Safn um sögu skipsstranda verði í gömlum sveitabæ í Meðallandi Kristján Már Unnarsson skrifar 28. febrúar 2021 21:08 Vera Roth, verkefnastjóri Kirkjubæjarstofu, við bæinn að Hnausum í Meðallandi. Einar Árnason Skaftfellingar vilja taka fornfræg bæjarhús að Hnausum í Skaftárhreppi undir safn um sögu skipsstranda. Strandlengjan úti fyrir Meðallandi var illræmd fyrr á tímum sökum tíðra skipsskaða. Síðasti bóndinn á Hnausum, Vilhjálmur Eyjólfsson, lést árið 2016 og arfleiddi Landgræðsluna að jörðinni. Starfsmenn Kirkjubæjarstofu, þær Lilja Magnúsdóttir og Vera Roth, segja Skaftfellinga vilja gæða gömlu bæjarhúsin lífi á ný, þau elstu eru talin hafa verið risin þegar Eldhraunið rann árið 1783. Lilja Magnúsdóttir er kynningarfulltrúi Skaftárhrepps.Einar Árnason „Þannig að fólk hefur setið þarna í baðstofunni og horft á hraunið nálgast,“ segir Lilja Magnúsdóttir í fréttum Stöðvar 2 en hún er kynningarfulltrúi Skaftárhrepps. En gömlu húsin gegndu einnig því hlutverki að hýsa skipbrotsmenn. „Við viljum í samvinnu við Landgræðsluna setja hér á fót strandminjasafn,“ segir Vera Roth, sem er verkefnastjóri Kirkjubæjarstofu. Þær sjá einnig fyrir sér safn um sögu íslensks menningarheimilis, Vilhjálms og foreldra hans. Vilhjálmur Eyjólfsson, bóndi á Hnausum. Hann lést árið 2016.Atli Rúnar Halldórsson „Við viljum segja frá sögu hans og fjölskyldunnar. Þetta var svona menningarheimili,“ segir Lilja. „Jörðin er nátengd sögu skipsstranda,“ segir Vera en nánar má lesa um það á vefnum Eldsveitir. Þannig eru margir innanstokksmunir á Hnausum úr strönduðum skipum. „Ég mundi segja að þetta var í raun einkennandi fyrir skaftfellska bæi, að þú finnur strandgóss nánast á hverjum bæ,“ segir Vera. Séð yfir bæjarhúsin á Hnausum. Eldhraun og Eldvatn í baksýn. Jörðin er einnig þekkt fyrir brautryðjendastarf á sviði landgræðslu.Einar Árnason Bara í hreppsstjóratíð Eyjólfs Eyjólfssonar, föður Vilhjálms, urðu sextíu skipsskaðar úti fyrir Meðallandi. „Hún er átakasaga. Hún er áhrifarík. Og við teljum að það skipti miklu máli að varðveita hana því að henni er ekki haldið á lofti í dag,“ segir Vera Roth. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Nánar er sagt frá Hnausum í þættinum Um land allt, sem er á dagskrá Stöðvar 2 annaðkvöld, mánudagskvöld, og fjallar um Meðalland. Hér má sjá kynningarstiklu þáttarins: Skaftárhreppur Söfn Um land allt Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira
Síðasti bóndinn á Hnausum, Vilhjálmur Eyjólfsson, lést árið 2016 og arfleiddi Landgræðsluna að jörðinni. Starfsmenn Kirkjubæjarstofu, þær Lilja Magnúsdóttir og Vera Roth, segja Skaftfellinga vilja gæða gömlu bæjarhúsin lífi á ný, þau elstu eru talin hafa verið risin þegar Eldhraunið rann árið 1783. Lilja Magnúsdóttir er kynningarfulltrúi Skaftárhrepps.Einar Árnason „Þannig að fólk hefur setið þarna í baðstofunni og horft á hraunið nálgast,“ segir Lilja Magnúsdóttir í fréttum Stöðvar 2 en hún er kynningarfulltrúi Skaftárhrepps. En gömlu húsin gegndu einnig því hlutverki að hýsa skipbrotsmenn. „Við viljum í samvinnu við Landgræðsluna setja hér á fót strandminjasafn,“ segir Vera Roth, sem er verkefnastjóri Kirkjubæjarstofu. Þær sjá einnig fyrir sér safn um sögu íslensks menningarheimilis, Vilhjálms og foreldra hans. Vilhjálmur Eyjólfsson, bóndi á Hnausum. Hann lést árið 2016.Atli Rúnar Halldórsson „Við viljum segja frá sögu hans og fjölskyldunnar. Þetta var svona menningarheimili,“ segir Lilja. „Jörðin er nátengd sögu skipsstranda,“ segir Vera en nánar má lesa um það á vefnum Eldsveitir. Þannig eru margir innanstokksmunir á Hnausum úr strönduðum skipum. „Ég mundi segja að þetta var í raun einkennandi fyrir skaftfellska bæi, að þú finnur strandgóss nánast á hverjum bæ,“ segir Vera. Séð yfir bæjarhúsin á Hnausum. Eldhraun og Eldvatn í baksýn. Jörðin er einnig þekkt fyrir brautryðjendastarf á sviði landgræðslu.Einar Árnason Bara í hreppsstjóratíð Eyjólfs Eyjólfssonar, föður Vilhjálms, urðu sextíu skipsskaðar úti fyrir Meðallandi. „Hún er átakasaga. Hún er áhrifarík. Og við teljum að það skipti miklu máli að varðveita hana því að henni er ekki haldið á lofti í dag,“ segir Vera Roth. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Nánar er sagt frá Hnausum í þættinum Um land allt, sem er á dagskrá Stöðvar 2 annaðkvöld, mánudagskvöld, og fjallar um Meðalland. Hér má sjá kynningarstiklu þáttarins:
Skaftárhreppur Söfn Um land allt Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira