Segir ósanngjarnt að hann sé í fangelsi Samúel Karl Ólason skrifar 5. mars 2021 11:28 Richard „Bigo“ Barnett á skrifstofu Nancy Pelosi. EPA/JIM LO SCALZO Richard Barnett, sem naut fimmtán mínútna heimsfrægðar í árásinni á þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar, er ekki sáttur við að sitja í fangelsi. Hann missti stjórn á sér í dómsal í gær og gargaði á dómara í gegnum fjarfundarbúnað að hann ætti ekki að þurfa að sitja inni fram að réttarhöldum. Barnett var einn þeirra sem ruddi sér leið inn í þinghúsið sjálft, vopnaður rafmagnsbyssu, og fór inn á skrifstofu Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Þar settist hann meðal annars í stól hennar fyrir myndatökur, stal umslagi af borði hennar og skrifaði skilaboð til hennar þar sem hann kallaði hana tík. Mynd af honum sitja við skrifborð Pelosi fór eins og eldur í sinu um internetið. Hann var handtekinn innan við viku síðar og hefur lýst því yfir að hann sé saklaus. Um þrjú hundruð manns hafa verið ákærð vegna árásarinnar hingað til. Mörg þeirra hafa kvartað hástöfum yfir hvernig komið hefur verið fram við þau. Ein kona frá Texas kvartaði til að mynda nýverið yfir því að hafa verið „útskúfuð“ (e. canceled) og að hún hafi ekki fengið að að fara í frí til Mexíkó. Barnett fór fyrir dómara á fjarfundi nýverið og öskraði hann á dómarann að ríkisstjórnin væri að draga mál hans á langinn en sleppa öllum öðrum úr haldi. Það væri ekki sanngjarnt. Hann sagði málaferlin gegn sér hafa verið algjört rugl, samkvæmt frétt Washington Post. Saksóknarar segja hættu á því að Bernett flýi, verði honum sleppt úr haldi. Það er byggt á því að hann sagði rannsakendum eftir að hann var handtekinn að eftir árásina á þinghúsið hefði hann keyrt til Arkansas, slökkt á síma sínum, notað einungis reiðufé og hulið andlit sitt. Þá sagði hann að lögregluþjónar fyndu ekkert merkilegt á heimili hans, því hann væri „gáfaður maðurׅ“ og hefði flutt byssur sínar. USA Today hefur eftir lögmanni Barnett að hann ætlaði að krefjast þess áfram að skjólstæðingi sínum yrði sleppt úr haldi og þóttist viss um að skammlíf frægð hans í kjölfar árásarinnar sé meðal ástæðna þess að honum hafi ekki verið sleppt. „Þetta eru Bandaríkin. Þú ert saklaus þar til sannað sé að þú sért sekur. Án þessarar myndar, held ég að hann væri laus. Já, ég held það,“ sagði lögmaðurinn Joseph McBride. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Árás á bandaríska þinghúsið Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Fleiri fréttir Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sjá meira
Barnett var einn þeirra sem ruddi sér leið inn í þinghúsið sjálft, vopnaður rafmagnsbyssu, og fór inn á skrifstofu Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Þar settist hann meðal annars í stól hennar fyrir myndatökur, stal umslagi af borði hennar og skrifaði skilaboð til hennar þar sem hann kallaði hana tík. Mynd af honum sitja við skrifborð Pelosi fór eins og eldur í sinu um internetið. Hann var handtekinn innan við viku síðar og hefur lýst því yfir að hann sé saklaus. Um þrjú hundruð manns hafa verið ákærð vegna árásarinnar hingað til. Mörg þeirra hafa kvartað hástöfum yfir hvernig komið hefur verið fram við þau. Ein kona frá Texas kvartaði til að mynda nýverið yfir því að hafa verið „útskúfuð“ (e. canceled) og að hún hafi ekki fengið að að fara í frí til Mexíkó. Barnett fór fyrir dómara á fjarfundi nýverið og öskraði hann á dómarann að ríkisstjórnin væri að draga mál hans á langinn en sleppa öllum öðrum úr haldi. Það væri ekki sanngjarnt. Hann sagði málaferlin gegn sér hafa verið algjört rugl, samkvæmt frétt Washington Post. Saksóknarar segja hættu á því að Bernett flýi, verði honum sleppt úr haldi. Það er byggt á því að hann sagði rannsakendum eftir að hann var handtekinn að eftir árásina á þinghúsið hefði hann keyrt til Arkansas, slökkt á síma sínum, notað einungis reiðufé og hulið andlit sitt. Þá sagði hann að lögregluþjónar fyndu ekkert merkilegt á heimili hans, því hann væri „gáfaður maðurׅ“ og hefði flutt byssur sínar. USA Today hefur eftir lögmanni Barnett að hann ætlaði að krefjast þess áfram að skjólstæðingi sínum yrði sleppt úr haldi og þóttist viss um að skammlíf frægð hans í kjölfar árásarinnar sé meðal ástæðna þess að honum hafi ekki verið sleppt. „Þetta eru Bandaríkin. Þú ert saklaus þar til sannað sé að þú sért sekur. Án þessarar myndar, held ég að hann væri laus. Já, ég held það,“ sagði lögmaðurinn Joseph McBride.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Árás á bandaríska þinghúsið Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Fleiri fréttir Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sjá meira