„Stórlega ýkt og menn ekki á buxunum að slíta neinu samstarfi“ Anton Ingi Leifsson skrifar 5. mars 2021 18:31 Orri Hlöðversson tók við stjórnartaumunum hjá ÍTF á dögunum. vísir/sigurjón Orri Hlöðversson, formaður Íslensk toppfótbolta, segir að sögusagnir um ný hagsmunasamtök tíu liða í efstu deild karla séu stórlega ýktar og hann segir að menn muni halda áfram að vinna saman að betri íslenskum fótbolta. Vísir greindi frá því í gær að fulltrúar tíu félaga í Pepsi Max-deild karla, öll nema HK og Keflavík, hafi fundað um að stofna ný samtök sem eiga að gæta hagsmuna félaganna í deildinni. Mikil óánægja er með að tillaga stjórnar KSÍ um að taka upp úrslitakeppni í efstu deild hafi verið felld á ársþingi sambandsins um helgina. Tillaga Fram um að fjölga liðum í efstu deild úr tólf í fjórtán var einnig felld á ársþinginu. Orri sagði hins vegar frá því í Sportpakkanum í kvöld að honum vitandi væru ekki ný hagsmunasamtök í bígerð. „Ég get staðfest með vissu að svo er ekki. Ef það er svo þá er það mér algjörlega ókunnugt. Ég hef heyrt þessa frétt og fylgst með umræðunni en ég held að þetta sé stórlega ýkt og menn séu ekki á buxunum að slíta neinu samstarfi,“ sagði Orri. Fundurinn snerist um allt annað. „Þetta var óformlegur fundur. Einn af mínum félögum í hreyfingunni hafði frumkvæðið að því að boða hann. Við fórum niður eftir og fundarefnið var staðan eftir þingið. Eins og þú veist var tekist á um keppnisfyrirkomulagið í efstu deild karla.“ Hann segir að það sé ekkert leyndarmál að niðurstaða ársþingsins um síðustu helgi séu vonbrigði. „Útkoman var í raun og veru engin. Staðan verður eins og fyrirkomulagið eins. Í samhenginu vorum við að ræða að það blasir við nýjir sjónvarpssamningar um deildina og þar skiptir miklu mál hvernig fyrirkomulagið er. Við erum að selja vöru og vorum að stilla saman strengina í því. Hvernig við ætlum að stilla upp í þær viðræður.“ „Ég held að það sé vonbrigði að það sé engin niðurstaða. Það er kyrr staða en það er enginn heimsendir. Það er mót og við höfum spilað þetta skemmtilega mót með þessum hætti en mér fannst almennt í hreyfingunni vera mikinn vilji að fjölga leikjum og búa til fjölbreyttara dagskrárefni sem myndi auka virði samningsins.“ „Það eru vonbrigði að það hafi ekki gerst en menn voru ekki sammála um leiðirnar. Menn voru sammála um að fjölga en ekki um leiðirnar. Nú þurfum við að setjast aftur að borðinu og finna lausnir til að flétta þetta saman. Ég veit að það er ekkert svo ýkja langt á milli. Kannski skorti okkur meiri tíma og svigrúm. Við vorum komnir í tíma pressu þannig að ég er mjög bjartsýn að við munum ná saman um þetta og ÍTF mun leggja sitt að mörkum.“ Allt viðtalið við Orra má sjá hér að neðan. Klippa: Sportpakkinn - Orri ÍTF Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna KSÍ Íslenski boltinn Sportpakkinn Tengdar fréttir Ný hagsmunasamtök bestu félaga landsins í bígerð Fulltrúar tíu félaga í Pepsi Max-deild karla funduðu síðdegis í dag um að stofna ný samtök sem eiga að gæta hagsmuna félaganna í deildinni samkvæmt heimildum íþróttadeildar. 4. mars 2021 18:31 Segir vonbrigði sumra liða hafa verið það mikil að hann telji að menn hafi ekki kosið málefnalega Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, telur að ekki hafi verið um málefnalegar kosningar að ræða á ársþingi knattspyrnusambands Íslands um helgina þar sem tillaga um fjölgun leikja í efstu deild karla náði ekki í gegn. 2. mars 2021 18:31 Segir óeðlilegt að neðri deildar félög stjórni því hvernig fyrirkomulagið í efstu deild er E. Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, segir að sú niðurstaða að hafa mótafyrirkomulag í efstu deild karla óbreytt sé vonbrigði. Hann segir að það komi til greina að Íslenskur toppfótbolti (ÍTF) verði aftur bara samtök félaga í efstu deild. 2. mars 2021 12:01 „Þessi samtök eru á ákveðnum krossgötum“ „Samtökin eru ekki eitthvað útibú frá KSÍ,“ segir Orri Vignir Hlöðversson, nýr formaður Íslensks toppfótbolta. Orri var sjálfkjörinn í embættið í síðustu viku eftir að Geir Þorsteinsson dró framboð sitt til baka, ósáttur við að framboð Orra væri álitið lögmætt, en Orri kveðst alls ekki líta svo á að hann hefji sitt starf í mótbyr. 23. febrúar 2021 09:39 Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Sjá meira
