Sænska blaðið Sportsbladet greinir frá því að Gautaborg er við það að semja við tvo fyrrum leikmenn liðsins; þá Oscar Wendt og Marcus Berg.
Þeir eru sagðir báðir ganga í raðir sænska félagsins í sumar en Marcus Berg er margreyndur framherji sem hefur spilað í Krasnodar síðan 2019.
AVSLÖJAR: Avtalen klara – Berg och Wendt återvänder till IFK Göteborg https://t.co/j0Bc5rtq9g
— Sportbladet (@sportbladet) March 3, 2021
Hann hefur einnig meðal annars leikið með HSV og Panathiniakos en hann á að baki 82 landsleiki fyrir Svía. Hann er uppalinn hjá Gautaborg.
Oscar Wendt er varnarmaður sem hefur leikið með Gladbach frá árinu 2011 en Berg er sagður fá tveggja ára samning á meðan Wendt fær eins og hálfs árs samning.
Kolbeinn gekk í raðir Gautaborgar í janúar eftir að hafa spilað með AIK síðustu tvö ár.