Samhengi sóttvarna og jarðhræringa Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 7. mars 2021 20:30 Frá bólusetningu við covid-19 í Laugardalshöll. Vísir/Vilhelm Ástæðan fyrir því að ekki þykir ráðlegt að slaka á sóttvarnaraðgerðum á meðan jarðhræringar standa yfir er fyrst og fremst sú að ef til náttúruhamfara kemur getur reynst erfiðara að koma í veg fyrir smit ef aukin smithætta er í samfélaginu. Tilslakanir geti haft í för með sér aukna smithættu og ef smit er í samfélaginu kynnu fleiri að vera útsettir ef bregðast þyrfti við náttúruhamförum, til dæmis með því að safna fólki saman í fjöldahjálparstöðvum. Þetta segir Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi almannavarna í samtali við Vísi, spurð um samhengið milli sóttvarnaaðgerða og jarðhræringanna á Reykjanesi. Bæði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hafa sagt í fjölmiðlum nýverið að þau telji óráðlegt að ráðast í frekari tilslakanir á sóttvarnaraðgerðum á meðan mikil skjálftavirkni og jarðhræringar standa yfir á Reykjanesi. Auðveldara að skerða frelsi en að skila því Ýmsir hafa velt vöngum yfir þessum ummælum og velt fyrir sér hvert samhengið sé þarna á milli. Þeirra á meðal er Katrín Atladóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sem vekur máls á þessu á Twitter á föstudaginn. „Það er greinilega auðveldara að skerða frelsi fólks en að skila frelsinu aftur,“ skrifar Katrín um leið og hún deilir tilvísun í orð sóttvarnalæknis þar sem hann segist ekki telja æskilegt að slaka á sóttvarnareglum á meðan jarðhræringarnar á Reykjanesskaga standa sem hæst. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra tók undir þessi orð Þórólfs í samtali við Rúv fyrir helgi. Það er greinilega auðveldara að skerða frelsi fólks en að skila frelsinu aftur. pic.twitter.com/rMvgDpQjrB— Katrín Atladóttir (@katrinat) March 5, 2021 „Ég átta mig ekki á samhenginu? Hvernig geta jarðskjálftar og mögulegt eldgos haf áhrif á útbreiðslu covid?“ spyr Guðbjörg Oddný Jónasdóttir í svari við færslu Katrínar á Twitter. Hún er ekki ein um að velta þessu fyrir sér en fréttastofu hafa borist fyrirspurnir af sambærilegum toga. Erfiðara að halda uppi smitvörnum „Þegar við erum í svona ástandi eins og þar, þegar fólk er að koma kannski saman mikið, þá getur verið erfiðara að vera með sóttvarnir í hávegum hafðar. Þegar þú ert með einhverjar hamfarir og fólk þarf að koma saman, þú getur ímyndað þér fjöldahjálparstöð eða annað ef að til þess kæmi,“ segir Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi almannavarna. Hún bendir til dæmis á að það gæti verið erfiðara að bregðast við og halda uppi öflugum sóttvörnum ef smit kæmi upp á sama svæði og hugsanlegar náttúruhamfarir. „Þetta er samfélagslegt mál, að við séum að passa upp á hvort annað,“ segir Hjördís. Ekkert smit utan sóttkvíar í fimm vikur þangað til um helgina Þangað til um helgina, var það síðast þann 1. febrúar sem einstaklingur greindist með covid-19 innanlands sem ekki var í sóttkví. Þá voru liðnar tæpar fimm vikur frá því einstaklingur greindist síðast með covid-19 innanlands sem ekki var í sóttkví samkvæmt tölulegum gögnum á covid.is. Útlitið var því orðið nokkuð gott hér innanlands en ætla má að forsendur hafi breyst nokkuð um helgina eftir að upp komu tvö innanlandssmit utan sóttkvíar. Einn hinna smituðu er starfsmaður á Landspítala og er grunur um að viðkomandi hafi sýkst af svokallaða breska afbrigði veirunnar. Sem stendur miðast fjöldatakmarkanir við fimmtíu manns en á viðburðum mega koma saman allt að tvö hundruð manns. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna í dag að það komi í ljós á næstu sólarhringum hvernig staðan lítur út eftir að tilfelli breska afbrigðisins greindust um helgina. Þá komi í ljós hvort grípa þurfi til harðari aðgerða. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Innlent Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Fleiri fréttir Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Sjá meira
Þetta segir Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi almannavarna í samtali við Vísi, spurð um samhengið milli sóttvarnaaðgerða og jarðhræringanna á Reykjanesi. Bæði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hafa sagt í fjölmiðlum nýverið að þau telji óráðlegt að ráðast í frekari tilslakanir á sóttvarnaraðgerðum á meðan mikil skjálftavirkni og jarðhræringar standa yfir á Reykjanesi. Auðveldara að skerða frelsi en að skila því Ýmsir hafa velt vöngum yfir þessum ummælum og velt fyrir sér hvert samhengið sé þarna á milli. Þeirra á meðal er Katrín Atladóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sem vekur máls á þessu á Twitter á föstudaginn. „Það er greinilega auðveldara að skerða frelsi fólks en að skila frelsinu aftur,“ skrifar Katrín um leið og hún deilir tilvísun í orð sóttvarnalæknis þar sem hann segist ekki telja æskilegt að slaka á sóttvarnareglum á meðan jarðhræringarnar á Reykjanesskaga standa sem hæst. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra tók undir þessi orð Þórólfs í samtali við Rúv fyrir helgi. Það er greinilega auðveldara að skerða frelsi fólks en að skila frelsinu aftur. pic.twitter.com/rMvgDpQjrB— Katrín Atladóttir (@katrinat) March 5, 2021 „Ég átta mig ekki á samhenginu? Hvernig geta jarðskjálftar og mögulegt eldgos haf áhrif á útbreiðslu covid?“ spyr Guðbjörg Oddný Jónasdóttir í svari við færslu Katrínar á Twitter. Hún er ekki ein um að velta þessu fyrir sér en fréttastofu hafa borist fyrirspurnir af sambærilegum toga. Erfiðara að halda uppi smitvörnum „Þegar við erum í svona ástandi eins og þar, þegar fólk er að koma kannski saman mikið, þá getur verið erfiðara að vera með sóttvarnir í hávegum hafðar. Þegar þú ert með einhverjar hamfarir og fólk þarf að koma saman, þú getur ímyndað þér fjöldahjálparstöð eða annað ef að til þess kæmi,“ segir Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi almannavarna. Hún bendir til dæmis á að það gæti verið erfiðara að bregðast við og halda uppi öflugum sóttvörnum ef smit kæmi upp á sama svæði og hugsanlegar náttúruhamfarir. „Þetta er samfélagslegt mál, að við séum að passa upp á hvort annað,“ segir Hjördís. Ekkert smit utan sóttkvíar í fimm vikur þangað til um helgina Þangað til um helgina, var það síðast þann 1. febrúar sem einstaklingur greindist með covid-19 innanlands sem ekki var í sóttkví. Þá voru liðnar tæpar fimm vikur frá því einstaklingur greindist síðast með covid-19 innanlands sem ekki var í sóttkví samkvæmt tölulegum gögnum á covid.is. Útlitið var því orðið nokkuð gott hér innanlands en ætla má að forsendur hafi breyst nokkuð um helgina eftir að upp komu tvö innanlandssmit utan sóttkvíar. Einn hinna smituðu er starfsmaður á Landspítala og er grunur um að viðkomandi hafi sýkst af svokallaða breska afbrigði veirunnar. Sem stendur miðast fjöldatakmarkanir við fimmtíu manns en á viðburðum mega koma saman allt að tvö hundruð manns. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna í dag að það komi í ljós á næstu sólarhringum hvernig staðan lítur út eftir að tilfelli breska afbrigðisins greindust um helgina. Þá komi í ljós hvort grípa þurfi til harðari aðgerða.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Innlent Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Fleiri fréttir Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Sjá meira