Sex kílómetrar á fjögurra klukkustunda fresti í 48 tíma Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. mars 2021 19:32 Vinirnir Brandur og Bjartur. Vísir/vilhelm Hörku átök í fjörutíu og átta klukkustundir bíða nú ungs manns, sem hyggst hlaupa rúma 77 kílómetra til styrktar vini sínum. Þeir eru báðir spenntir fyrir framtakinu en söfnunarfé verður nýtt í baráttu fyrir bættu aðgengi fatlaðra. Brandur Karlsson hefur verið lamaður fyrir neðan háls í um áratug. Brandur kynntist félaga sínum Bjarti Norðfjörð í gegnum föður þess síðarnefnda, sem tók þátt í að hanna sérstaka fluggrind fyrir Brand á sínum tíma, sem gerði honum kleift að stunda svifflug. Átök Bjarts hefjast klukkan fjögur í nótt en hann mun hlaupa sex og hálfan kílómetra á fjögurra klukkustunda fresti - í 48 klukkustundir. Ætlunin er að afla fjár fyrir ferðalag sem Brandur stefnir á nú í vor, þar sem hann mun ferðast um landið til að tala fyrir bættu aðgengi fyrir fatlað fólk á öllum sviðum. Bjartur segir að ekki sé langt síðan hann hafi orðið fyrir vitundarvakningu í málefnum fatlaðra. „Þegar ég fer að kynna mér þetta þá er það eitthvað sem snertir mig alveg hundrað prósent. Ég hef verið að vinna undanfarið í Klettaskóla sem er skóli fyrir börn með hamlanir. Þetta er miklu víðtækara en bara fyrir einstaklinga sem eru með fötlun. Þetta er ruglað að hugsa sér. Þú getur verið að keyra í marga klukkutíma úti á landi og getur ekki farið á klósettið,“ segir Bjartur. Ferðalagið í vor verður það fimmta sem Brandur fer í hringinn í kringum Ísland til að vekja athygli á málaflokknum. „Þetta byrjaði þegar pabbi hans uppgötvaði að það var ekkert klósett þarna á fjögur, fimm hundruð kílómetra kafla þannig að honum fannst fyndið að setja mig í það „mission“ að halda í mér alla þessa leið til að vekja athygli á þessu,“ segir Brandur. „Svo höfum við upplifað á þessum ferðum okkar að það hafa orðið töluverðar framfarir. Þannig að við erum mjög kát með að sjá hvað er verið að gera til að bæta aðgengi á Íslandi. Þannig að okkur langar að fara með jákvæðu móti og benda á að það er enn margt sem má gera.“ Þeir sem vilja geta lagt söfnuninni lið með því að leggja inn á reikning Brands, rn: 515-14-412345, kennitala: 0201823779. Aur og Kass: 7700221. Þá er hægt að fylgjast með Bjarti á hlaupum um helgina á Instagram og Facebook. Mannréttindi Hlaup Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Innlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira
Brandur Karlsson hefur verið lamaður fyrir neðan háls í um áratug. Brandur kynntist félaga sínum Bjarti Norðfjörð í gegnum föður þess síðarnefnda, sem tók þátt í að hanna sérstaka fluggrind fyrir Brand á sínum tíma, sem gerði honum kleift að stunda svifflug. Átök Bjarts hefjast klukkan fjögur í nótt en hann mun hlaupa sex og hálfan kílómetra á fjögurra klukkustunda fresti - í 48 klukkustundir. Ætlunin er að afla fjár fyrir ferðalag sem Brandur stefnir á nú í vor, þar sem hann mun ferðast um landið til að tala fyrir bættu aðgengi fyrir fatlað fólk á öllum sviðum. Bjartur segir að ekki sé langt síðan hann hafi orðið fyrir vitundarvakningu í málefnum fatlaðra. „Þegar ég fer að kynna mér þetta þá er það eitthvað sem snertir mig alveg hundrað prósent. Ég hef verið að vinna undanfarið í Klettaskóla sem er skóli fyrir börn með hamlanir. Þetta er miklu víðtækara en bara fyrir einstaklinga sem eru með fötlun. Þetta er ruglað að hugsa sér. Þú getur verið að keyra í marga klukkutíma úti á landi og getur ekki farið á klósettið,“ segir Bjartur. Ferðalagið í vor verður það fimmta sem Brandur fer í hringinn í kringum Ísland til að vekja athygli á málaflokknum. „Þetta byrjaði þegar pabbi hans uppgötvaði að það var ekkert klósett þarna á fjögur, fimm hundruð kílómetra kafla þannig að honum fannst fyndið að setja mig í það „mission“ að halda í mér alla þessa leið til að vekja athygli á þessu,“ segir Brandur. „Svo höfum við upplifað á þessum ferðum okkar að það hafa orðið töluverðar framfarir. Þannig að við erum mjög kát með að sjá hvað er verið að gera til að bæta aðgengi á Íslandi. Þannig að okkur langar að fara með jákvæðu móti og benda á að það er enn margt sem má gera.“ Þeir sem vilja geta lagt söfnuninni lið með því að leggja inn á reikning Brands, rn: 515-14-412345, kennitala: 0201823779. Aur og Kass: 7700221. Þá er hægt að fylgjast með Bjarti á hlaupum um helgina á Instagram og Facebook.
Mannréttindi Hlaup Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Innlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira