Heimsmeistarinn þakklátur Sunnu fyrir að róa taugarnar Sindri Sverrisson skrifar 8. mars 2021 12:31 Sunna Margrét Tryggvadóttir, Ronja litla og heimsmeistarinn Jarl Magnus Riiber. Instagram/@riiberjarl Norski skíðakappinn Jarl Magnus Riiber fór heim með tvenn gullverðlaun og tvenn silfurverðlaun í norrænni tvíkeppni af heimsmeistaramótinu í norrænum greinum í Þýskalandi. Hann segir akureyska kærustu sína, Sunnu Margrétu Tryggvadóttur, og dótturina Ronju eiga sinn þátt í uppskerunni. Miðillinn Akureyri.net fjallar um Íslandstengingu Riibers. Þar segir að Sunna, sem er 24 ára gömul, hafi flutt frá Akureyri með fjölskyldu sinni fyrir átta árum, til Lillehammer. Þar kynntist hún Riiber sem skömmu síðar var farinn að vinna verðlaun á heimsbikarmótum. Frá því í nóvember 2018 hefur hann svo haft algjöra yfirburði í sinni grein, norrænni tvíkeppni, þar sem keppt er í skíðagöngu og stökki. Sunna fékk Oslóarstrákinn Riiber til að flytja til Lilleström, þar sem þau hafa komið sér vel fyrir og notið sérstaklega mikils tíma saman síðasta árið, á tímum kórónuveirufaraldursins. Í norrænni tvíkeppni gildir samanlagður árangur í skíðastökki og skíðagöngu. Hér er Jarl Magnus Riiber í loftinu á HM í Oberstdorf í Þýskalandi.Getty/Vianney Thibaut „Við höfum séð meira af hvort öðru en nokkru sinni. Þetta tímabil hefur verið það einfaldasta í okkar sambúð. Hann hefur haft meiri tíma með mér og Ronju,“ sagði Sunna í viðtali við VG í Noregi eftir fyrri gullverðlaunin sem Riiber vann á HM. Hvíldarpúlsinn hár hjá Sunnu Riiber, sem er 23 ára, segist hafa átt í ákveðnu taugastríði áður en HM hófst og dreymt martraðir um að lenda í 5. sæti. Þá komu Sunna og Ronja til bjargar. „Ég hef fengið Sunnu til að senda mér margar myndir að heiman til að dreifa huganum aðeins frá stökkunum, því það getur tekið frá mér mikla orku að hugsa sífellt um þau. Maður spáir í alls konar smáatriðum og veltir fyrir sér öllu sem gæti komið upp á. Mig dreymdi martröð um að ég yrði í fimmta sæti, langt á eftir Þjóðverjunum,“ sagði Riiber við blaðamenn eftir að hafa landað heimsmeistaratitli. Sjálf var Sunna vel spennt þar sem hún fylgdist með framgöngu kærastans: „Þetta var spennandi og gaman að hann skyldi vinna. Hann er búinn að vera svolítið stressaður svo að ég var stressuð líka. Hvíldarpúlsinn var orðinn verulega hár hjá mér,“ sagði Sunna við VG. Riiber hefur unnið 34 heimsbikarmót á ferlinum og er sá þriðji sigursælasti í sögunni. Enginn Norðmaður hefur unnið fleiri heimsbikarmót og Riiber hefur eftir mótið í Þýskalandi unnið fern gullverðlaun á heimsmeistaramótum, einu minna en landi hans Bjarte Engen Vik. Skíðaíþróttir Akureyri Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti „Þær eru með frábæran línumann“ Handbolti Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Ísland og Noregur mætast á IceBox í kvöld Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann „Ég er með mikla orku“ Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Dagskrá: Stærsta boxmót á Íslandi, Körfuboltakvöld og formúla Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Litáar unnu Breta á flautukörfu Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Orri var flottur í Íslendingaslagnum Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld Sjá meira
Miðillinn Akureyri.net fjallar um Íslandstengingu Riibers. Þar segir að Sunna, sem er 24 ára gömul, hafi flutt frá Akureyri með fjölskyldu sinni fyrir átta árum, til Lillehammer. Þar kynntist hún Riiber sem skömmu síðar var farinn að vinna verðlaun á heimsbikarmótum. Frá því í nóvember 2018 hefur hann svo haft algjöra yfirburði í sinni grein, norrænni tvíkeppni, þar sem keppt er í skíðagöngu og stökki. Sunna fékk Oslóarstrákinn Riiber til að flytja til Lilleström, þar sem þau hafa komið sér vel fyrir og notið sérstaklega mikils tíma saman síðasta árið, á tímum kórónuveirufaraldursins. Í norrænni tvíkeppni gildir samanlagður árangur í skíðastökki og skíðagöngu. Hér er Jarl Magnus Riiber í loftinu á HM í Oberstdorf í Þýskalandi.Getty/Vianney Thibaut „Við höfum séð meira af hvort öðru en nokkru sinni. Þetta tímabil hefur verið það einfaldasta í okkar sambúð. Hann hefur haft meiri tíma með mér og Ronju,“ sagði Sunna í viðtali við VG í Noregi eftir fyrri gullverðlaunin sem Riiber vann á HM. Hvíldarpúlsinn hár hjá Sunnu Riiber, sem er 23 ára, segist hafa átt í ákveðnu taugastríði áður en HM hófst og dreymt martraðir um að lenda í 5. sæti. Þá komu Sunna og Ronja til bjargar. „Ég hef fengið Sunnu til að senda mér margar myndir að heiman til að dreifa huganum aðeins frá stökkunum, því það getur tekið frá mér mikla orku að hugsa sífellt um þau. Maður spáir í alls konar smáatriðum og veltir fyrir sér öllu sem gæti komið upp á. Mig dreymdi martröð um að ég yrði í fimmta sæti, langt á eftir Þjóðverjunum,“ sagði Riiber við blaðamenn eftir að hafa landað heimsmeistaratitli. Sjálf var Sunna vel spennt þar sem hún fylgdist með framgöngu kærastans: „Þetta var spennandi og gaman að hann skyldi vinna. Hann er búinn að vera svolítið stressaður svo að ég var stressuð líka. Hvíldarpúlsinn var orðinn verulega hár hjá mér,“ sagði Sunna við VG. Riiber hefur unnið 34 heimsbikarmót á ferlinum og er sá þriðji sigursælasti í sögunni. Enginn Norðmaður hefur unnið fleiri heimsbikarmót og Riiber hefur eftir mótið í Þýskalandi unnið fern gullverðlaun á heimsmeistaramótum, einu minna en landi hans Bjarte Engen Vik.
Skíðaíþróttir Akureyri Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti „Þær eru með frábæran línumann“ Handbolti Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Ísland og Noregur mætast á IceBox í kvöld Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann „Ég er með mikla orku“ Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Dagskrá: Stærsta boxmót á Íslandi, Körfuboltakvöld og formúla Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Litáar unnu Breta á flautukörfu Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Orri var flottur í Íslendingaslagnum Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld Sjá meira