Kvíði og hræðsla eðlileg viðbrögð við jarðhræringum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. mars 2021 20:20 Mikil skjálftavirkni hefur verið á Reykjanesskaga að undanförnu og hafa skjálftar fundist víða á suðvesturhorninu. Vísir/Vilhelm Sálfræðingur segir kvíða og hræðslu vegna jarðhræringa vera ósköp eðlileg viðbrögð við jarðhræringum eins og þeim sem hafa verið á Reykjanesskaga upp á síðkastið, og fundist víðar um land. Sálfræðingur segir kvíða og hræðslu vegna jarðhræringa vera ósköp eðlileg viðbrögð við jarðhræringum eins og þeim sem hafa verið á Reykjanesskaga upp á síðkastið, og fundist víðar um land. „Við erum óvön því að jörðin sé að skekjast svona, þannig að það er eðlilegt að við finnum fyrir þessari óttatilfinningu,“ segir Anna Sigríður Jökulsdóttir, sálfræðingur hjá Kvíðameðferðarstöðinni. Hún var til viðtals í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Anna Sigríður segir að óttatilfinning vegna skjálftanna geti stafað af því að kvíðaviðbragð sé að kvikna hjá fólki, enda sé það óvant jarðhræringum sem þessum. „Það er í raun vírað í okkur að það kviknar þegar eitthvað óvanalegt er að gerast, eða það er líklegt að eitthvað sem hefur áhrif á velferð okkar gæti verið að gerast. Hins vegar þá er kvíðaviðbragðið sjálft ekkert hættulegt, það er bara óþægilegt,“ segir Anna Sigríður. Anna Sigríður segir þá það að bregðast við eins og meiri hætta sé á ferðum en raunverulega er geti valdið aukinni óþæginda- eða kvíðatilfinningu. „Því þá fer óttaviðbragðið okkar kannski að virkjast í tíma og ótíma því heilinn heldur þá í raun og veru að það sé svona mikil hætta á ferðum,“ segir Anna Sigríður. Mikilvægt að taka á kvíða barnanna Anna Sigríður telur þá mikilvægt fyrir kvíða barna vegna jarðhræringa að fullorðið fólk bregðist við í samræmi við hvað er að gerast. „Þegar það eru skjálftar sem hrista hér aðeins og það er ekki ástæða til að bregðast neitt meira við heldur en að bíða það af sér, þá er mikilvægt að segja þeim það.“ Hún segist þá telja gott að spyrja börnin hvað þau séu raunverulega hrædd um að gerist, þar sem ótti barna snúi stundum að einhverju sem getur ekki eða mun ekki gerast. Gott sé að gera börnum grein fyrir því að þau séu jafn örugg í skólanum og heima. „Það er brugðist við eins og þarf að gera, hvort sem þau eru þar eða heima hjá sér. Þau halda kannski að jörðin sé að gera eitthvað sem hún er ekki að gera. Það er mikilvægt að vita hvað það er sem þau eru hrædd um,“ segir Anna Sigríður. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Geðheilbrigði Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Sálfræðingur segir kvíða og hræðslu vegna jarðhræringa vera ósköp eðlileg viðbrögð við jarðhræringum eins og þeim sem hafa verið á Reykjanesskaga upp á síðkastið, og fundist víðar um land. „Við erum óvön því að jörðin sé að skekjast svona, þannig að það er eðlilegt að við finnum fyrir þessari óttatilfinningu,“ segir Anna Sigríður Jökulsdóttir, sálfræðingur hjá Kvíðameðferðarstöðinni. Hún var til viðtals í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Anna Sigríður segir að óttatilfinning vegna skjálftanna geti stafað af því að kvíðaviðbragð sé að kvikna hjá fólki, enda sé það óvant jarðhræringum sem þessum. „Það er í raun vírað í okkur að það kviknar þegar eitthvað óvanalegt er að gerast, eða það er líklegt að eitthvað sem hefur áhrif á velferð okkar gæti verið að gerast. Hins vegar þá er kvíðaviðbragðið sjálft ekkert hættulegt, það er bara óþægilegt,“ segir Anna Sigríður. Anna Sigríður segir þá það að bregðast við eins og meiri hætta sé á ferðum en raunverulega er geti valdið aukinni óþæginda- eða kvíðatilfinningu. „Því þá fer óttaviðbragðið okkar kannski að virkjast í tíma og ótíma því heilinn heldur þá í raun og veru að það sé svona mikil hætta á ferðum,“ segir Anna Sigríður. Mikilvægt að taka á kvíða barnanna Anna Sigríður telur þá mikilvægt fyrir kvíða barna vegna jarðhræringa að fullorðið fólk bregðist við í samræmi við hvað er að gerast. „Þegar það eru skjálftar sem hrista hér aðeins og það er ekki ástæða til að bregðast neitt meira við heldur en að bíða það af sér, þá er mikilvægt að segja þeim það.“ Hún segist þá telja gott að spyrja börnin hvað þau séu raunverulega hrædd um að gerist, þar sem ótti barna snúi stundum að einhverju sem getur ekki eða mun ekki gerast. Gott sé að gera börnum grein fyrir því að þau séu jafn örugg í skólanum og heima. „Það er brugðist við eins og þarf að gera, hvort sem þau eru þar eða heima hjá sér. Þau halda kannski að jörðin sé að gera eitthvað sem hún er ekki að gera. Það er mikilvægt að vita hvað það er sem þau eru hrædd um,“ segir Anna Sigríður.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Geðheilbrigði Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira