Allir 1.097 gestirnir fengið sömu þjónustu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. mars 2021 10:28 Gylfi Þór Þórsteinsson í Farsóttarhúsinu við Rauðarárstíg. Vísir/Vilhelm Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður farsóttarhúsanna, segir stoltur af starfinu sem unnið hefur verið í Farsóttarhúsinu á Rauðarárstíg undanfarið ár. Ljóst sé að úrræðið hafi virkað vel en í húsinu hefur verið að finna þau afbrigði kórónuveirunnar sem eru mest smitandi. Gylfi Þór gerir upp eitt ár frá því hann var ráðinn til að stýra farsóttarhúsum 1. mars 2020. 1097 gestir hafa dvalið í húsunum og rúmlega helmingur eða 525 hafa verið sýktir af Covid-19. Töluvert fleiri en lagst hafa inn á Landspítalann vegna veirunnar, 327. „Enn þá hefur enginn starfsmaður eða sjálfboðaliði veikst hjá okkur eða þurft að fara í sóttkví vegna vinnunnar í farsóttarhúsi. Bæði vegna þess hve heppin við höfum verið en líka vegna þess hversu alvarlega við sinnum sóttvörnum hjá okkur.“ Alls konar fólk hafi dvalið í húsinu. „Við höfum á þessu ári verið með fólk sem hefur misst maka vegna veirunnar, misst ættingja vegna slysa og þurft að koma til landsins, fólk sem flýr stríðsátök í heimalandi sínu, flóttamenn, ferðamenn og hinn almenna Íslending. Við höfum verið með farósttarhús fyrir jaðaðarsetta einstaklinga, fólkið okkar sem er heimilislaust eða í virkri neyslu,“ segir Gylfi Þór. Allir hafi fengið sömu þjónustu hvort sem þeir voru lagðir inn af rakningarteyminu, Covid-göngudeildinni, félagsmálayfirvöldum eða komu í fylgd lögreglu. „Þegar mest var voru 110 manns í húsum okkar en í dag erum við með fimm, þar af fjóra sýkta af Covid. Þetta hefur verið lærdómsríkt ár, þetta hefur verið sorglegt, þetta hefur verið skemmtilegt og þetta hefur reynt á.“ Ljóst sé að farsóttarhúsin hafi virkað vel. „Við höfum hýst fólk með afbrigði veirunnar sem hafa ekki greinst á landinu, sökum skimana í Leifsstöð, við erum staðurinn þar sem þau afbrigði verða sem eru mest smitandi.“ Hann segir tugi sjálfboðaliða Rauða krossins hafa veitt ómetanlega aðstoð. Þá hafi starfsfólk Íslandshótela, Securitas og Sólar, ásamt sjö starfsmönnum Rauða krossins sem ráðin voru í þetta verkefni, lagt sig fram meira en hægt er að ætlast til. Fyrir það beri að þakka. „Ég er stoltur af starfi okkar og stoltur að hafa fengið að vinna með svona ótrúlegu fólki.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Sjá meira
Gylfi Þór gerir upp eitt ár frá því hann var ráðinn til að stýra farsóttarhúsum 1. mars 2020. 1097 gestir hafa dvalið í húsunum og rúmlega helmingur eða 525 hafa verið sýktir af Covid-19. Töluvert fleiri en lagst hafa inn á Landspítalann vegna veirunnar, 327. „Enn þá hefur enginn starfsmaður eða sjálfboðaliði veikst hjá okkur eða þurft að fara í sóttkví vegna vinnunnar í farsóttarhúsi. Bæði vegna þess hve heppin við höfum verið en líka vegna þess hversu alvarlega við sinnum sóttvörnum hjá okkur.“ Alls konar fólk hafi dvalið í húsinu. „Við höfum á þessu ári verið með fólk sem hefur misst maka vegna veirunnar, misst ættingja vegna slysa og þurft að koma til landsins, fólk sem flýr stríðsátök í heimalandi sínu, flóttamenn, ferðamenn og hinn almenna Íslending. Við höfum verið með farósttarhús fyrir jaðaðarsetta einstaklinga, fólkið okkar sem er heimilislaust eða í virkri neyslu,“ segir Gylfi Þór. Allir hafi fengið sömu þjónustu hvort sem þeir voru lagðir inn af rakningarteyminu, Covid-göngudeildinni, félagsmálayfirvöldum eða komu í fylgd lögreglu. „Þegar mest var voru 110 manns í húsum okkar en í dag erum við með fimm, þar af fjóra sýkta af Covid. Þetta hefur verið lærdómsríkt ár, þetta hefur verið sorglegt, þetta hefur verið skemmtilegt og þetta hefur reynt á.“ Ljóst sé að farsóttarhúsin hafi virkað vel. „Við höfum hýst fólk með afbrigði veirunnar sem hafa ekki greinst á landinu, sökum skimana í Leifsstöð, við erum staðurinn þar sem þau afbrigði verða sem eru mest smitandi.“ Hann segir tugi sjálfboðaliða Rauða krossins hafa veitt ómetanlega aðstoð. Þá hafi starfsfólk Íslandshótela, Securitas og Sólar, ásamt sjö starfsmönnum Rauða krossins sem ráðin voru í þetta verkefni, lagt sig fram meira en hægt er að ætlast til. Fyrir það beri að þakka. „Ég er stoltur af starfi okkar og stoltur að hafa fengið að vinna með svona ótrúlegu fólki.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Sjá meira