Raddir unga fólksins og sjálfbærni í einkageiranum Pauline Langbehn skrifar 1. mars 2021 08:00 Með vaxandi vanda í loftslagsmálum verða fyrirtæki í einkageiranum að umbreyta viðskiptamódelum sínum. Þau þurfa að huga að fleiri aðgerðum sem eru gagnlegar fyrir umhverfi og samfélag eða eru að minnsta kosti ekki skaðleg. Öll fyrirtæki ættu að finna fyrir ábyrgð, sama hversu stór eða lítil þau eru, því án þátttöku einkafyrirtækja er nánast ómögulegt að berjast gegn loftlagsbreytingum. Í umræðunni um loftslagsbreytingar verða raddir unga fólksins sífellt háværari og markvissari. Það má til að mynda sjá á þátttöku þeirra í föstudags verkföllunum, Fridays for future movement, sem fram fara í hverri viku um allan heim og hafa staðið yfir í meira en ár. Ungt fólk vill láta raddir sínar heyrast. Verkefnið “Unga fólkið og sjálfbærni í einkageiranum”var unnið á vegum Festu - miðstöð um sjálfbærni og samfélagsábyrgð, en Festa vildi bjóða upp á vettvang þar sem ungt fólk gæti sagt skoðun sína varðandi umbreytingu einkageirans með tilliti til aukinnar sjálfbærni í rekstri. Undirrituð tók að sér að leita til 14 ungmenna og kanna hug þeirra gagnvart hlutverki einkageirans þegar kemur að því að byggja sjálfbært atvinnulíf. Lagt var upp með að velja þátttakendur á mismunandi aldri með mismunandi bakgrunn til að kalla fram fjölbreyttari útkomu. Sumir þátttakendanna töldu að íslensk fyrirtæki væru ekki að breytast nægilega hratt og fara þyrfti í róttækari aðgerðir. Aðrir voru varkárari varðandi róttækar breytingar og töldu að halda þyrfti í raunsærri sýn á sjálfbærni vegna þess að þeir óttuðust að hraðinn myndi gera það að verkum að hópar fólks myndu sitja eftir og ójöfnuður aukast. En allir þátttakendur voru sammála því að fyrirtæki þurfa að efla aðgerðir sínar varðandi sjálfbærni í rekstri þeirra. Þátttakendur nefndu flestir áhyggjur ungmenna af grænþvotti fyrirtækja, til að mynda þegar fyrirtæki skreyta sig með aðgerðum þar sem þau eru í raun eingöngu að uppfylla lagaskilyrði. Þá eigi fyrirtæki ekki að taka upp sjálfbærni áherslur líkt og um nýjasta “trendið” væri að ræða, slík hegðun mun á endanum valda skaða fyrir bæði samfélagið og umhverfið. Leiðtogar ættu frekar að reka fyrirtæki sín á grundvelli sjálfbærni og aðlaga sína kjarnastarfsemi að því markmiði að skila ábata til ekki bara hluthafa heldur einnig til umhverfis og samfélags. Þátttakendur lýstu því yfir að aukin sjálfbærni innan fyrirtækis þyrfti ekki að þýða fjárhagslegt tap. Þvert á móti getur aukin sjálfbærni í raun leitt til forskots á markaði og nýrra tækifæra sem geta aukið langtíma hagnað fyrirtækjanna. Fyrirtæki sem eru fyrst innan síns geira með langtímafjárfestingar í sjálfbærni skapa fyrirtækinu sérstöðu. Þá getur það einnig haft jákvæð áhrif á starfsmenn að starfa í meðvitaðra vinnuumhverfi. Með þessi verkefni er leitast eftir því að kalla fram hvernig unga kynslóðin sér fyrir sér hlutverk einkageirans þegar kemur að sjálfbærni, kynslóðin sem mun þurfa að takast á við afleiðingar aðgerðaleysis nútímans. Markmiðið er að auka vitund leiðtoga fyrirtækja á kröfum ungsfólks og hvetja fyrirtæki til að breyta viðskiptaháttum sínum til hins betra og að leita eftir samtali og samstarfi við ungt fólk í þeirri vegferð. Niðurstöður könnunarinnar verða kynntar fulltrúum aðildarfélaga Festu á rafrænum viðburði þann 3.mars og verða að því loknu aðgengilegar á heimasíðu félagsins samfelagsabyrgd.is. Höfundur er starfsnemi hjá Festu miðstöð um samfélagsábyrgð og sjálfbærni. Grein þýdd af Arnari Guðmundssyni og Valdísi Arnarsdóttur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Samfélagsleg ábyrgð Mest lesið 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Með vaxandi vanda í loftslagsmálum verða fyrirtæki í einkageiranum að umbreyta viðskiptamódelum sínum. Þau þurfa að huga að fleiri aðgerðum sem eru gagnlegar fyrir umhverfi og samfélag eða eru að minnsta kosti ekki skaðleg. Öll fyrirtæki ættu að finna fyrir ábyrgð, sama hversu stór eða lítil þau eru, því án þátttöku einkafyrirtækja er nánast ómögulegt að berjast gegn loftlagsbreytingum. Í umræðunni um loftslagsbreytingar verða raddir unga fólksins sífellt háværari og markvissari. Það má til að mynda sjá á þátttöku þeirra í föstudags verkföllunum, Fridays for future movement, sem fram fara í hverri viku um allan heim og hafa staðið yfir í meira en ár. Ungt fólk vill láta raddir sínar heyrast. Verkefnið “Unga fólkið og sjálfbærni í einkageiranum”var unnið á vegum Festu - miðstöð um sjálfbærni og samfélagsábyrgð, en Festa vildi bjóða upp á vettvang þar sem ungt fólk gæti sagt skoðun sína varðandi umbreytingu einkageirans með tilliti til aukinnar sjálfbærni í rekstri. Undirrituð tók að sér að leita til 14 ungmenna og kanna hug þeirra gagnvart hlutverki einkageirans þegar kemur að því að byggja sjálfbært atvinnulíf. Lagt var upp með að velja þátttakendur á mismunandi aldri með mismunandi bakgrunn til að kalla fram fjölbreyttari útkomu. Sumir þátttakendanna töldu að íslensk fyrirtæki væru ekki að breytast nægilega hratt og fara þyrfti í róttækari aðgerðir. Aðrir voru varkárari varðandi róttækar breytingar og töldu að halda þyrfti í raunsærri sýn á sjálfbærni vegna þess að þeir óttuðust að hraðinn myndi gera það að verkum að hópar fólks myndu sitja eftir og ójöfnuður aukast. En allir þátttakendur voru sammála því að fyrirtæki þurfa að efla aðgerðir sínar varðandi sjálfbærni í rekstri þeirra. Þátttakendur nefndu flestir áhyggjur ungmenna af grænþvotti fyrirtækja, til að mynda þegar fyrirtæki skreyta sig með aðgerðum þar sem þau eru í raun eingöngu að uppfylla lagaskilyrði. Þá eigi fyrirtæki ekki að taka upp sjálfbærni áherslur líkt og um nýjasta “trendið” væri að ræða, slík hegðun mun á endanum valda skaða fyrir bæði samfélagið og umhverfið. Leiðtogar ættu frekar að reka fyrirtæki sín á grundvelli sjálfbærni og aðlaga sína kjarnastarfsemi að því markmiði að skila ábata til ekki bara hluthafa heldur einnig til umhverfis og samfélags. Þátttakendur lýstu því yfir að aukin sjálfbærni innan fyrirtækis þyrfti ekki að þýða fjárhagslegt tap. Þvert á móti getur aukin sjálfbærni í raun leitt til forskots á markaði og nýrra tækifæra sem geta aukið langtíma hagnað fyrirtækjanna. Fyrirtæki sem eru fyrst innan síns geira með langtímafjárfestingar í sjálfbærni skapa fyrirtækinu sérstöðu. Þá getur það einnig haft jákvæð áhrif á starfsmenn að starfa í meðvitaðra vinnuumhverfi. Með þessi verkefni er leitast eftir því að kalla fram hvernig unga kynslóðin sér fyrir sér hlutverk einkageirans þegar kemur að sjálfbærni, kynslóðin sem mun þurfa að takast á við afleiðingar aðgerðaleysis nútímans. Markmiðið er að auka vitund leiðtoga fyrirtækja á kröfum ungsfólks og hvetja fyrirtæki til að breyta viðskiptaháttum sínum til hins betra og að leita eftir samtali og samstarfi við ungt fólk í þeirri vegferð. Niðurstöður könnunarinnar verða kynntar fulltrúum aðildarfélaga Festu á rafrænum viðburði þann 3.mars og verða að því loknu aðgengilegar á heimasíðu félagsins samfelagsabyrgd.is. Höfundur er starfsnemi hjá Festu miðstöð um samfélagsábyrgð og sjálfbærni. Grein þýdd af Arnari Guðmundssyni og Valdísi Arnarsdóttur.
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar