll rann á leikvöll í Áslandshverfi í Hafnarfirði á sjötta tímanum í dag. Bíllinn var mannlaus þegar atvikið átti sér stað. 7. mars 2021 18:57