Virðist það hafa verið hefndaraðgerð að fella líka tillögu stjórnar KSÍ Sindri Sverrisson skrifar 1. mars 2021 16:03 Viðar Halldórsson fór yfir hlutina með Rikka G í Kaplakrika í dag. Stöð 2 „Þetta eru ákveðin vonbrigði,“ segir Viðar Halldórsson, formaður FH, um þá niðurstöðu að ekki verði breyting á fyrirkomulaginu í efstu deild karla í fótbolta að sinni. Viðar vildi líkt og fleiri forkólfar félaga í efstu deild sjá tillögu stjórnar KSÍ samþykkta, um áframhaldandi 12 liða deild en að viðbættri úrslitakeppni. Sú tillaga náði ekki 2/3 hluta atkvæða, ekki frekar en tillaga Fram um 14 liða efstu deild. „Það sem við viljum flestir er að fá fleiri leiki yfir sumarið, og með þessari tillögu KSÍ hefði gæðum leikjanna heldur ekki hrakað. Tillaga Fram hefði fjölgað leikjum einnig, en þar hefði magnið aukist en ekki gæðin. Í mínum huga var það ekki það sem þurfti,“ segir Viðar í viðtali við Ríkharð Óskar Guðnason sem sjá má hér að neðan. Klippa: Viðar Halldórsson eftir ársþing KSÍ Aðspurður hvað kæmi til að tillaga stjórnar KSÍ hefði ekki verið samþykkt, hvort undirbúningurinn hefði ekki verið nægur, svarar Viðar: „Já, ég held að maður verði að segja að undirbúningurinn var ekki nægjanlegur. Svo held ég að vonbrigðin með að 14 liða tillagan skyldi ekki ná í gegn hafi haft áhrif á að hin tillagan næði ekki í gegn, þrátt fyrir að allir á þinginu segðu að það væri nauðsynlegt fyrir íslenskan fótbolta að auka fjölda leikja. Það hafi verið hálfgerð hefndaraðgerð að fella hina tillöguna líka,“ segir Viðar. Nú er ljóst að keppnisfyrirkomulagið verður óbreytt á komandi tímabili og væntanlega einnig árið 2022, þrátt fyrir að langflestir vilji fjölga leikjum. Telur Viðar að taka þurfi málið úr höndum félaganna? „Ég held að það sé alveg ljóst á því hvernig tillaga KSÍ fór að 90 prósent félaga í efstu deild hafi viljað þessa tillögu. Ég myndi skjóta á það. En þá er það hinn hluti þingsins sem af einhverjum orsökum segir nei. Ég held að það sé alveg ljóst að lögin og þær reglugerðir sem við vinnum eftir séu orðnar barn síns tíma og það þurfi virkilega að skoða þær. Ég held að þetta þing sýni það,“ segir Viðar. Pepsi Max-deild karla KSÍ FH Tengdar fréttir Engin breyting var versta niðurstaðan „Það er hagsmunamál fyrir leikmenn að fá fleiri leiki sem skipta máli. Þeir sinna fótboltanum allan ársins hring,“ segir Arnar Sveinn Geirsson, forseti Leikmannasamtaka Íslands, nú þegar ljóst er að ekki verða breytingar á Pepsi Max-deild karla í fótbolta að sinni. 1. mars 2021 13:02 Báðar tillögurnar felldar og áfram tólf liða efsta deild karla með tvöfaldri umferð Hvorki tillaga starfshóps KSÍ eða Fram um breytingu á efstu deild karla náðu í gegn. Þetta var staðfest á ársþingi KSÍ sem fer fram með rafrænum hætti í dag. 27. febrúar 2021 15:24 Svona var 75. ársþing KSÍ Í dag fór fram ársþing KSÍ en vegna samkomutakmarkanna vegna kórónuveirunnar fer þingið í ár fram rafrænt. 27. febrúar 2021 12:31 Mest lesið „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Íslenski boltinn Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Íslenski boltinn Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig Íslenski boltinn Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Íslenski boltinn Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Íslenski boltinn Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Golf Arnór fái um hundrað og sextíu milljónir fyrir að skrifa nafn sitt Fótbolti KSÍ fær styrk á ný en HSÍ fær langmest Fótbolti Fékk beint rautt fyrir sprenghlægilegan fávitaskap Fótbolti Brotið bein og Albert gæti misst af Kósovó og Víkingi Fótbolti Fleiri fréttir „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ FH safnaði yfir tveimur milljónum fyrir Píeta samtökin Grótta laus úr banni FIFA Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Sjá meira
Viðar vildi líkt og fleiri forkólfar félaga í efstu deild sjá tillögu stjórnar KSÍ samþykkta, um áframhaldandi 12 liða deild en að viðbættri úrslitakeppni. Sú tillaga náði ekki 2/3 hluta atkvæða, ekki frekar en tillaga Fram um 14 liða efstu deild. „Það sem við viljum flestir er að fá fleiri leiki yfir sumarið, og með þessari tillögu KSÍ hefði gæðum leikjanna heldur ekki hrakað. Tillaga Fram hefði fjölgað leikjum einnig, en þar hefði magnið aukist en ekki gæðin. Í mínum huga var það ekki það sem þurfti,“ segir Viðar í viðtali við Ríkharð Óskar Guðnason sem sjá má hér að neðan. Klippa: Viðar Halldórsson eftir ársþing KSÍ Aðspurður hvað kæmi til að tillaga stjórnar KSÍ hefði ekki verið samþykkt, hvort undirbúningurinn hefði ekki verið nægur, svarar Viðar: „Já, ég held að maður verði að segja að undirbúningurinn var ekki nægjanlegur. Svo held ég að vonbrigðin með að 14 liða tillagan skyldi ekki ná í gegn hafi haft áhrif á að hin tillagan næði ekki í gegn, þrátt fyrir að allir á þinginu segðu að það væri nauðsynlegt fyrir íslenskan fótbolta að auka fjölda leikja. Það hafi verið hálfgerð hefndaraðgerð að fella hina tillöguna líka,“ segir Viðar. Nú er ljóst að keppnisfyrirkomulagið verður óbreytt á komandi tímabili og væntanlega einnig árið 2022, þrátt fyrir að langflestir vilji fjölga leikjum. Telur Viðar að taka þurfi málið úr höndum félaganna? „Ég held að það sé alveg ljóst á því hvernig tillaga KSÍ fór að 90 prósent félaga í efstu deild hafi viljað þessa tillögu. Ég myndi skjóta á það. En þá er það hinn hluti þingsins sem af einhverjum orsökum segir nei. Ég held að það sé alveg ljóst að lögin og þær reglugerðir sem við vinnum eftir séu orðnar barn síns tíma og það þurfi virkilega að skoða þær. Ég held að þetta þing sýni það,“ segir Viðar.
Pepsi Max-deild karla KSÍ FH Tengdar fréttir Engin breyting var versta niðurstaðan „Það er hagsmunamál fyrir leikmenn að fá fleiri leiki sem skipta máli. Þeir sinna fótboltanum allan ársins hring,“ segir Arnar Sveinn Geirsson, forseti Leikmannasamtaka Íslands, nú þegar ljóst er að ekki verða breytingar á Pepsi Max-deild karla í fótbolta að sinni. 1. mars 2021 13:02 Báðar tillögurnar felldar og áfram tólf liða efsta deild karla með tvöfaldri umferð Hvorki tillaga starfshóps KSÍ eða Fram um breytingu á efstu deild karla náðu í gegn. Þetta var staðfest á ársþingi KSÍ sem fer fram með rafrænum hætti í dag. 27. febrúar 2021 15:24 Svona var 75. ársþing KSÍ Í dag fór fram ársþing KSÍ en vegna samkomutakmarkanna vegna kórónuveirunnar fer þingið í ár fram rafrænt. 27. febrúar 2021 12:31 Mest lesið „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Íslenski boltinn Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Íslenski boltinn Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig Íslenski boltinn Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Íslenski boltinn Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Íslenski boltinn Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Golf Arnór fái um hundrað og sextíu milljónir fyrir að skrifa nafn sitt Fótbolti KSÍ fær styrk á ný en HSÍ fær langmest Fótbolti Fékk beint rautt fyrir sprenghlægilegan fávitaskap Fótbolti Brotið bein og Albert gæti misst af Kósovó og Víkingi Fótbolti Fleiri fréttir „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ FH safnaði yfir tveimur milljónum fyrir Píeta samtökin Grótta laus úr banni FIFA Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Sjá meira
Engin breyting var versta niðurstaðan „Það er hagsmunamál fyrir leikmenn að fá fleiri leiki sem skipta máli. Þeir sinna fótboltanum allan ársins hring,“ segir Arnar Sveinn Geirsson, forseti Leikmannasamtaka Íslands, nú þegar ljóst er að ekki verða breytingar á Pepsi Max-deild karla í fótbolta að sinni. 1. mars 2021 13:02
Báðar tillögurnar felldar og áfram tólf liða efsta deild karla með tvöfaldri umferð Hvorki tillaga starfshóps KSÍ eða Fram um breytingu á efstu deild karla náðu í gegn. Þetta var staðfest á ársþingi KSÍ sem fer fram með rafrænum hætti í dag. 27. febrúar 2021 15:24
Svona var 75. ársþing KSÍ Í dag fór fram ársþing KSÍ en vegna samkomutakmarkanna vegna kórónuveirunnar fer þingið í ár fram rafrænt. 27. febrúar 2021 12:31