Samhengi sóttvarna og jarðhræringa Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 7. mars 2021 20:30 Frá bólusetningu við covid-19 í Laugardalshöll. Vísir/Vilhelm Ástæðan fyrir því að ekki þykir ráðlegt að slaka á sóttvarnaraðgerðum á meðan jarðhræringar standa yfir er fyrst og fremst sú að ef til náttúruhamfara kemur getur reynst erfiðara að koma í veg fyrir smit ef aukin smithætta er í samfélaginu. Tilslakanir geti haft í för með sér aukna smithættu og ef smit er í samfélaginu kynnu fleiri að vera útsettir ef bregðast þyrfti við náttúruhamförum, til dæmis með því að safna fólki saman í fjöldahjálparstöðvum. Þetta segir Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi almannavarna í samtali við Vísi, spurð um samhengið milli sóttvarnaaðgerða og jarðhræringanna á Reykjanesi. Bæði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hafa sagt í fjölmiðlum nýverið að þau telji óráðlegt að ráðast í frekari tilslakanir á sóttvarnaraðgerðum á meðan mikil skjálftavirkni og jarðhræringar standa yfir á Reykjanesi. Auðveldara að skerða frelsi en að skila því Ýmsir hafa velt vöngum yfir þessum ummælum og velt fyrir sér hvert samhengið sé þarna á milli. Þeirra á meðal er Katrín Atladóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sem vekur máls á þessu á Twitter á föstudaginn. „Það er greinilega auðveldara að skerða frelsi fólks en að skila frelsinu aftur,“ skrifar Katrín um leið og hún deilir tilvísun í orð sóttvarnalæknis þar sem hann segist ekki telja æskilegt að slaka á sóttvarnareglum á meðan jarðhræringarnar á Reykjanesskaga standa sem hæst. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra tók undir þessi orð Þórólfs í samtali við Rúv fyrir helgi. Það er greinilega auðveldara að skerða frelsi fólks en að skila frelsinu aftur. pic.twitter.com/rMvgDpQjrB— Katrín Atladóttir (@katrinat) March 5, 2021 „Ég átta mig ekki á samhenginu? Hvernig geta jarðskjálftar og mögulegt eldgos haf áhrif á útbreiðslu covid?“ spyr Guðbjörg Oddný Jónasdóttir í svari við færslu Katrínar á Twitter. Hún er ekki ein um að velta þessu fyrir sér en fréttastofu hafa borist fyrirspurnir af sambærilegum toga. Erfiðara að halda uppi smitvörnum „Þegar við erum í svona ástandi eins og þar, þegar fólk er að koma kannski saman mikið, þá getur verið erfiðara að vera með sóttvarnir í hávegum hafðar. Þegar þú ert með einhverjar hamfarir og fólk þarf að koma saman, þú getur ímyndað þér fjöldahjálparstöð eða annað ef að til þess kæmi,“ segir Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi almannavarna. Hún bendir til dæmis á að það gæti verið erfiðara að bregðast við og halda uppi öflugum sóttvörnum ef smit kæmi upp á sama svæði og hugsanlegar náttúruhamfarir. „Þetta er samfélagslegt mál, að við séum að passa upp á hvort annað,“ segir Hjördís. Ekkert smit utan sóttkvíar í fimm vikur þangað til um helgina Þangað til um helgina, var það síðast þann 1. febrúar sem einstaklingur greindist með covid-19 innanlands sem ekki var í sóttkví. Þá voru liðnar tæpar fimm vikur frá því einstaklingur greindist síðast með covid-19 innanlands sem ekki var í sóttkví samkvæmt tölulegum gögnum á covid.is. Útlitið var því orðið nokkuð gott hér innanlands en ætla má að forsendur hafi breyst nokkuð um helgina eftir að upp komu tvö innanlandssmit utan sóttkvíar. Einn hinna smituðu er starfsmaður á Landspítala og er grunur um að viðkomandi hafi sýkst af svokallaða breska afbrigði veirunnar. Sem stendur miðast fjöldatakmarkanir við fimmtíu manns en á viðburðum mega koma saman allt að tvö hundruð manns. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna í dag að það komi í ljós á næstu sólarhringum hvernig staðan lítur út eftir að tilfelli breska afbrigðisins greindust um helgina. Þá komi í ljós hvort grípa þurfi til harðari aðgerða. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Sjá meira
Þetta segir Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi almannavarna í samtali við Vísi, spurð um samhengið milli sóttvarnaaðgerða og jarðhræringanna á Reykjanesi. Bæði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hafa sagt í fjölmiðlum nýverið að þau telji óráðlegt að ráðast í frekari tilslakanir á sóttvarnaraðgerðum á meðan mikil skjálftavirkni og jarðhræringar standa yfir á Reykjanesi. Auðveldara að skerða frelsi en að skila því Ýmsir hafa velt vöngum yfir þessum ummælum og velt fyrir sér hvert samhengið sé þarna á milli. Þeirra á meðal er Katrín Atladóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sem vekur máls á þessu á Twitter á föstudaginn. „Það er greinilega auðveldara að skerða frelsi fólks en að skila frelsinu aftur,“ skrifar Katrín um leið og hún deilir tilvísun í orð sóttvarnalæknis þar sem hann segist ekki telja æskilegt að slaka á sóttvarnareglum á meðan jarðhræringarnar á Reykjanesskaga standa sem hæst. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra tók undir þessi orð Þórólfs í samtali við Rúv fyrir helgi. Það er greinilega auðveldara að skerða frelsi fólks en að skila frelsinu aftur. pic.twitter.com/rMvgDpQjrB— Katrín Atladóttir (@katrinat) March 5, 2021 „Ég átta mig ekki á samhenginu? Hvernig geta jarðskjálftar og mögulegt eldgos haf áhrif á útbreiðslu covid?“ spyr Guðbjörg Oddný Jónasdóttir í svari við færslu Katrínar á Twitter. Hún er ekki ein um að velta þessu fyrir sér en fréttastofu hafa borist fyrirspurnir af sambærilegum toga. Erfiðara að halda uppi smitvörnum „Þegar við erum í svona ástandi eins og þar, þegar fólk er að koma kannski saman mikið, þá getur verið erfiðara að vera með sóttvarnir í hávegum hafðar. Þegar þú ert með einhverjar hamfarir og fólk þarf að koma saman, þú getur ímyndað þér fjöldahjálparstöð eða annað ef að til þess kæmi,“ segir Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi almannavarna. Hún bendir til dæmis á að það gæti verið erfiðara að bregðast við og halda uppi öflugum sóttvörnum ef smit kæmi upp á sama svæði og hugsanlegar náttúruhamfarir. „Þetta er samfélagslegt mál, að við séum að passa upp á hvort annað,“ segir Hjördís. Ekkert smit utan sóttkvíar í fimm vikur þangað til um helgina Þangað til um helgina, var það síðast þann 1. febrúar sem einstaklingur greindist með covid-19 innanlands sem ekki var í sóttkví. Þá voru liðnar tæpar fimm vikur frá því einstaklingur greindist síðast með covid-19 innanlands sem ekki var í sóttkví samkvæmt tölulegum gögnum á covid.is. Útlitið var því orðið nokkuð gott hér innanlands en ætla má að forsendur hafi breyst nokkuð um helgina eftir að upp komu tvö innanlandssmit utan sóttkvíar. Einn hinna smituðu er starfsmaður á Landspítala og er grunur um að viðkomandi hafi sýkst af svokallaða breska afbrigði veirunnar. Sem stendur miðast fjöldatakmarkanir við fimmtíu manns en á viðburðum mega koma saman allt að tvö hundruð manns. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna í dag að það komi í ljós á næstu sólarhringum hvernig staðan lítur út eftir að tilfelli breska afbrigðisins greindust um helgina. Þá komi í ljós hvort grípa þurfi til harðari aðgerða.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Sjá meira