Páfinn ætlar að stappa stálinu í kristna Íraka sem hafa átt undir högg að sækja Samúel Karl Ólason skrifar 5. mars 2021 08:47 Hermenn standa vörð nærri mynd af páfanum í Bagdad. AP/Hadi Mizban Frans Páfi leggur leið sína til Íraks í dag þar sem hann mun hitta kristna Íraka. Þeim hefur fækkað gífurlega á undanförnum árum vegna ofbeldis í landinu og af ótta við ofbeldi gegn þeim. Ráðamenn í Írak segjast ætla að taka páfanum fagnandi og sýna þann árangur sem náðst hefur í að skapa öryggi í landinu. Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar mun páfinn reiða sig á öryggissveitir Íraka og hefur Bagdad verið skreytt táknum kaþólsku trúarinnar og íslamstrúar. Páfinn mun vera í Írak í þrjá daga og mun hann meðal annars funda með sjíaklerknum Ali al-Sistani, sem er einn æðsti klerkur landsins og er mjög áhrifamikill í íslamstrú. Hann mun einnig biðja í kirkju kristinna í Bagdad þar sem 58 manns voru myrtir af vígamönnum árið 2010. Hann ætlar einnig að heiðra kristna Íraka og boða skilaboð samheldni og sátta, sem AP fréttaveitan segir að geti orðið erfitt. Frans páfi lagði af stað frá Róm í morgun.AP/Gregorio Borgia Aldagamall menningarhópur Páfinn hefur ítrekað ferðast til landa þar sem kristnir eru í minnihluta og hafa jafnvel orðið fyrir fordómum og ofbeldi. Kristnir Írakar eru þar ekki undanskildir en Frans páfi segist lengi hafa dáðst að þessum hópi. Vatíkanið og páfinn hafa lengi krafist þess að þessi hópur sé varðveittur og honum sé tryggt öryggi. Um er að ræða menningarhóp sem spannar tvö árþúsund og inniheldur iðkendur einhverra elstu og fjölbreyttustu trúarbragða í heimi. Kristnir Íraka hafa orðið fyrir fordómum og ofbeldi mörg ár aftur í tímann, löngu fyriri upprisu Íslamska ríkisins eða innrás Bandaríkjanna árið 2003, sem hleypti landinu í óreiðu. Hefur fækkað gífurlega Vitað er til þess að á undanförnum tveimur áratugum hafa minnst milljón kristna Íraka flúið land vegna átaka, samkvæmt frétt AFP fréttaveitunnar frá því í síðasta mánuði. Talið er að um 400 til 250 þúsund manns séu eftir og margir þeirra voru reknir frá heimahögum sínum á Nineveh sléttunum af vígamönnum ISIS sumarið 2015. Þeir fáu sem hafa snúið aftur síðan þá hafa komið að heimilum sínum og kirkjum í rústum. Árið 2003, þegar Saddam Hussein var komið frá völdum, er talið að kristnir Írakar hafi verið um 1,5 milljón talsins, í landi þar sem um 25 milljónir búa. Í dag eru Írakar um 40 milljónir og, eins og áður segir, um 400 til 250 þúsund þeirra eru kristnir. „Þegar ég var 24 ára hafði ég upplifað þrjú stríð,“ sagði einn viðmælandi AFP, Sally Fawzi. Hún og fjölskylda hennar flúðu fyrir áratug og búa nú í Texas í Bandaríkjunum. Um helmingur þeirra sem hefur flúið búa nú í Bandaríkjunum. Einnig búa margir í Kanada, Ástralíu, Noregi og öðrum hlutum Evrópu. Írak Trúmál Páfagarður Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Ráðamenn í Írak segjast ætla að taka páfanum fagnandi og sýna þann árangur sem náðst hefur í að skapa öryggi í landinu. Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar mun páfinn reiða sig á öryggissveitir Íraka og hefur Bagdad verið skreytt táknum kaþólsku trúarinnar og íslamstrúar. Páfinn mun vera í Írak í þrjá daga og mun hann meðal annars funda með sjíaklerknum Ali al-Sistani, sem er einn æðsti klerkur landsins og er mjög áhrifamikill í íslamstrú. Hann mun einnig biðja í kirkju kristinna í Bagdad þar sem 58 manns voru myrtir af vígamönnum árið 2010. Hann ætlar einnig að heiðra kristna Íraka og boða skilaboð samheldni og sátta, sem AP fréttaveitan segir að geti orðið erfitt. Frans páfi lagði af stað frá Róm í morgun.AP/Gregorio Borgia Aldagamall menningarhópur Páfinn hefur ítrekað ferðast til landa þar sem kristnir eru í minnihluta og hafa jafnvel orðið fyrir fordómum og ofbeldi. Kristnir Írakar eru þar ekki undanskildir en Frans páfi segist lengi hafa dáðst að þessum hópi. Vatíkanið og páfinn hafa lengi krafist þess að þessi hópur sé varðveittur og honum sé tryggt öryggi. Um er að ræða menningarhóp sem spannar tvö árþúsund og inniheldur iðkendur einhverra elstu og fjölbreyttustu trúarbragða í heimi. Kristnir Íraka hafa orðið fyrir fordómum og ofbeldi mörg ár aftur í tímann, löngu fyriri upprisu Íslamska ríkisins eða innrás Bandaríkjanna árið 2003, sem hleypti landinu í óreiðu. Hefur fækkað gífurlega Vitað er til þess að á undanförnum tveimur áratugum hafa minnst milljón kristna Íraka flúið land vegna átaka, samkvæmt frétt AFP fréttaveitunnar frá því í síðasta mánuði. Talið er að um 400 til 250 þúsund manns séu eftir og margir þeirra voru reknir frá heimahögum sínum á Nineveh sléttunum af vígamönnum ISIS sumarið 2015. Þeir fáu sem hafa snúið aftur síðan þá hafa komið að heimilum sínum og kirkjum í rústum. Árið 2003, þegar Saddam Hussein var komið frá völdum, er talið að kristnir Írakar hafi verið um 1,5 milljón talsins, í landi þar sem um 25 milljónir búa. Í dag eru Írakar um 40 milljónir og, eins og áður segir, um 400 til 250 þúsund þeirra eru kristnir. „Þegar ég var 24 ára hafði ég upplifað þrjú stríð,“ sagði einn viðmælandi AFP, Sally Fawzi. Hún og fjölskylda hennar flúðu fyrir áratug og búa nú í Texas í Bandaríkjunum. Um helmingur þeirra sem hefur flúið búa nú í Bandaríkjunum. Einnig búa margir í Kanada, Ástralíu, Noregi og öðrum hlutum Evrópu.
Írak Trúmál Páfagarður Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira