Milliliður okkar allra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 2. mars 2021 11:32 Það fer misjafnt orð af milliliðum. Sagt hefur verið að gjaldmiðillinn sé milliliður allra milliliða. Hann á að vera okkar allra. En hvernig þjónar krónan því hlutverki að vera milliliður okkar allra? Til þess að svara þeirri spurningu getum við brugðið ýmsum mælikvörðum á loft. Og tilfinningar geta líka skipt máli. Traust á Seðlabankanum mælir ekki beint hvernig gjaldmiðillinn þjónar okkur sem milliliður í viðskiptum. En vaxandi traust á bankanum bendir til þess að þjóðin telji að stjórnendur hans hafi gert allt sem í þeirra valdi stendur. Ég deili því áliti. Þegar við rýnum í hina hefðbundnu mælikvarða, sem sýna hvernig gjaldmiðillinn þjónar okkar, getum við verið þess fullviss að þeir sýna bestu mögulegu niðurstöður, þegar traust til Seðlabankans er mikið. Hefðbundnir mælikvarðar Í þessu ljósi er fróðlegt að skoða þessa hefðbundnu mælikvarða. Vextir eru einn mælikvarði: Um leið og kreppan skall á lækkaði Seðlabankinn stýrivexti verulega. Það voru skynsamleg viðbrögð. Sú ákvörðun hefur náð til húsbyggjenda en ekki til atvinnulífsins. Samt sem greiða húsbyggjendur á Íslandi þrefalt hærri vexti en í grannlöndunum. Einnig má spyrja hversu samkeppnishæft íslenskt atvinnulíf er gagnvart útlöndum með þetta vaxtaumhverfi? Það er að segja litlu og meðalstóru fyrirtækin sem bundin eru við íslensku krónuna. Strax og kreppan skall á lofaði Seðlabankinn einnig að ríkissjóður fengi aðgang að innlendum lánum á viðráðanlegum kjörum. Þannig yrði gengisáhættan engin fyrir ríkissjóð. Það studdi Viðreisn. Við það gátu stjórnvöld hins vegar ekki staðið. Ríkissjóður fjármagnar því kreppuhallann með erlendum lánum og mikilli gengisáhættu. Allar aðrar þjóðir forðast það. Gengi krónunnar er annar mælikvarði: Það hrundi um meir en 13% á síðasta ári. Á sama tíma högguðust gjaldmiðlar nágrannaþjóðanna lítið sem ekkert þó að þær lentu í sömu kreppu. Verðbólgan er þriðji mælikvarðinn: Hún sprengdi efri viðmiðunarmörk peningastefnunnar. Mesta verðbólgan á Evrópska efnahagssvæðinu er nú á Íslandi. Hún er áttföld á við Danmörku. Jafnvel þótt Seðlabankinn hafi gert allt það sem skynsamlegast var að gera í stöðunni erum við í mun verri stöðu en grannþjóðirnar. Af hverju eigum við Íslendingar að sætta okkur við að mikilvægasti milliliðurinn af öllum þeim milliliðum sem þjóna okkur, haldi okkur í þessari fjarlægð frá því sem best gerist hjá öðrum þjóðum? Er gjaldmiðillinn okkar allra? Síðan er það spurningin: Er gjaldmiðillinn okkar allra? Öll stærstu útflutningsfyrirtækin í sjávarútvegi, stóriðju, nýsköpun og ferðaþjónustu nota erlenda gjaldmiðla og taka erlend lán. Stærsta ríkisfyrirtækið, Landsvirkjun, stendur utan krónuhagkerfisins. Þeir sem kaupa nýjan bíl í íslensku bílaumboði til afhendingar eftir einhvern tíma gera í raun út um kaupin í erlendri mynt. Stundum hagnast menn á því og stundum tapa menn. En enginn veit endanlegt kaupverð í íslenskum krónum þegar kaupin eru gerð. Ef bílaumboðin ættu að taka gengisáhættuna myndi álagningin bara hækka. Þegar núverandi ríkisstjórn setti nýlega lög um gjald á fiskeldisfyrirtæki notaði hún verð í evrum sem skattstofn. Hún treysti ekki krónunni. Útgerðir borga hins vegar veiðigjöld í krónum. Þegar útgerðarmaður eykur við fjárfestingu sína fær hann lán á lágum vöxtum í evrum eða dollurum. En sjómenn hans og fiskverkafólk þarf að taka lán á miklu hærri vöxtum í íslenskum krónum þegar það byggir eða stækkar við sig. Minni og meðalstór fyrirtæki eru í sömu stöðu. Þetta eykur á misskiptingu í samfélaginu. Það er því erfitt að halda því fram að krónan sé okkar allra. Hvaða kröfur gerum við til gjaldmiðils okkar allra? Við þurfum gjaldmiðil, sem auðveldar okkar að halda verðbólgu á svipuðu stigi og nágrannalöndin. Við þurfum gjaldmiðil, sem auðveldar okkar að starfa á svipuðu vaxtastigi og nágrannalöndin. Við þurfum gjaldmiðil sem eykur ekki mismunun milli þeirra sem standa innan krónuhagkerfisins og hinna, sem standa utan þess. Við þurfum gjaldmiðil sem eykur samkeppnishæfni alls atvinnulífsins, frá sprotum til stórfyrirtækja. Við þurfum gjaldmiðil, sem unnt er að nota sem viðmið í allri löggjöf. Við þurfum gjaldmiðil, sem eykur líkur á stöðugleika í stað þess að vera uppspretta spennu. Þannig treystum við grunninn og byggjum á tækifærum til framtíðar. Í allra þágu. Höfundur er formaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Íslenska krónan Viðreisn Mest lesið Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Sjá meira
Það fer misjafnt orð af milliliðum. Sagt hefur verið að gjaldmiðillinn sé milliliður allra milliliða. Hann á að vera okkar allra. En hvernig þjónar krónan því hlutverki að vera milliliður okkar allra? Til þess að svara þeirri spurningu getum við brugðið ýmsum mælikvörðum á loft. Og tilfinningar geta líka skipt máli. Traust á Seðlabankanum mælir ekki beint hvernig gjaldmiðillinn þjónar okkur sem milliliður í viðskiptum. En vaxandi traust á bankanum bendir til þess að þjóðin telji að stjórnendur hans hafi gert allt sem í þeirra valdi stendur. Ég deili því áliti. Þegar við rýnum í hina hefðbundnu mælikvarða, sem sýna hvernig gjaldmiðillinn þjónar okkar, getum við verið þess fullviss að þeir sýna bestu mögulegu niðurstöður, þegar traust til Seðlabankans er mikið. Hefðbundnir mælikvarðar Í þessu ljósi er fróðlegt að skoða þessa hefðbundnu mælikvarða. Vextir eru einn mælikvarði: Um leið og kreppan skall á lækkaði Seðlabankinn stýrivexti verulega. Það voru skynsamleg viðbrögð. Sú ákvörðun hefur náð til húsbyggjenda en ekki til atvinnulífsins. Samt sem greiða húsbyggjendur á Íslandi þrefalt hærri vexti en í grannlöndunum. Einnig má spyrja hversu samkeppnishæft íslenskt atvinnulíf er gagnvart útlöndum með þetta vaxtaumhverfi? Það er að segja litlu og meðalstóru fyrirtækin sem bundin eru við íslensku krónuna. Strax og kreppan skall á lofaði Seðlabankinn einnig að ríkissjóður fengi aðgang að innlendum lánum á viðráðanlegum kjörum. Þannig yrði gengisáhættan engin fyrir ríkissjóð. Það studdi Viðreisn. Við það gátu stjórnvöld hins vegar ekki staðið. Ríkissjóður fjármagnar því kreppuhallann með erlendum lánum og mikilli gengisáhættu. Allar aðrar þjóðir forðast það. Gengi krónunnar er annar mælikvarði: Það hrundi um meir en 13% á síðasta ári. Á sama tíma högguðust gjaldmiðlar nágrannaþjóðanna lítið sem ekkert þó að þær lentu í sömu kreppu. Verðbólgan er þriðji mælikvarðinn: Hún sprengdi efri viðmiðunarmörk peningastefnunnar. Mesta verðbólgan á Evrópska efnahagssvæðinu er nú á Íslandi. Hún er áttföld á við Danmörku. Jafnvel þótt Seðlabankinn hafi gert allt það sem skynsamlegast var að gera í stöðunni erum við í mun verri stöðu en grannþjóðirnar. Af hverju eigum við Íslendingar að sætta okkur við að mikilvægasti milliliðurinn af öllum þeim milliliðum sem þjóna okkur, haldi okkur í þessari fjarlægð frá því sem best gerist hjá öðrum þjóðum? Er gjaldmiðillinn okkar allra? Síðan er það spurningin: Er gjaldmiðillinn okkar allra? Öll stærstu útflutningsfyrirtækin í sjávarútvegi, stóriðju, nýsköpun og ferðaþjónustu nota erlenda gjaldmiðla og taka erlend lán. Stærsta ríkisfyrirtækið, Landsvirkjun, stendur utan krónuhagkerfisins. Þeir sem kaupa nýjan bíl í íslensku bílaumboði til afhendingar eftir einhvern tíma gera í raun út um kaupin í erlendri mynt. Stundum hagnast menn á því og stundum tapa menn. En enginn veit endanlegt kaupverð í íslenskum krónum þegar kaupin eru gerð. Ef bílaumboðin ættu að taka gengisáhættuna myndi álagningin bara hækka. Þegar núverandi ríkisstjórn setti nýlega lög um gjald á fiskeldisfyrirtæki notaði hún verð í evrum sem skattstofn. Hún treysti ekki krónunni. Útgerðir borga hins vegar veiðigjöld í krónum. Þegar útgerðarmaður eykur við fjárfestingu sína fær hann lán á lágum vöxtum í evrum eða dollurum. En sjómenn hans og fiskverkafólk þarf að taka lán á miklu hærri vöxtum í íslenskum krónum þegar það byggir eða stækkar við sig. Minni og meðalstór fyrirtæki eru í sömu stöðu. Þetta eykur á misskiptingu í samfélaginu. Það er því erfitt að halda því fram að krónan sé okkar allra. Hvaða kröfur gerum við til gjaldmiðils okkar allra? Við þurfum gjaldmiðil, sem auðveldar okkar að halda verðbólgu á svipuðu stigi og nágrannalöndin. Við þurfum gjaldmiðil, sem auðveldar okkar að starfa á svipuðu vaxtastigi og nágrannalöndin. Við þurfum gjaldmiðil sem eykur ekki mismunun milli þeirra sem standa innan krónuhagkerfisins og hinna, sem standa utan þess. Við þurfum gjaldmiðil sem eykur samkeppnishæfni alls atvinnulífsins, frá sprotum til stórfyrirtækja. Við þurfum gjaldmiðil, sem unnt er að nota sem viðmið í allri löggjöf. Við þurfum gjaldmiðil, sem eykur líkur á stöðugleika í stað þess að vera uppspretta spennu. Þannig treystum við grunninn og byggjum á tækifærum til framtíðar. Í allra þágu. Höfundur er formaður Viðreisnar.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun