Fimm hlaup búin og sjö eftir Sylvía Hall skrifar 6. mars 2021 22:57 Bjartur Norðfjörð verður hálfnaður með áskorunina rétt eftir miðnætti. Vísir/Vilhelm Bjartur Norðfjörð hefur nú hlaupið rúma sex kílómetra fimm sinnum frá því klukkan fjögur í nótt og á eftir að hlaupa sjö sinnum til viðbótar. Sjálfur segist hann vera nokkuð góður eins og er, en mesta áskorunin sé að koma sér aftur af stað í næsta hlaup. Yfir helgina mun Bjartur hlaupa rúma 77 kílómetra til styrktar vini sínum Brandi Karlssyni, en Brandur hefur verið lamaður fyrir neðan háls í um áratug. Söfnunarféð verður nýtt í baráttu fyrir bættu aðgengi fatlaðra. Þegar blaðamaður náði tali af Bjarti rétt fyrir klukkan níu í kvöld hafði hann nýlokið sínu fimmta hlaupi. Hann segir viðbrögðin hafa komið skemmtilega á óvart, margir hafi sett sig í samband við hann og vinir og vandamenn tekið spretti með honum. Þakklátastur er hann þó fyrir það hversu margir hafa lagt söfnuninni lið, enda sé málefnið mikilvægt. „Það er fullt af fólki búið að heyra í mér og hvetja mig áfram. Svo fékk ég nokkra félaga mína til að koma að hlaupa með mér í dag og kærastan mín kom á eftir mér á hjóli. Núna var ég að hlaupa með foreldrum mínum, svo þetta er búið að vera æðislegt í dag.“ Mikilvægast að vekja athygli á málstaðnum Líkt og áður sagði var fyrsta hlaupið klukkan fjögur í nótt og hefur hann hlaupið á fjögurra klukkustunda fresti síðan þá. Bjartur segir þetta þekkta áskorun meðal hlaupara og honum hafi þótt hún spennandi, en það sé enn ánægjulegra að geta gert þetta og í leiðinni vakið athygli á mikilvægi þess að bæta aðgengi fyrir fatlaða. „Þetta er orðið miklu stærra en ég bjóst við að þetta myndi verða og mér finnst það magnað. Það sem þetta verkefni snýst um er að vekja athygli á þessu.“ Þrátt fyrir að hafa eytt deginum í hlaup segist Bjartur vera ferskur og til í síðustu sjö. Það sé erfitt að koma sér af stað þegar líkaminn sé farinn að slaka á og þá einna helst um miðja nótt. „Það er ekkert djók að vakna klukkan tuttugu mínútur í fjögur og rífa sig á fætur og fara að hlaupa. En það er fínt að taka daginn og ég var allavega heppinn með veður í dag.“ Þeir sem vilja geta lagt söfnuninni lið með því að leggja inn á reikning Brands, rknr: 515-14-412345, kennitala: 0201823779. Aur og Kass: 7700221. Þá er hægt að fylgjast með Bjarti á hlaupum um helgina á Instagram og Facebook. Hér að neðan má horfa á viðtal við Bjart og Brand úr kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Mannréttindi Hlaup Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Sjá meira
Yfir helgina mun Bjartur hlaupa rúma 77 kílómetra til styrktar vini sínum Brandi Karlssyni, en Brandur hefur verið lamaður fyrir neðan háls í um áratug. Söfnunarféð verður nýtt í baráttu fyrir bættu aðgengi fatlaðra. Þegar blaðamaður náði tali af Bjarti rétt fyrir klukkan níu í kvöld hafði hann nýlokið sínu fimmta hlaupi. Hann segir viðbrögðin hafa komið skemmtilega á óvart, margir hafi sett sig í samband við hann og vinir og vandamenn tekið spretti með honum. Þakklátastur er hann þó fyrir það hversu margir hafa lagt söfnuninni lið, enda sé málefnið mikilvægt. „Það er fullt af fólki búið að heyra í mér og hvetja mig áfram. Svo fékk ég nokkra félaga mína til að koma að hlaupa með mér í dag og kærastan mín kom á eftir mér á hjóli. Núna var ég að hlaupa með foreldrum mínum, svo þetta er búið að vera æðislegt í dag.“ Mikilvægast að vekja athygli á málstaðnum Líkt og áður sagði var fyrsta hlaupið klukkan fjögur í nótt og hefur hann hlaupið á fjögurra klukkustunda fresti síðan þá. Bjartur segir þetta þekkta áskorun meðal hlaupara og honum hafi þótt hún spennandi, en það sé enn ánægjulegra að geta gert þetta og í leiðinni vakið athygli á mikilvægi þess að bæta aðgengi fyrir fatlaða. „Þetta er orðið miklu stærra en ég bjóst við að þetta myndi verða og mér finnst það magnað. Það sem þetta verkefni snýst um er að vekja athygli á þessu.“ Þrátt fyrir að hafa eytt deginum í hlaup segist Bjartur vera ferskur og til í síðustu sjö. Það sé erfitt að koma sér af stað þegar líkaminn sé farinn að slaka á og þá einna helst um miðja nótt. „Það er ekkert djók að vakna klukkan tuttugu mínútur í fjögur og rífa sig á fætur og fara að hlaupa. En það er fínt að taka daginn og ég var allavega heppinn með veður í dag.“ Þeir sem vilja geta lagt söfnuninni lið með því að leggja inn á reikning Brands, rknr: 515-14-412345, kennitala: 0201823779. Aur og Kass: 7700221. Þá er hægt að fylgjast með Bjarti á hlaupum um helgina á Instagram og Facebook. Hér að neðan má horfa á viðtal við Bjart og Brand úr kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær.
Mannréttindi Hlaup Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Sjá meira