Fáum kraftmikla konu sem næsta formann VR Björk Guðjónsdóttir skrifar 7. mars 2021 19:01 Helga Guðrún Jónasdóttir gefur nú kost á sér í framboði til formanns hjá VR stéttarfélagi. Ég tel framboð hennar heillaskref fyrir þetta öfluga stéttarfélag. Helga Guðrún hefur sýnt og sannað með verkum sínum að þar fer kraftmikil og réttsýn kona. Ég treysti engum betur til forystu í VR en Helgu Guðrúnu. Fljót að greina kjarnann frá hisminu Það lýsir að mörgu leyti vel kraftinum í Helgu Guðrúnu að á árið 2012 tók hún sig upp og flutti austur land. Henni hafði boðist starf sem markaðs- og upplýsingafulltrúi hjá Fjarðabyggð. Nokkrum árum síðar var hún orðin atvinnu- og þróunarstjóri hjá sveitarfélaginu. Þessi umskipti komu mörgum á óvart, þó ekki þeim sem þekkja Helgu Guðrúnu vel. Þar sem margur sá fjarlægan landshluta, sá hún spennandi áskoranir og áhugaverð verkefni. Hún hefur síðan hrósað happi yfir því, að hafa fengið þetta tækifæri til að kynnast þessum frábæra landshluta og kraftmiklu samfélagi Austfirðinga. Helga Guðrún hefur enda alltaf átt auðvelt með að greina kjarnann frá hisminu. 300% aukning kvenráðherra Helga Guðrún var um miðjan síðasta áratug formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna. Sambandið var á þessum árum betur þekkt sem órólega deildin innan flokksins. Konur kröfðust breytinga og fór Helga Guðrún þar fremst í flokki. Í aðdraganda stjórnarmyndunar ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks 2003-2007 barðist hún ásamt fleirum í órólegu deildinni fyrir konum í ráðherralið flokksins, sem höfðu fram að þessu verið sárafáar. Leikar fóru svo að þrjár sjálfstæðískonur urðu ráðherrar á þessu kjörtímabili. Aukning á milli kjörtímabila var 300%. Lausnarmiðuð á þverpólitískum grunni Að þessum slag loknum yfirgaf Helga Guðrún landsmálin og helgaði sig þátttöku í nærsamfélagi sínu í Kópavogi og hefur hún setið m.a. í lista- og menningarráði, félagsmálaráði og jafnréttisnefnd bæjarfélagsins. Í gegnum þessi trúnaðarstörf hefur Helga Guðrún sýnt og sannað málefnalega og faglega hæfni í þverpólitísku samstarfi. Á þessa hæfni hefur reynt hjá henni á mun fleiri sviðum, en auk nefndarstarfa hjá kópavogsbæ hefur Helga Guðrún verið formaður Kvenréttindafélags Íslands, varaformaður hjá Almannatengslafélagi Íslands og setið í stjórn Landverndar. Allt eru þetta dæmi um trúnaðarstörf þar sem reynir á heilindi fólks og lausnarmiðuð vinnubrögð og mikilvægt er að flokkspólitískar áherslur villi mönnum ekki sýn. Það lýsir síðan Helgu vel að þegar hún réðst til Fjarðabyggðar ákvað hún að segja sig frá stjórnmálastarfi. Henni fannst það ekki fara saman að sinna kynningarmálum fyrir sveitarfélagið og að vera í stjórnmálaflokki. Ég get af heilum hug mælt með Helgu Guðrúnu sem kraftmiklum, víðsýnum og lausnarmiðuðum foringja fyrir VR. Höfundur er verkefnastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Formannskjör í VR Mest lesið Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Skoðun Fagmennska í framlínunni - Af hverju kennarar skipta máli Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Sjá meira
Helga Guðrún Jónasdóttir gefur nú kost á sér í framboði til formanns hjá VR stéttarfélagi. Ég tel framboð hennar heillaskref fyrir þetta öfluga stéttarfélag. Helga Guðrún hefur sýnt og sannað með verkum sínum að þar fer kraftmikil og réttsýn kona. Ég treysti engum betur til forystu í VR en Helgu Guðrúnu. Fljót að greina kjarnann frá hisminu Það lýsir að mörgu leyti vel kraftinum í Helgu Guðrúnu að á árið 2012 tók hún sig upp og flutti austur land. Henni hafði boðist starf sem markaðs- og upplýsingafulltrúi hjá Fjarðabyggð. Nokkrum árum síðar var hún orðin atvinnu- og þróunarstjóri hjá sveitarfélaginu. Þessi umskipti komu mörgum á óvart, þó ekki þeim sem þekkja Helgu Guðrúnu vel. Þar sem margur sá fjarlægan landshluta, sá hún spennandi áskoranir og áhugaverð verkefni. Hún hefur síðan hrósað happi yfir því, að hafa fengið þetta tækifæri til að kynnast þessum frábæra landshluta og kraftmiklu samfélagi Austfirðinga. Helga Guðrún hefur enda alltaf átt auðvelt með að greina kjarnann frá hisminu. 300% aukning kvenráðherra Helga Guðrún var um miðjan síðasta áratug formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna. Sambandið var á þessum árum betur þekkt sem órólega deildin innan flokksins. Konur kröfðust breytinga og fór Helga Guðrún þar fremst í flokki. Í aðdraganda stjórnarmyndunar ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks 2003-2007 barðist hún ásamt fleirum í órólegu deildinni fyrir konum í ráðherralið flokksins, sem höfðu fram að þessu verið sárafáar. Leikar fóru svo að þrjár sjálfstæðískonur urðu ráðherrar á þessu kjörtímabili. Aukning á milli kjörtímabila var 300%. Lausnarmiðuð á þverpólitískum grunni Að þessum slag loknum yfirgaf Helga Guðrún landsmálin og helgaði sig þátttöku í nærsamfélagi sínu í Kópavogi og hefur hún setið m.a. í lista- og menningarráði, félagsmálaráði og jafnréttisnefnd bæjarfélagsins. Í gegnum þessi trúnaðarstörf hefur Helga Guðrún sýnt og sannað málefnalega og faglega hæfni í þverpólitísku samstarfi. Á þessa hæfni hefur reynt hjá henni á mun fleiri sviðum, en auk nefndarstarfa hjá kópavogsbæ hefur Helga Guðrún verið formaður Kvenréttindafélags Íslands, varaformaður hjá Almannatengslafélagi Íslands og setið í stjórn Landverndar. Allt eru þetta dæmi um trúnaðarstörf þar sem reynir á heilindi fólks og lausnarmiðuð vinnubrögð og mikilvægt er að flokkspólitískar áherslur villi mönnum ekki sýn. Það lýsir síðan Helgu vel að þegar hún réðst til Fjarðabyggðar ákvað hún að segja sig frá stjórnmálastarfi. Henni fannst það ekki fara saman að sinna kynningarmálum fyrir sveitarfélagið og að vera í stjórnmálaflokki. Ég get af heilum hug mælt með Helgu Guðrúnu sem kraftmiklum, víðsýnum og lausnarmiðuðum foringja fyrir VR. Höfundur er verkefnastjóri.
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun