Menn taldir hafa eyðilagt eða eytt stærstum hluta regnskóganna Kjartan Kjartansson skrifar 8. mars 2021 11:15 Á Indónesíu hefur mikið skóglendi verið rutt til að rýma til fyrir ræktun fyrir pálmaolíu. Myndin er frá Aceh-héraði. Vísir/EPA Um tveir þriðju hlutar regnskóga jarðarinnar hafa verið eyðilagðir eða eyddir vegna athafna manna. Meira en helmingurinn skógareyðingarinnar frá árinu 2002 hefur átt sér stað í Amasonfrumskóginum og öðrum regnskógum í nágrenni hans í Suður-Ameríku. Niðurstöður greiningar félagasamtakanna Regnskógasjóðs Noregs eru að menn hafi eytt um 34% upprunalegra regnskóga á jörðinni með skógarhöggi og með því að ryðja skóg fyrir landbúnað og önnur nyt. Menn hafi einnig eytt um 30% skóglendisins og gert það viðkvæmara fyrir eldum og frekari eyðingu í framtíðinni, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Eyðing regnskóganna er nú stór þáttur í losun manna á gróðurhúsalofttegundum sem valda loftslagsbreytingum en gríðarlegt magn kolefnis er bundið í regnskógunum. Skógurinn sem eftir stendur á jafnframt erfiðara uppdráttar í breyttu loftslagi. „Þetta er ógnvekjandi vítahringur. Eyðingin bara frá 2002 til 2019 var stærra landsvæði en Frakkland,“ segir Anders Krogh, höfundur skýrslunnar. Hratt hefur gengið á Amasonregnskóginn í Brasilíu. Bændur og jarðabraskarar hafa brennt fleiri hektara skóglendis til að búa til pláss fyrir ræktun á sojabaunum, nautgripur og nytjajurtum. Ástandið er sagt hafa versnað eftir að Jair Bolsonaro tók við embætti forseta árið 2019 og gróf undan umhverfisreglugerðum og eftirliti með þeim. Krogh segir að besta vonin til að verja þá regnskóga sem eftir eru sé einnig í Amason. Frumskógurinn þar ásamt Orinoco- og Andes-regnskógunum í nágrenninu eru saman um 73,5% allra regnskóga sem eftir eru á jörðinni. Næstmest er eyðingin á eyjum Suðaustur-Asíu, sérstaklega Indónesíu. Þar hefur skógur verið ruddur af miklum móð til að rýma til fyrir framleiðslu á pálmaolíu sem er notuð í allt frá matvælum til snyrtivara og iðnaðar. Í Mið-Afríku er eyðingin mest á vatnasvæði Kongófljóts. Eins og annars staðar er það landbúnaður og skógarhögg sem gengur nærri regnskóginum. Á kortinu frá Google Earth Engine hér fyrir neðan má sjá glöggt eyðingu regnskógar í Rodonia í Brasilíu frá 1984 til 2018. Umhverfismál Loftslagsmál Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Sjá meira
Niðurstöður greiningar félagasamtakanna Regnskógasjóðs Noregs eru að menn hafi eytt um 34% upprunalegra regnskóga á jörðinni með skógarhöggi og með því að ryðja skóg fyrir landbúnað og önnur nyt. Menn hafi einnig eytt um 30% skóglendisins og gert það viðkvæmara fyrir eldum og frekari eyðingu í framtíðinni, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Eyðing regnskóganna er nú stór þáttur í losun manna á gróðurhúsalofttegundum sem valda loftslagsbreytingum en gríðarlegt magn kolefnis er bundið í regnskógunum. Skógurinn sem eftir stendur á jafnframt erfiðara uppdráttar í breyttu loftslagi. „Þetta er ógnvekjandi vítahringur. Eyðingin bara frá 2002 til 2019 var stærra landsvæði en Frakkland,“ segir Anders Krogh, höfundur skýrslunnar. Hratt hefur gengið á Amasonregnskóginn í Brasilíu. Bændur og jarðabraskarar hafa brennt fleiri hektara skóglendis til að búa til pláss fyrir ræktun á sojabaunum, nautgripur og nytjajurtum. Ástandið er sagt hafa versnað eftir að Jair Bolsonaro tók við embætti forseta árið 2019 og gróf undan umhverfisreglugerðum og eftirliti með þeim. Krogh segir að besta vonin til að verja þá regnskóga sem eftir eru sé einnig í Amason. Frumskógurinn þar ásamt Orinoco- og Andes-regnskógunum í nágrenninu eru saman um 73,5% allra regnskóga sem eftir eru á jörðinni. Næstmest er eyðingin á eyjum Suðaustur-Asíu, sérstaklega Indónesíu. Þar hefur skógur verið ruddur af miklum móð til að rýma til fyrir framleiðslu á pálmaolíu sem er notuð í allt frá matvælum til snyrtivara og iðnaðar. Í Mið-Afríku er eyðingin mest á vatnasvæði Kongófljóts. Eins og annars staðar er það landbúnaður og skógarhögg sem gengur nærri regnskóginum. Á kortinu frá Google Earth Engine hér fyrir neðan má sjá glöggt eyðingu regnskógar í Rodonia í Brasilíu frá 1984 til 2018.
Umhverfismál Loftslagsmál Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Sjá meira