Höfuðborgarbúar um jarðskjálftann: „Svolítið eins og þú sért á sjó“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 24. febrúar 2021 19:30 Ari Posecco, matreiðslumaður í Turninum á Smáratorgi. vísir/Sigurjón Að finna fyrir jarðskjálfta á efstu hæðum Turnsins í Kópavogi jafnast á við að vera úti á sjó, að sögn matreiðslumanns. Fólk sem fann fyrir skjálftanum á höfuðborgarsvæðinu er sammála um að upplifunin sé verulega óþægileg. Þrátt fyrir að skjálftarnir hafi verið harðastir á Reykjanesi var höggið nokkuð þungt á höfuðborgarsvæðinu. Þeir sem starfa í Turninum á Smáratorgi sögðu bygginguna hafa vaggað til og frá. Einhverjir fóru heim - en þó ekki matreiðslumaðurinn á nítjándu hæð sem var inni á lager að sækja sykur þegar stærsti skjálftinn reið yfir. „Það bara hristist allt. Þetta er svolítið magnað af því hérna uppi finnur maður miklu meira fyrir þessu og það hreyfist öðruvísi en þegar þú ert niðri. Þú verður svolítið svona eins og þú sért á sjó eftir þetta og ert svona valtur,“ segir Ari Posocco, matreiðslumaður í Turninum. Starfsfólk í Turninum segir bygginguna hafa vaggað til og frá.vísir/Sigurjón Víða féllu hlutir úr hillum eða færðust til í verslunum, líkt og í Fjarðarkaup. „Manni bregður og þegar maður sér allt hristast áttar maður sig á því að þetta var jarðskjálfti,“ segir Ólöf Baldursdóttir, starfsmaður Fjarðarkaupa. Hún segist hafa orðið vör við hristing í hillum. „Já, þetta var svona pínu að færast til í hillunum en ekkert mjög mikið.“ Skjálftinn fannst vel í Hafnarfirði og Kristín Sigurðardóttir, sem var að útbúa sér morgunmat, þegar hann reið yfir segist varla hafa upplifað annað eins. „Ég hugsaði bara, hvað er að gerast. Það fór allt af stað og hringlaði hérna í húsinu. Svo þegar það kom annar stóð mér ekki á sama og fór hérna inn í mitt húsið og heyrði bara að það var allt að detta einhvers staðar. Það skemmdist einn hlutur af öllu sem datt hjá mér,“ segir Kristín. Guðbjörg Dögg Gunnarsdóttir, skólastjóri í Lækjarskóla í Hafnarfirði.vísir/Sigurjón Það var starfsdagur í skólum í Hafnarfirði í dag en skólastjóri segir að kennurum hafi verið brugðið. „Rúðurnar gengu til og frá og við reyndum að finna bita til að standa undir þegar þessir lengstu skjálftar voru,“ segir Dögg Gunnarsdóttir, skólastjóri í Lækjarskóla, og bætir við að það hafi verið nokkuð óþægilegt til þess að hugsa að nemdendur væru jafnvel einir heima á starfsdegi. „Einhverjir starfsmenn fóru heim en þeir sem voru eftir þeir eru bara saman inni og eru bara saman í hópum af því þetta fór misvel í fólk,“ segir Dögg. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Kópavogur Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Sjá meira
Þrátt fyrir að skjálftarnir hafi verið harðastir á Reykjanesi var höggið nokkuð þungt á höfuðborgarsvæðinu. Þeir sem starfa í Turninum á Smáratorgi sögðu bygginguna hafa vaggað til og frá. Einhverjir fóru heim - en þó ekki matreiðslumaðurinn á nítjándu hæð sem var inni á lager að sækja sykur þegar stærsti skjálftinn reið yfir. „Það bara hristist allt. Þetta er svolítið magnað af því hérna uppi finnur maður miklu meira fyrir þessu og það hreyfist öðruvísi en þegar þú ert niðri. Þú verður svolítið svona eins og þú sért á sjó eftir þetta og ert svona valtur,“ segir Ari Posocco, matreiðslumaður í Turninum. Starfsfólk í Turninum segir bygginguna hafa vaggað til og frá.vísir/Sigurjón Víða féllu hlutir úr hillum eða færðust til í verslunum, líkt og í Fjarðarkaup. „Manni bregður og þegar maður sér allt hristast áttar maður sig á því að þetta var jarðskjálfti,“ segir Ólöf Baldursdóttir, starfsmaður Fjarðarkaupa. Hún segist hafa orðið vör við hristing í hillum. „Já, þetta var svona pínu að færast til í hillunum en ekkert mjög mikið.“ Skjálftinn fannst vel í Hafnarfirði og Kristín Sigurðardóttir, sem var að útbúa sér morgunmat, þegar hann reið yfir segist varla hafa upplifað annað eins. „Ég hugsaði bara, hvað er að gerast. Það fór allt af stað og hringlaði hérna í húsinu. Svo þegar það kom annar stóð mér ekki á sama og fór hérna inn í mitt húsið og heyrði bara að það var allt að detta einhvers staðar. Það skemmdist einn hlutur af öllu sem datt hjá mér,“ segir Kristín. Guðbjörg Dögg Gunnarsdóttir, skólastjóri í Lækjarskóla í Hafnarfirði.vísir/Sigurjón Það var starfsdagur í skólum í Hafnarfirði í dag en skólastjóri segir að kennurum hafi verið brugðið. „Rúðurnar gengu til og frá og við reyndum að finna bita til að standa undir þegar þessir lengstu skjálftar voru,“ segir Dögg Gunnarsdóttir, skólastjóri í Lækjarskóla, og bætir við að það hafi verið nokkuð óþægilegt til þess að hugsa að nemdendur væru jafnvel einir heima á starfsdegi. „Einhverjir starfsmenn fóru heim en þeir sem voru eftir þeir eru bara saman inni og eru bara saman í hópum af því þetta fór misvel í fólk,“ segir Dögg.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Kópavogur Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Sjá meira