Gummi Ben um City: „Eins og aðallið væri að spila á móti öðrum flokki á æfingu“ Anton Ingi Leifsson skrifar 27. febrúar 2021 09:01 City fagna í Búdapest, þar sem fyrri leikurinn fór fram. Manchester City FC/Getty Guðmundur Benediktsson, knattspyrnulýsandi og -spekingur, segir að yfirburðir Manchester City gegn Borussia Mönchengladbach í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar fyrr í vikunni hafi verið rosalegir. Gummi Ben var gestur þeirra Henry og Rikka Gje í hlaðvarpsþættinum Sportinu í dag þar sem strákarnir gerðu upp Meistaradeildinni í vikku. Rikki sá ekki leik City og Borussia og Gummi lýsti honum á þennan hátt: „Ég skal segja þér nákvæmlega hvernig þessi leikur var því ég horfði á þennan leik líka. Þetta var í alvöru eins og aðallið væri að spila á móti öðrum flokki á æfingu í að halda bolta og það væri ekki mörk,“ sagði Gummi og hélt áfram. „Yfirburðirnir voru svo miklir. Þeir héldu boltanum út í eitt og þeir skoruðu þetta mark í fyrri hálfleik. Þeir voru léttir. Þetta var eins þægilegt og það verður en þeir voru stálheppnir hins vegar að fá ekki á sig mark með síðustu spyrnu leiksins þar sem Borussia hefði getað minnkað muninn. Ekki að það hefði skipt neinu máli fyrir síðari hálfleikinn.“ „Ég er sammála þér Rikki að City þurfti ekki að gera allt sitt en þeir gerðu alveg nóg og tilfinning var að ef Mönchengladbach myndi vera með einhverja stæla þá myndu City finna þrjá til fjóra gíra í viðbót og búmm, búmm, búmm.“ Gummi segir að hann hafi þrjú lið í huga hvað varðar að vinna Meistaradeildina. „Við töluðum um Bayern áðan sem að enginn skal afskrifa. Það er eitt af þessum liðum sem maður myndi nefna. París, ég held að þeir hafi leikmennina í þetta - en þeir þekkja það ekki að vinna með þessa leikmenn. Þeir fara til Barcelona og vinna 4-1, þó að Barcelona sé ekki sama Barcelona og við höfum séð. Þeir senda ákveðinn skilaboð.“ „Þetta eru þessi þrjú lið sem maður lítur til. Það er Bayern, PSG og City eins og staðan er í dag,“ bætti Gummi við. Umræðuna má heyra eftir rúmar þrettán mínútur. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play. Meistaradeild Evrópu Sportið í dag Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
Gummi Ben var gestur þeirra Henry og Rikka Gje í hlaðvarpsþættinum Sportinu í dag þar sem strákarnir gerðu upp Meistaradeildinni í vikku. Rikki sá ekki leik City og Borussia og Gummi lýsti honum á þennan hátt: „Ég skal segja þér nákvæmlega hvernig þessi leikur var því ég horfði á þennan leik líka. Þetta var í alvöru eins og aðallið væri að spila á móti öðrum flokki á æfingu í að halda bolta og það væri ekki mörk,“ sagði Gummi og hélt áfram. „Yfirburðirnir voru svo miklir. Þeir héldu boltanum út í eitt og þeir skoruðu þetta mark í fyrri hálfleik. Þeir voru léttir. Þetta var eins þægilegt og það verður en þeir voru stálheppnir hins vegar að fá ekki á sig mark með síðustu spyrnu leiksins þar sem Borussia hefði getað minnkað muninn. Ekki að það hefði skipt neinu máli fyrir síðari hálfleikinn.“ „Ég er sammála þér Rikki að City þurfti ekki að gera allt sitt en þeir gerðu alveg nóg og tilfinning var að ef Mönchengladbach myndi vera með einhverja stæla þá myndu City finna þrjá til fjóra gíra í viðbót og búmm, búmm, búmm.“ Gummi segir að hann hafi þrjú lið í huga hvað varðar að vinna Meistaradeildina. „Við töluðum um Bayern áðan sem að enginn skal afskrifa. Það er eitt af þessum liðum sem maður myndi nefna. París, ég held að þeir hafi leikmennina í þetta - en þeir þekkja það ekki að vinna með þessa leikmenn. Þeir fara til Barcelona og vinna 4-1, þó að Barcelona sé ekki sama Barcelona og við höfum séð. Þeir senda ákveðinn skilaboð.“ „Þetta eru þessi þrjú lið sem maður lítur til. Það er Bayern, PSG og City eins og staðan er í dag,“ bætti Gummi við. Umræðuna má heyra eftir rúmar þrettán mínútur. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Meistaradeild Evrópu Sportið í dag Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira