Óþol í garð spandex-klæddra riddara götunnar sprakk út með látum á vef lögreglunnar Jakob Bjarnar skrifar 26. febrúar 2021 14:02 Miklar og heitar umræður hafa skapast á Facebook-síðu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eftir að hún greindi meðal annars frá því að hjólreiðamenn mega ekki vera á götum þar sem hámarkshraði fer yfir 30 km/klst. vísir/vilhelm Hjólreiðamenn segjast hvergi mega vera og öll úrræði vanti. Þetta kemur meðal annars fram í fjölmörgum athugasemdum á Facebook-vef lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þar eru hjólreiðar í borginni til umræðu og óhætt er að segja að skoðanaskipti hafi verið mikil og harkaleg. „Vegfarandi sendi lögreglu meðfylgjandi mynd og lagði fram spurningu hvort það væri löglegt að hjóla á miðri götu og valda umferðartöfum á vegi þar sem 50 km hámarkshraði er leyfður. Því er til svars að það er ekki heimilt að hjóla á miðri götu þar sem hámarkshraði er leyfður meiri en 30 km/klst,“ segir í tilkynningu lögreglunnar. Þar er tíundað að samkvæmt umferðarlögum um sérreglur fyrir reiðhjól komi fram að hjólreiðamaður skal að jafnaði hjóla í akstursstefnu á hjólastíg eða hjólarein eða hægra megin á akrein þeirri sem lengst er til hægri á akbraut sem er ætluð almennri umferð. Hinir freku spandexriddarar „Annað ákvæði um sérreglur fyrir reiðhjól er ákvæði um að á vegi þar sem leyfður hámarkshraði er ekki meiri en 30 km á klst. er hjólreiðamanni heimilt að hjóla á miðri akrein, enda gæti hann fyllsta öryggis og haldi hæfilegum hraða.“ Vegfarandi sendi lögreglu meðfylgjandi mynd og lagði fram spurningu hvort það væri löglegt að hjóla á miðri götu og...Posted by Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu on Föstudagur, 26. febrúar 2021 Þar sem að leyfður hámarkshraði er 50 km á klst. á Eiðsgranda þar sem myndin er tekin er því bannað að hjóla á miðri akrein. Ljóst er að þolinmæði margra gagnvart hjólreiðafólki er orðin af mjög skornum skammti. Það sýnir sig í áköfum umræðum sem myndast undir þessari tilkynningu lögreglunnar: „Þessir spandexriddarar geta líka bara notast við hjólastíg sem er þarna til hægri við þá og ekki vera að skapa sér og öðrum hættu með þessari frekju,“ segir Bjarni Jónsson í athugasemd. Hjólreiðafólk telur sig grátt leikið Þegar þetta er skrifað hafa eitt þúsund manns tjáð sig með emoji, fjögur hundruð skrifað athugasemd og 124 deilt færslunni. Hér er um sjóðheitt mál að ræða og skiptist fólk í tvö horn. Hjólreiðafólk telur sig grátt leikið og lætur ekki sitt eftir liggja. Pálína S. Biasone Sigurðardóttir er ágætur fulltrúi fyrir þann hóp: Mér finnst fólk voðalega duglegt að pirrast yfir hjólreiðafólki. Það má ekki vera á götunni og það má ekki vera á gangstéttum og eiginlega ekki heldur á hjólastígum, því það hjólar svo hratt. Ég sé ekki að þetta fólk sé nokkuð hættulegra en ökumenn sem keyra yfir á rauðu eða yfir hámarkshraða eða hvað sem er.“ Ekki tókst að ná í Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjón vegna málsins en ljóst er að hér er pottur brotinn; í málefnum hjólreiðamanna í Reykjavík. Umferðaröryggi Umferð Hjólreiðar Lögreglan Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Þetta kemur meðal annars fram í fjölmörgum athugasemdum á Facebook-vef lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þar eru hjólreiðar í borginni til umræðu og óhætt er að segja að skoðanaskipti hafi verið mikil og harkaleg. „Vegfarandi sendi lögreglu meðfylgjandi mynd og lagði fram spurningu hvort það væri löglegt að hjóla á miðri götu og valda umferðartöfum á vegi þar sem 50 km hámarkshraði er leyfður. Því er til svars að það er ekki heimilt að hjóla á miðri götu þar sem hámarkshraði er leyfður meiri en 30 km/klst,“ segir í tilkynningu lögreglunnar. Þar er tíundað að samkvæmt umferðarlögum um sérreglur fyrir reiðhjól komi fram að hjólreiðamaður skal að jafnaði hjóla í akstursstefnu á hjólastíg eða hjólarein eða hægra megin á akrein þeirri sem lengst er til hægri á akbraut sem er ætluð almennri umferð. Hinir freku spandexriddarar „Annað ákvæði um sérreglur fyrir reiðhjól er ákvæði um að á vegi þar sem leyfður hámarkshraði er ekki meiri en 30 km á klst. er hjólreiðamanni heimilt að hjóla á miðri akrein, enda gæti hann fyllsta öryggis og haldi hæfilegum hraða.“ Vegfarandi sendi lögreglu meðfylgjandi mynd og lagði fram spurningu hvort það væri löglegt að hjóla á miðri götu og...Posted by Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu on Föstudagur, 26. febrúar 2021 Þar sem að leyfður hámarkshraði er 50 km á klst. á Eiðsgranda þar sem myndin er tekin er því bannað að hjóla á miðri akrein. Ljóst er að þolinmæði margra gagnvart hjólreiðafólki er orðin af mjög skornum skammti. Það sýnir sig í áköfum umræðum sem myndast undir þessari tilkynningu lögreglunnar: „Þessir spandexriddarar geta líka bara notast við hjólastíg sem er þarna til hægri við þá og ekki vera að skapa sér og öðrum hættu með þessari frekju,“ segir Bjarni Jónsson í athugasemd. Hjólreiðafólk telur sig grátt leikið Þegar þetta er skrifað hafa eitt þúsund manns tjáð sig með emoji, fjögur hundruð skrifað athugasemd og 124 deilt færslunni. Hér er um sjóðheitt mál að ræða og skiptist fólk í tvö horn. Hjólreiðafólk telur sig grátt leikið og lætur ekki sitt eftir liggja. Pálína S. Biasone Sigurðardóttir er ágætur fulltrúi fyrir þann hóp: Mér finnst fólk voðalega duglegt að pirrast yfir hjólreiðafólki. Það má ekki vera á götunni og það má ekki vera á gangstéttum og eiginlega ekki heldur á hjólastígum, því það hjólar svo hratt. Ég sé ekki að þetta fólk sé nokkuð hættulegra en ökumenn sem keyra yfir á rauðu eða yfir hámarkshraða eða hvað sem er.“ Ekki tókst að ná í Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjón vegna málsins en ljóst er að hér er pottur brotinn; í málefnum hjólreiðamanna í Reykjavík.
Umferðaröryggi Umferð Hjólreiðar Lögreglan Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent