Frambjóðendur til stjórnar Icelandair Group eru þau Guðmundur Hafsteinsson, John F. Thomas, Martin J. St. George, Nina Jonsson, Steinn Logi Björnsson, Sturla Ómarsson, Svafa Grönfeldt, Úlfar Steindórsson og Þórunn Reynisdóttir.
Í tilnefningarnefnd bjóða sig fram þau Helga Árnadóttir og Hjörleifur Pálsson. Frekari upplýsingar um frambjóðendurna er að finna í tilkynningu Icelandair Group til Kauphallarinnar.
Aðalfundurinn verður haldinn rafrænt föstudaginn 12.mars 2021. Streymt verður frá Hilton Reykjavík Nordica og hefst fundurinn kl. 16:00.
Hluthafar sem hyggjast taka þátt í aðalfundinum skulu skrá sig með fimm daga fyrirvara fyrir fundinn eða eigi síðar en kl. 16. sunnudaginn 7. mars 2021. Skráning á fundinn fer fram á www.icelandairgroup.is/agm.