Vísir greindi frá því í gær að fulltrúar tíu félaga í Pepsi Max-deild karla, öll nema HK og Keflavík, hafi fundað um að stofna ný samtök sem eiga að gæta hagsmuna félaganna í deildinni. Mikil óánægja er með að tillaga stjórnar KSÍ um að taka upp úrslitakeppni í efstu deild hafi verið felld á ársþingi sambandsins um helgina. Tillaga Fram um að fjölga liðum í efstu deild úr tólf í fjórtán var einnig felld á ársþinginu. Orri sagði hins vegar frá því í Sportpakkanum í kvöld að honum vitandi væru ekki ný hagsmunasamtök í bígerð. „Ég get staðfest með vissu að svo er ekki. Ef það er svo þá er það mér algjörlega ókunnugt. Ég hef heyrt þessa frétt og fylgst með umræðunni en ég held að þetta sé stórlega ýkt og menn séu ekki á buxunum að slíta neinu samstarfi,“ sagði Orri. Fundurinn snerist um allt annað. „Þetta var óformlegur fundur. Einn af mínum félögum í hreyfingunni hafði frumkvæðið að því að boða hann. Við fórum niður eftir og fundarefnið var staðan eftir þingið. Eins og þú veist var tekist á um keppnisfyrirkomulagið í efstu deild karla.“ Hann segir að það sé ekkert leyndarmál að niðurstaða ársþingsins um síðustu helgi séu vonbrigði. „Útkoman var í raun og veru engin. Staðan verður eins og fyrirkomulagið eins. Í samhenginu vorum við að ræða að það blasir við nýjir sjónvarpssamningar um deildina og þar skiptir miklu mál hvernig fyrirkomulagið er. Við erum að selja vöru og vorum að stilla saman strengina í því. Hvernig við ætlum að stilla upp í þær viðræður.“ „Ég held að það sé vonbrigði að það sé engin niðurstaða. Það er kyrr staða en það er enginn heimsendir. Það er mót og við höfum spilað þetta skemmtilega mót með þessum hætti en mér fannst almennt í hreyfingunni vera mikinn vilji að fjölga leikjum og búa til fjölbreyttara dagskrárefni sem myndi auka virði samningsins.“ „Það eru vonbrigði að það hafi ekki gerst en menn voru ekki sammála um leiðirnar. Menn voru sammála um að fjölga en ekki um leiðirnar. Nú þurfum við að setjast aftur að borðinu og finna lausnir til að flétta þetta saman. Ég veit að það er ekkert svo ýkja langt á milli. Kannski skorti okkur meiri tíma og svigrúm. Við vorum komnir í tíma pressu þannig að ég er mjög bjartsýn að við munum ná saman um þetta og ÍTF mun leggja sitt að mörkum.“ Allt viðtalið við Orra má sjá hér að neðan. Klippa: Sportpakkinn - Orri ÍTF
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna KSÍ Íslenski boltinn Sportpakkinn Tengdar fréttir Ný hagsmunasamtök bestu félaga landsins í bígerð Fulltrúar tíu félaga í Pepsi Max-deild karla funduðu síðdegis í dag um að stofna ný samtök sem eiga að gæta hagsmuna félaganna í deildinni samkvæmt heimildum íþróttadeildar. 4. mars 2021 18:31 Segir vonbrigði sumra liða hafa verið það mikil að hann telji að menn hafi ekki kosið málefnalega Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, telur að ekki hafi verið um málefnalegar kosningar að ræða á ársþingi knattspyrnusambands Íslands um helgina þar sem tillaga um fjölgun leikja í efstu deild karla náði ekki í gegn. 2. mars 2021 18:31 Segir óeðlilegt að neðri deildar félög stjórni því hvernig fyrirkomulagið í efstu deild er E. Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, segir að sú niðurstaða að hafa mótafyrirkomulag í efstu deild karla óbreytt sé vonbrigði. Hann segir að það komi til greina að Íslenskur toppfótbolti (ÍTF) verði aftur bara samtök félaga í efstu deild. 2. mars 2021 12:01 „Þessi samtök eru á ákveðnum krossgötum“ „Samtökin eru ekki eitthvað útibú frá KSÍ,“ segir Orri Vignir Hlöðversson, nýr formaður Íslensks toppfótbolta. Orri var sjálfkjörinn í embættið í síðustu viku eftir að Geir Þorsteinsson dró framboð sitt til baka, ósáttur við að framboð Orra væri álitið lögmætt, en Orri kveðst alls ekki líta svo á að hann hefji sitt starf í mótbyr. 23. febrúar 2021 09:39 Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Sjá meira
Ný hagsmunasamtök bestu félaga landsins í bígerð Fulltrúar tíu félaga í Pepsi Max-deild karla funduðu síðdegis í dag um að stofna ný samtök sem eiga að gæta hagsmuna félaganna í deildinni samkvæmt heimildum íþróttadeildar. 4. mars 2021 18:31
Segir vonbrigði sumra liða hafa verið það mikil að hann telji að menn hafi ekki kosið málefnalega Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, telur að ekki hafi verið um málefnalegar kosningar að ræða á ársþingi knattspyrnusambands Íslands um helgina þar sem tillaga um fjölgun leikja í efstu deild karla náði ekki í gegn. 2. mars 2021 18:31
Segir óeðlilegt að neðri deildar félög stjórni því hvernig fyrirkomulagið í efstu deild er E. Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, segir að sú niðurstaða að hafa mótafyrirkomulag í efstu deild karla óbreytt sé vonbrigði. Hann segir að það komi til greina að Íslenskur toppfótbolti (ÍTF) verði aftur bara samtök félaga í efstu deild. 2. mars 2021 12:01
„Þessi samtök eru á ákveðnum krossgötum“ „Samtökin eru ekki eitthvað útibú frá KSÍ,“ segir Orri Vignir Hlöðversson, nýr formaður Íslensks toppfótbolta. Orri var sjálfkjörinn í embættið í síðustu viku eftir að Geir Þorsteinsson dró framboð sitt til baka, ósáttur við að framboð Orra væri álitið lögmætt, en Orri kveðst alls ekki líta svo á að hann hefji sitt starf í mótbyr. 23. febrúar 2021 09:39