Skjálfti reið yfir í miðju viðtali Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 24. febrúar 2021 15:14 Kristín var stödd við vinnu heima hjá sér þegar stóri skjálftinn reið yfir. Hún lýsir því hvernig myndarammar og hlutir hrundu úr hillum og brotnuðu. Þótt alvön sé skjálftum þá brá Kristínu Maríu Birgisdóttur, upplýsingafulltrúa Grindavíkurbæjar, þegar stóri skjálftinn reið yfir í morgun sem mældist 5,7 að stærð. Skyldi engan undra því jarðeðlisfræðingur segir yfirstandandi hrinu vera með þeim stærri á þessum flekaskilum frá upphafi mælinga. Kristín var stödd við vinnu heima hjá sér þegar stóri skjálftinn reið yfir. Hún lýsir því hvernig myndarammar og hlutir hrundu úr hillum og brotnuðu. Á meðan á viðtalinu okkar stóð reið einn af eftirskjálftunum yfir. Það er nú kannski ekki tilviljunin ein sem ræður því að skjálfti hafi riðið yfir akkúrat á þessu augnabliki enda hefur fjöldinn allur af eftirskjálftum fylgt í kjölfar hins stóra og er frekar til marks um þá miklu virkni sem í gangi er. „Þetta eru bara svo margir og öflugir. Maður hefur oft fundið stóra jarðskjálfta, en kannski ekki svona marga og öfluga.“ Íbúar í Grindavík eru flestir ansi skeknir eftir skjálftana og var mörgum afar brugðið. „Það grípur um sig skelfing þegar svona rosalega öflug skjálftahrina verður, til dæmis í skólunum veit ég. Margt erlent starfsfólk vinnur í fiskvinnslunum sem er alls ekki vant þessu. Það fór út og ég veit að fólk í fyrirtækjum hér hefur farið heim og margir sem eru bara á rúntinum til að finna sem minnst fyrir þessu.“ Eru íbúar óttaslegnir? „Í rauninni ekki. Við byrjuðum að upplifa þetta landris, sem var nú á öðrum stað en skjálftavirknin er núna. Við búum náttúrulega á flekaskilum og þau hafa náttúrulega fært okkur ótrúlega verðmæta auðlind sem við búum vel að hérna á Reykjanesskaganum. En við fórum náttúrulega í að útbúa rýmingaráætlanir og annað ef það skildi koma gos og aðrar náttúruhamfarir. Þannig að það allt saman er klárt eftir vinnuna í fyrra. En þegar náttúruöflin eiga í hlut þá er maður svo varnarlaus og jörðin hristist undir manni. Maður getur ekkert gert. En ég hef stundum bent á það að það eru landshlutar sem hafa þurft að eiga við erfiðari aðstæður eins og skriðuföll og snjóflóð þannig að við náttúrulega reynum bara að halda haus og taka niður myndir þannig að við fáum þetta ekki ofan á okkur þegar við sofum en þetta er aldrei þægilegt, maður finnur alveg spennuna og smá skjálfta eftir þessa öflugu hrinu.“ Kristín María segir að fyrstu viðbrögð hafi verið að athuga hvort allt væri í lagi með hennar nánasta fólk. „Það er í lagi með alla nema ferfætlingana og dýrin, þau verða rosalega hrædd. Það sem fólk hefur helst verið að gera er að fara heim til dýranna sinna því þau eru rosalega næm og hundarnir verða mjög hræddir.“ Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Grindavík Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Sjá meira
Skyldi engan undra því jarðeðlisfræðingur segir yfirstandandi hrinu vera með þeim stærri á þessum flekaskilum frá upphafi mælinga. Kristín var stödd við vinnu heima hjá sér þegar stóri skjálftinn reið yfir. Hún lýsir því hvernig myndarammar og hlutir hrundu úr hillum og brotnuðu. Á meðan á viðtalinu okkar stóð reið einn af eftirskjálftunum yfir. Það er nú kannski ekki tilviljunin ein sem ræður því að skjálfti hafi riðið yfir akkúrat á þessu augnabliki enda hefur fjöldinn allur af eftirskjálftum fylgt í kjölfar hins stóra og er frekar til marks um þá miklu virkni sem í gangi er. „Þetta eru bara svo margir og öflugir. Maður hefur oft fundið stóra jarðskjálfta, en kannski ekki svona marga og öfluga.“ Íbúar í Grindavík eru flestir ansi skeknir eftir skjálftana og var mörgum afar brugðið. „Það grípur um sig skelfing þegar svona rosalega öflug skjálftahrina verður, til dæmis í skólunum veit ég. Margt erlent starfsfólk vinnur í fiskvinnslunum sem er alls ekki vant þessu. Það fór út og ég veit að fólk í fyrirtækjum hér hefur farið heim og margir sem eru bara á rúntinum til að finna sem minnst fyrir þessu.“ Eru íbúar óttaslegnir? „Í rauninni ekki. Við byrjuðum að upplifa þetta landris, sem var nú á öðrum stað en skjálftavirknin er núna. Við búum náttúrulega á flekaskilum og þau hafa náttúrulega fært okkur ótrúlega verðmæta auðlind sem við búum vel að hérna á Reykjanesskaganum. En við fórum náttúrulega í að útbúa rýmingaráætlanir og annað ef það skildi koma gos og aðrar náttúruhamfarir. Þannig að það allt saman er klárt eftir vinnuna í fyrra. En þegar náttúruöflin eiga í hlut þá er maður svo varnarlaus og jörðin hristist undir manni. Maður getur ekkert gert. En ég hef stundum bent á það að það eru landshlutar sem hafa þurft að eiga við erfiðari aðstæður eins og skriðuföll og snjóflóð þannig að við náttúrulega reynum bara að halda haus og taka niður myndir þannig að við fáum þetta ekki ofan á okkur þegar við sofum en þetta er aldrei þægilegt, maður finnur alveg spennuna og smá skjálfta eftir þessa öflugu hrinu.“ Kristín María segir að fyrstu viðbrögð hafi verið að athuga hvort allt væri í lagi með hennar nánasta fólk. „Það er í lagi með alla nema ferfætlingana og dýrin, þau verða rosalega hrædd. Það sem fólk hefur helst verið að gera er að fara heim til dýranna sinna því þau eru rosalega næm og hundarnir verða mjög hræddir.“
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Grindavík Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Sjá meira