Innlent

Enginn greindist með veiruna innanlands sjötta daginn í röð

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Frá bólusetningu 80 ára og eldri í Laugardalshöll á dögunum.
Frá bólusetningu 80 ára og eldri í Laugardalshöll á dögunum. Vísir/Vilhelm

Enginn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær, sjötta daginn í röð.

Einn greindist með virkt smit við seinni landamæraskimun og þá er beðið niðurstöðu mótefnamælingar hjá einum einstaklingi. Þetta kemur fram í uppfærðum tölum á covid.is.

Nýgengi innanlandssmita er 0,3 en var 0,5 í gær. Nýgengi landamærasmita er nú 3,0 en var 2,5 í gær.

Tíu eru í sóttkví og 797 í skimunarsóttkví. Þá eru tíu manns í einangrun og sjö á sjúkrahúsi.

Alls voru tekin 495 einkennasýni innanlands í gær og 488 sýni á landamærunum.

Fréttin hefur verið uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×