Telma og Unnur til Sendiráðsins Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. mars 2021 11:51 Unnur Ösp Ásgrímsdóttir hefur verið ráðin sem yfirmaður stafrænnar notendaupplifunar og Telma Hrönn Númadóttir er nýr verkefnastjóri hjá Sendiráðinu. Aðsend Tveir sérfræðingar hafa bæst í hópinn hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Sendiráðinu, á sviði notendaupplifunar annars vegar en verkefnastýringar hins vegar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sendiráðinu. Unnur Ösp Ásgrímsdóttir hefur verið ráðin sem yfirmaður stafrænnar notendaupplifunar hjá Sendiráðinu. Helstu verkefni Unnar verða að stýra ráðgjafateymi Sendiráðsins og aðstoða við innleiðingu á Design Thinking hugmyndafræðinni hjá samstarfsaðilum Sendiráðsins. Unnur Ösp er með MSc. í verkfræði frá Álaborgarháskóla í Danmörku og hefur gengt ýmsum störfum tengt notendaupplifun og nú síðast leiddi hún teymi á sviði notendaupplifunar hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Tempo. „Ég er spennt að koma inn í öflugt teymi hjá Sendiráðinu. Mín sýn er að þarfagreining og notendaupplifun séu lykilþættir í þróunarferli verkefna og fjárfesting í þeirri vinnu skilar sér margfallt til baka.“ segir Unnur Ösp. Telma Hrönn Númadóttir, nýr verkefnastjóri hjá Sendiráðinu, er með MPM gráðu í Verkefnastjórnun frá Háskólanum í Reykjavík. Áður en hún hóf störf hjá Sendiráðinu hefur Telma meðal annars unnið fyrir Activity Stream, Wuxi NextCode og Háskólann í Reykjavík. Meðal verkefna Telmu verður utanumhald og verkefnastýring á þeim fjölmörgu hugbúnaðarverkefnum sem Sendiráðið þróar fyrir samstarfsaðila sína. „Ég tel að mín þekking og reynsla af bæði verkefna- og vörustýringu eigi eftir að skila sér vel til samstarfsaðila Sendiráðsins,“ segir Telma Hrönn. „Það er mikill fengur að þessum liðstyrk enda búa þær yfir mikilli þekkingu á hugbúnaðarþróun og á sama tíma er ánægjulegt að bæta kynjahlutfall fyrirtækisins sem í dag er að fjórðungi konur. Lukkulega eru konur sífellt að færa sig meira inn á þetta svið og er okkar markmið að minnka kynjabilið enn frekar í nánustu framtíð,” segir Hrafn Ingvarsson, framkvæmdastjóri Sendiráðsins. Vistaskipti Mest lesið Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Ertu þremur mínútum frá draumastarfinu? Samstarf Fleiri fréttir Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Sjá meira
Unnur Ösp Ásgrímsdóttir hefur verið ráðin sem yfirmaður stafrænnar notendaupplifunar hjá Sendiráðinu. Helstu verkefni Unnar verða að stýra ráðgjafateymi Sendiráðsins og aðstoða við innleiðingu á Design Thinking hugmyndafræðinni hjá samstarfsaðilum Sendiráðsins. Unnur Ösp er með MSc. í verkfræði frá Álaborgarháskóla í Danmörku og hefur gengt ýmsum störfum tengt notendaupplifun og nú síðast leiddi hún teymi á sviði notendaupplifunar hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Tempo. „Ég er spennt að koma inn í öflugt teymi hjá Sendiráðinu. Mín sýn er að þarfagreining og notendaupplifun séu lykilþættir í þróunarferli verkefna og fjárfesting í þeirri vinnu skilar sér margfallt til baka.“ segir Unnur Ösp. Telma Hrönn Númadóttir, nýr verkefnastjóri hjá Sendiráðinu, er með MPM gráðu í Verkefnastjórnun frá Háskólanum í Reykjavík. Áður en hún hóf störf hjá Sendiráðinu hefur Telma meðal annars unnið fyrir Activity Stream, Wuxi NextCode og Háskólann í Reykjavík. Meðal verkefna Telmu verður utanumhald og verkefnastýring á þeim fjölmörgu hugbúnaðarverkefnum sem Sendiráðið þróar fyrir samstarfsaðila sína. „Ég tel að mín þekking og reynsla af bæði verkefna- og vörustýringu eigi eftir að skila sér vel til samstarfsaðila Sendiráðsins,“ segir Telma Hrönn. „Það er mikill fengur að þessum liðstyrk enda búa þær yfir mikilli þekkingu á hugbúnaðarþróun og á sama tíma er ánægjulegt að bæta kynjahlutfall fyrirtækisins sem í dag er að fjórðungi konur. Lukkulega eru konur sífellt að færa sig meira inn á þetta svið og er okkar markmið að minnka kynjabilið enn frekar í nánustu framtíð,” segir Hrafn Ingvarsson, framkvæmdastjóri Sendiráðsins.
Vistaskipti Mest lesið Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Ertu þremur mínútum frá draumastarfinu? Samstarf Fleiri fréttir Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Sjá meira