Ísak eins dýr og Norrköping kýs Sindri Sverrisson skrifar 24. febrúar 2021 14:00 Ísak Bergmann Jóhannesson er leikmaður U21-landsliðs Íslands og lék sinn fyrsta A-landsleik í nóvember. vísir/vilhelm Fyrrverandi formaður sænska knattspyrnufélagsins IFK Norrköping segir ekkert hæft í því að Ísak Bergmann Jóhannesson sé með klásúlu í samningi sínum við félagið, sem geri honum kleyft að yfirgefa það fyrir ákveðna upphæð. Ísak hefur verið leikmaður Norrköping í tvö ár og er með samning við félagið sem gildir til sumarsins 2023. Orðrómur hefur verið uppi um að hann gæti verið á förum frá félaginu og hefur hvert stórliðið á fætur öðru, þar á meðal Real Madrid og Manchester United, verið sagt fylgjast með honum. Peter Hunt er nýhættur eftir tólf ár sem formaður IFK Norrköping. Hann kveðst eiga von á því að árið 2021 verði stórkostlegt ár fyrir félagið hvað fjárhaginn snerti, og bindur vonir við að á næstu átján mánuðum verði félagið það næstbest stæða í sænsku íþróttalífi, á eftir Malmö FF. Þetta segir Hunt í viðtali við Aftonbladet. Norrköping geti orðið næstríkasta félag Svíþjóðar Aðspurður hvort að þessi fullyrðing sé tilkomin vegna þess að Ísak, sem verður 18 ára í næsta mánuði, verði seldur fyrir metupphæð svarar Hunt: „Það er margt sem spilar inn í en við höfum skilað hagnaði vegna leikmannamála síðustu fimm árin og ég hef ekki trú á að það breytist árið 2021.“ Hunt segir jafnframt að ekkert komi í veg fyrir að Norrköping geti einfaldlega samþykkt hæsta tilboð sem býðst í Ísak, og hafnað öðrum: „Við erum ekki háðir einhverri kauphæðarklásúlu. Þannig störfum við ekki. Við forðumst það í næstum 100 prósentum tilfella. Það er í okkar vinnureglum að gera ekki slíka samninga. Slíkt gerist alla vega ekki nema í algjörum undantekningartilfellum,“ segir Hunt. Hann er þá spurður hvort að slíkt undantekningartilfelli eigi við í tilviki Ísaks: „Nei, því get ég hafnað,“ segir Hunt. Sænski boltinn Tengdar fréttir Ísak Bergmann áfram í Svíþjóð þrátt fyrir tilboð Úlfanna Hjörvar Hafliðason sagði í hlaðvarpi sínu Dr. Football í gær að enska úrvalsdeildarfélagið Wolves hefði boðið í ungstirnið Ísak Bergmann Jóhannesson, leikmann Norrköping í Svíþjóð, á lokadegi félagaskiptagluggans. 5. febrúar 2021 07:00 „Maður ætti ekki að trúa öllu sem að maður les“ Hinn 17 ára gamli Ísak Bergmann Jóhannesson þvertekur fyrir það að ljóst sé að hann muni fara frá sænska knattspyrnufélaginu Norrköping í janúar. 4. janúar 2021 17:01 Ísak Bergmann á lista UEFA yfir 50 efnilegustu leikmenn heims Ísak Bergmann Jóhannesson sló í gegn í sænska boltanum á nýafstaðinni leiktíð og lék í kjölfarið sinn fyrsta leik fyrir A-landslið Íslands. Hann er eini Íslendingurinn á lista UEFA yfir 50 efnilegustu knattspyrnumenn heims um þessar mundir. 2. janúar 2021 23:01 Ísak Bergmann um Norrköping, félagaskipti og peningana: „Ekkert draumalið en ég held með Man. United“ Skagamaðurinn Ísak Bergmann Jóhannesson er eitt heitasta unga nafnið í Evrópufótboltanum í dag. Fjölmiðlar ytra segja Juventus, Liverpool og fleiri stórlið fylgjast með kappanum sem er einungis sautján ára gamall. 18. desember 2020 19:01 Mest lesið Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Fótbolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti Fleiri fréttir Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Sjá meira
Ísak hefur verið leikmaður Norrköping í tvö ár og er með samning við félagið sem gildir til sumarsins 2023. Orðrómur hefur verið uppi um að hann gæti verið á förum frá félaginu og hefur hvert stórliðið á fætur öðru, þar á meðal Real Madrid og Manchester United, verið sagt fylgjast með honum. Peter Hunt er nýhættur eftir tólf ár sem formaður IFK Norrköping. Hann kveðst eiga von á því að árið 2021 verði stórkostlegt ár fyrir félagið hvað fjárhaginn snerti, og bindur vonir við að á næstu átján mánuðum verði félagið það næstbest stæða í sænsku íþróttalífi, á eftir Malmö FF. Þetta segir Hunt í viðtali við Aftonbladet. Norrköping geti orðið næstríkasta félag Svíþjóðar Aðspurður hvort að þessi fullyrðing sé tilkomin vegna þess að Ísak, sem verður 18 ára í næsta mánuði, verði seldur fyrir metupphæð svarar Hunt: „Það er margt sem spilar inn í en við höfum skilað hagnaði vegna leikmannamála síðustu fimm árin og ég hef ekki trú á að það breytist árið 2021.“ Hunt segir jafnframt að ekkert komi í veg fyrir að Norrköping geti einfaldlega samþykkt hæsta tilboð sem býðst í Ísak, og hafnað öðrum: „Við erum ekki háðir einhverri kauphæðarklásúlu. Þannig störfum við ekki. Við forðumst það í næstum 100 prósentum tilfella. Það er í okkar vinnureglum að gera ekki slíka samninga. Slíkt gerist alla vega ekki nema í algjörum undantekningartilfellum,“ segir Hunt. Hann er þá spurður hvort að slíkt undantekningartilfelli eigi við í tilviki Ísaks: „Nei, því get ég hafnað,“ segir Hunt.
Sænski boltinn Tengdar fréttir Ísak Bergmann áfram í Svíþjóð þrátt fyrir tilboð Úlfanna Hjörvar Hafliðason sagði í hlaðvarpi sínu Dr. Football í gær að enska úrvalsdeildarfélagið Wolves hefði boðið í ungstirnið Ísak Bergmann Jóhannesson, leikmann Norrköping í Svíþjóð, á lokadegi félagaskiptagluggans. 5. febrúar 2021 07:00 „Maður ætti ekki að trúa öllu sem að maður les“ Hinn 17 ára gamli Ísak Bergmann Jóhannesson þvertekur fyrir það að ljóst sé að hann muni fara frá sænska knattspyrnufélaginu Norrköping í janúar. 4. janúar 2021 17:01 Ísak Bergmann á lista UEFA yfir 50 efnilegustu leikmenn heims Ísak Bergmann Jóhannesson sló í gegn í sænska boltanum á nýafstaðinni leiktíð og lék í kjölfarið sinn fyrsta leik fyrir A-landslið Íslands. Hann er eini Íslendingurinn á lista UEFA yfir 50 efnilegustu knattspyrnumenn heims um þessar mundir. 2. janúar 2021 23:01 Ísak Bergmann um Norrköping, félagaskipti og peningana: „Ekkert draumalið en ég held með Man. United“ Skagamaðurinn Ísak Bergmann Jóhannesson er eitt heitasta unga nafnið í Evrópufótboltanum í dag. Fjölmiðlar ytra segja Juventus, Liverpool og fleiri stórlið fylgjast með kappanum sem er einungis sautján ára gamall. 18. desember 2020 19:01 Mest lesið Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Fótbolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti Fleiri fréttir Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Sjá meira
Ísak Bergmann áfram í Svíþjóð þrátt fyrir tilboð Úlfanna Hjörvar Hafliðason sagði í hlaðvarpi sínu Dr. Football í gær að enska úrvalsdeildarfélagið Wolves hefði boðið í ungstirnið Ísak Bergmann Jóhannesson, leikmann Norrköping í Svíþjóð, á lokadegi félagaskiptagluggans. 5. febrúar 2021 07:00
„Maður ætti ekki að trúa öllu sem að maður les“ Hinn 17 ára gamli Ísak Bergmann Jóhannesson þvertekur fyrir það að ljóst sé að hann muni fara frá sænska knattspyrnufélaginu Norrköping í janúar. 4. janúar 2021 17:01
Ísak Bergmann á lista UEFA yfir 50 efnilegustu leikmenn heims Ísak Bergmann Jóhannesson sló í gegn í sænska boltanum á nýafstaðinni leiktíð og lék í kjölfarið sinn fyrsta leik fyrir A-landslið Íslands. Hann er eini Íslendingurinn á lista UEFA yfir 50 efnilegustu knattspyrnumenn heims um þessar mundir. 2. janúar 2021 23:01
Ísak Bergmann um Norrköping, félagaskipti og peningana: „Ekkert draumalið en ég held með Man. United“ Skagamaðurinn Ísak Bergmann Jóhannesson er eitt heitasta unga nafnið í Evrópufótboltanum í dag. Fjölmiðlar ytra segja Juventus, Liverpool og fleiri stórlið fylgjast með kappanum sem er einungis sautján ára gamall. 18. desember 2020 19:01