Heimsmeistarinn þakklátur Sunnu fyrir að róa taugarnar Sindri Sverrisson skrifar 8. mars 2021 12:31 Sunna Margrét Tryggvadóttir, Ronja litla og heimsmeistarinn Jarl Magnus Riiber. Instagram/@riiberjarl Norski skíðakappinn Jarl Magnus Riiber fór heim með tvenn gullverðlaun og tvenn silfurverðlaun í norrænni tvíkeppni af heimsmeistaramótinu í norrænum greinum í Þýskalandi. Hann segir akureyska kærustu sína, Sunnu Margrétu Tryggvadóttur, og dótturina Ronju eiga sinn þátt í uppskerunni. Miðillinn Akureyri.net fjallar um Íslandstengingu Riibers. Þar segir að Sunna, sem er 24 ára gömul, hafi flutt frá Akureyri með fjölskyldu sinni fyrir átta árum, til Lillehammer. Þar kynntist hún Riiber sem skömmu síðar var farinn að vinna verðlaun á heimsbikarmótum. Frá því í nóvember 2018 hefur hann svo haft algjöra yfirburði í sinni grein, norrænni tvíkeppni, þar sem keppt er í skíðagöngu og stökki. Sunna fékk Oslóarstrákinn Riiber til að flytja til Lilleström, þar sem þau hafa komið sér vel fyrir og notið sérstaklega mikils tíma saman síðasta árið, á tímum kórónuveirufaraldursins. Í norrænni tvíkeppni gildir samanlagður árangur í skíðastökki og skíðagöngu. Hér er Jarl Magnus Riiber í loftinu á HM í Oberstdorf í Þýskalandi.Getty/Vianney Thibaut „Við höfum séð meira af hvort öðru en nokkru sinni. Þetta tímabil hefur verið það einfaldasta í okkar sambúð. Hann hefur haft meiri tíma með mér og Ronju,“ sagði Sunna í viðtali við VG í Noregi eftir fyrri gullverðlaunin sem Riiber vann á HM. Hvíldarpúlsinn hár hjá Sunnu Riiber, sem er 23 ára, segist hafa átt í ákveðnu taugastríði áður en HM hófst og dreymt martraðir um að lenda í 5. sæti. Þá komu Sunna og Ronja til bjargar. „Ég hef fengið Sunnu til að senda mér margar myndir að heiman til að dreifa huganum aðeins frá stökkunum, því það getur tekið frá mér mikla orku að hugsa sífellt um þau. Maður spáir í alls konar smáatriðum og veltir fyrir sér öllu sem gæti komið upp á. Mig dreymdi martröð um að ég yrði í fimmta sæti, langt á eftir Þjóðverjunum,“ sagði Riiber við blaðamenn eftir að hafa landað heimsmeistaratitli. Sjálf var Sunna vel spennt þar sem hún fylgdist með framgöngu kærastans: „Þetta var spennandi og gaman að hann skyldi vinna. Hann er búinn að vera svolítið stressaður svo að ég var stressuð líka. Hvíldarpúlsinn var orðinn verulega hár hjá mér,“ sagði Sunna við VG. Riiber hefur unnið 34 heimsbikarmót á ferlinum og er sá þriðji sigursælasti í sögunni. Enginn Norðmaður hefur unnið fleiri heimsbikarmót og Riiber hefur eftir mótið í Þýskalandi unnið fern gullverðlaun á heimsmeistaramótum, einu minna en landi hans Bjarte Engen Vik. Skíðaíþróttir Akureyri Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fleiri fréttir Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Club Brugge - Barcelona | Börsungar í Belgíu Man. City - Dortmund | Tekst gamla liðinu að stöðva Haaland? Allar landsliðskonurnar komust á blað Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars „Hann plataði mig algerlega“ Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Tom Brady klónaði uppáhaldshundinn sinn Sjá meira
Miðillinn Akureyri.net fjallar um Íslandstengingu Riibers. Þar segir að Sunna, sem er 24 ára gömul, hafi flutt frá Akureyri með fjölskyldu sinni fyrir átta árum, til Lillehammer. Þar kynntist hún Riiber sem skömmu síðar var farinn að vinna verðlaun á heimsbikarmótum. Frá því í nóvember 2018 hefur hann svo haft algjöra yfirburði í sinni grein, norrænni tvíkeppni, þar sem keppt er í skíðagöngu og stökki. Sunna fékk Oslóarstrákinn Riiber til að flytja til Lilleström, þar sem þau hafa komið sér vel fyrir og notið sérstaklega mikils tíma saman síðasta árið, á tímum kórónuveirufaraldursins. Í norrænni tvíkeppni gildir samanlagður árangur í skíðastökki og skíðagöngu. Hér er Jarl Magnus Riiber í loftinu á HM í Oberstdorf í Þýskalandi.Getty/Vianney Thibaut „Við höfum séð meira af hvort öðru en nokkru sinni. Þetta tímabil hefur verið það einfaldasta í okkar sambúð. Hann hefur haft meiri tíma með mér og Ronju,“ sagði Sunna í viðtali við VG í Noregi eftir fyrri gullverðlaunin sem Riiber vann á HM. Hvíldarpúlsinn hár hjá Sunnu Riiber, sem er 23 ára, segist hafa átt í ákveðnu taugastríði áður en HM hófst og dreymt martraðir um að lenda í 5. sæti. Þá komu Sunna og Ronja til bjargar. „Ég hef fengið Sunnu til að senda mér margar myndir að heiman til að dreifa huganum aðeins frá stökkunum, því það getur tekið frá mér mikla orku að hugsa sífellt um þau. Maður spáir í alls konar smáatriðum og veltir fyrir sér öllu sem gæti komið upp á. Mig dreymdi martröð um að ég yrði í fimmta sæti, langt á eftir Þjóðverjunum,“ sagði Riiber við blaðamenn eftir að hafa landað heimsmeistaratitli. Sjálf var Sunna vel spennt þar sem hún fylgdist með framgöngu kærastans: „Þetta var spennandi og gaman að hann skyldi vinna. Hann er búinn að vera svolítið stressaður svo að ég var stressuð líka. Hvíldarpúlsinn var orðinn verulega hár hjá mér,“ sagði Sunna við VG. Riiber hefur unnið 34 heimsbikarmót á ferlinum og er sá þriðji sigursælasti í sögunni. Enginn Norðmaður hefur unnið fleiri heimsbikarmót og Riiber hefur eftir mótið í Þýskalandi unnið fern gullverðlaun á heimsmeistaramótum, einu minna en landi hans Bjarte Engen Vik.
Skíðaíþróttir Akureyri Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fleiri fréttir Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Club Brugge - Barcelona | Börsungar í Belgíu Man. City - Dortmund | Tekst gamla liðinu að stöðva Haaland? Allar landsliðskonurnar komust á blað Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars „Hann plataði mig algerlega“ Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Tom Brady klónaði uppáhaldshundinn sinn Sjá meira