Leikið var inn í Boganum og kom Agla María Albertsdóttir gestunum yfir strax á 12. mínútu með skallamarki af stuttu færi. Bergþóra Sól Ásmundsdóttir kom Blikum í 2-0 um miðbik síðari hálfleiks eftir fyrirgjöf Áslaugu Mundu Gunnlaugsdóttur.
Fleiri urðu mörkin ekki og lokatölur því 2-0 Blikum í vil. Íslandsmeistararnir eru því nú með fjögur stig eftir að hafa gert jafntefli við Fylki í fyrstu umferð á meðan Þór/KA er með þrjú stig eftir sigur á FH í fyrstu umferð.