Umfangsmiklar framkvæmdir við leynilega kjarnorkustöð í Ísrael Samúel Karl Ólason skrifar 25. febrúar 2021 15:02 Búið er grafa dúpa holu skammt frá gömlum kjarnaklúfi sem notaður var til að þróa og framleiða kjarnorkuvopn Ísraels. AP/Planet Labs Umfangsmiklar framkvæmdir standa nú yfir við leynilega kjarnorkurannsóknarstöð í Ísrael. Gervihnattamyndir sýna að framkvæmdirnar fara fram nærri gömlum kjarnakljúfi sem Ísraelar notuðu til að framleiða kjarnorkuvopn sín, sem þeir hafa aldrei formlega opinberað. Verið er að grafa holu á stærð við fótboltavöll við Shimon Peres Negev kjarnorkurannsóknarstöðina nærri borginni Dimona og er hún talin vera nokkrar hæðir á dýpt, miðað við gervihnattarmyndir. Í rannsóknarstöðinni eru neðanjarðar rannsóknarstofur þar sem plútóníum úr kjarnakljúfinum er auðgað svo hægt sé að nota það í kjarnorkuvopn. Opinber stefna Ísraels hefur um árabil verið að hvorki viðurkenna né hafna að ríkið búi yfir kjarnorkuvopnum. Tilvist kjarnorkuvopna í Ísrael er þó ekki leyndarmál og hefur ekki verið lengi. Árið 1986 veitti vísindamaðurinn Mordechai Vanunu, sem hafði lengi unnið við kjarnorkuvopnaþróun í Ísrael, Sunday Times ítarlegar upplýsingar um starfsemina í Shimon Peres Negev rannsóknarstöðinni, sem var reist með aðstoð Frakka, og var hann dæmdur í átján ára fangelsi fyrir njósnir. Ekki er þó vitað með fullu hve mörg kjarnorkuvopn Ísrael á en áætlanir eru á bilinu 80 til 200. AP fréttaveitan segir framkvæmdirnar við rannsóknarstöðina þær umfangsmestu í marga áratugi.AP/Planet Labs Ríkisstjórn Ísraels neitaði að svara spurningum AP fréttaveitunnar um framkvæmdirnar. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, hefur verið mjög harðorður í garð stjórnvalda í Íran vegna kjarnorkuáætlunarinnar þar í landi. Sú áætlun er vöktuð af Alþjóðakjarnorkumálastofnuninni, IAEA, öfugt við kjarnorkuvopnaáætlun Ísraels, þó Íranir hafi verið sakaðir um að grafa undan því eftirliti að undanförnu eftir að Bandaríkin riftu kjarnorkusamkomulaginu svokallaða. Ráðamenn í Íran tilkynntu nýverið að þeir væru byrjaðir að auðga úraníum í tuttugu prósent. Stuttan tíma tekur að vopnvæða tuttugu prósenta auðgað úraníum. Evrópuríki hafa undanfarið hvatt Írani til að draga úr auðguninni. Sérfræðingar sem blaðamenn AP ræddu við gáfu nokkrar mögulegar skýringar á framkvæmdunum sem sjást á gervihnattamyndum. Mögulega sé verið að gera endurbætur á kjarnakljúfinum eða jafnvel slökkva á honum og gera nýjan. Ísrael Íran Kjarnorka Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Fleiri fréttir Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Sjá meira
Verið er að grafa holu á stærð við fótboltavöll við Shimon Peres Negev kjarnorkurannsóknarstöðina nærri borginni Dimona og er hún talin vera nokkrar hæðir á dýpt, miðað við gervihnattarmyndir. Í rannsóknarstöðinni eru neðanjarðar rannsóknarstofur þar sem plútóníum úr kjarnakljúfinum er auðgað svo hægt sé að nota það í kjarnorkuvopn. Opinber stefna Ísraels hefur um árabil verið að hvorki viðurkenna né hafna að ríkið búi yfir kjarnorkuvopnum. Tilvist kjarnorkuvopna í Ísrael er þó ekki leyndarmál og hefur ekki verið lengi. Árið 1986 veitti vísindamaðurinn Mordechai Vanunu, sem hafði lengi unnið við kjarnorkuvopnaþróun í Ísrael, Sunday Times ítarlegar upplýsingar um starfsemina í Shimon Peres Negev rannsóknarstöðinni, sem var reist með aðstoð Frakka, og var hann dæmdur í átján ára fangelsi fyrir njósnir. Ekki er þó vitað með fullu hve mörg kjarnorkuvopn Ísrael á en áætlanir eru á bilinu 80 til 200. AP fréttaveitan segir framkvæmdirnar við rannsóknarstöðina þær umfangsmestu í marga áratugi.AP/Planet Labs Ríkisstjórn Ísraels neitaði að svara spurningum AP fréttaveitunnar um framkvæmdirnar. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, hefur verið mjög harðorður í garð stjórnvalda í Íran vegna kjarnorkuáætlunarinnar þar í landi. Sú áætlun er vöktuð af Alþjóðakjarnorkumálastofnuninni, IAEA, öfugt við kjarnorkuvopnaáætlun Ísraels, þó Íranir hafi verið sakaðir um að grafa undan því eftirliti að undanförnu eftir að Bandaríkin riftu kjarnorkusamkomulaginu svokallaða. Ráðamenn í Íran tilkynntu nýverið að þeir væru byrjaðir að auðga úraníum í tuttugu prósent. Stuttan tíma tekur að vopnvæða tuttugu prósenta auðgað úraníum. Evrópuríki hafa undanfarið hvatt Írani til að draga úr auðguninni. Sérfræðingar sem blaðamenn AP ræddu við gáfu nokkrar mögulegar skýringar á framkvæmdunum sem sjást á gervihnattamyndum. Mögulega sé verið að gera endurbætur á kjarnakljúfinum eða jafnvel slökkva á honum og gera nýjan.
Ísrael Íran Kjarnorka Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Fleiri fréttir Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Sjá meira