Góð þrenna? Búseta, ungt fatlað fólk og Garðabær Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 24. febrúar 2021 08:32 „Garðabær er ekki þátttakandi í uppbyggingu félagslegs húsnæðis á höfuðborgarsvæðinu.” Þessa setningu þekkjum við flest sem fylgjumst með samfélagsmálum á höfuðborgarsvæðinu og þó víða væri leitað. Enda hárrétt. Garðabær getur ekki talist taka það verkefni alvarlega að skapa rými fyrir fjölbreyttan hóp fólks sem þarf aðstæðna sinna vegna á félagslegu húsnæði að halda. Hvort heldur sem við á fatlað fólk eða aðra hópa fólks sem þurfa á félagslegu búsetuúrræði að halda. Ung fatlað fólk bíður eftir sjálfstæðri búsetu Nú liggur fyrir nokkuð skýr mynd af þörfinni. Meðal þeirra sem bíða lengst eftir sjálfstæðri búsetu er ungt fólk með fatlanir. Það er aðkallandi að bregðast fljótt við stöðu þeirra. Krafan er skýr og lögin eru skýr hvað varðar réttindi fólks til sjálfstæðrar búsetu og val þeirra um búsetu. Vilji Sjálfstæðismanna í Garðabæ er hins vegar ekki alveg eins skýr. Hvar er sýnin til framtíðar? Félagar mínir í meirihlutanum vísa alla jafna til þess að nú sé heldur betur verið að gefa í og hver íbúðakjarninn á fætur öðrum á áætlun. Einn risinn og tveir í farvatninu, þó vissulega eigi eftir að finna þeim þriðja staðsetningu og koma inn á skipulag. Allt tekur þetta tíma og skömm að því að ekki hafi fyrr verið gert ráð fyrir slíkri búsetu í aðalskipulagi þar sem þörfin hefur verið til staðar. Lengi. Þessi tilþrif bæta því miður ekki úr þeirri brýnu þörf sem er til staðar svo heitið getur. Hér er fyrst og fremst verið að bregðast við löngu úreltu ástandi, og grípa til aðgerða vegna búsetuforms sem enn er við lýði í sveitarfélaginu og fækka sambýlum sem eiga að heyra sögunni til. Því má heldur ekki gleyma að þarfir fatlaðra eru eins ólíkar og fólkið er margt. Íbúðakjarnar henta einungis hluta þeirra sem geta ekki án félagslegs búsetuúrræðis verið. Heldur er engu til að dreifa þegar kemur að sýn eða áformum til framtíðar. Ekkert plan liggur fyrir og engar upplýsingar sem tilvonandi notendur geta reitt sig á. Engin svör. Unga fólkið í forgang Eftir situr ungt fólk með fatlanir sem ekki sér fram á tækifæri í nánustu framtíð til sjálfstæðrar búsetu sem varða mannréttindi hvers einstaklings. Við horfum fram á umfangsmikla íbúðauppbyggingu í Garðabæ. Því er lag að bæta lífsgæði hóps sem setið hefur eftir í forgangsröðun Sjálfstæðismanna í áratugi. Ég skora því á félaga mína í bæjarstjórn að leggjast á árarnar og styðja þá tillögu okkar að gera betur í húsnæðismálum ungs fatlaðs fólks. Höfundur er bæjarfulltrúi og oddviti Garðabæjarlistans í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Garðabær Félagsmál Mest lesið Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir skrifar Skoðun Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir skrifar Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin skrifar Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Sjá meira
„Garðabær er ekki þátttakandi í uppbyggingu félagslegs húsnæðis á höfuðborgarsvæðinu.” Þessa setningu þekkjum við flest sem fylgjumst með samfélagsmálum á höfuðborgarsvæðinu og þó víða væri leitað. Enda hárrétt. Garðabær getur ekki talist taka það verkefni alvarlega að skapa rými fyrir fjölbreyttan hóp fólks sem þarf aðstæðna sinna vegna á félagslegu húsnæði að halda. Hvort heldur sem við á fatlað fólk eða aðra hópa fólks sem þurfa á félagslegu búsetuúrræði að halda. Ung fatlað fólk bíður eftir sjálfstæðri búsetu Nú liggur fyrir nokkuð skýr mynd af þörfinni. Meðal þeirra sem bíða lengst eftir sjálfstæðri búsetu er ungt fólk með fatlanir. Það er aðkallandi að bregðast fljótt við stöðu þeirra. Krafan er skýr og lögin eru skýr hvað varðar réttindi fólks til sjálfstæðrar búsetu og val þeirra um búsetu. Vilji Sjálfstæðismanna í Garðabæ er hins vegar ekki alveg eins skýr. Hvar er sýnin til framtíðar? Félagar mínir í meirihlutanum vísa alla jafna til þess að nú sé heldur betur verið að gefa í og hver íbúðakjarninn á fætur öðrum á áætlun. Einn risinn og tveir í farvatninu, þó vissulega eigi eftir að finna þeim þriðja staðsetningu og koma inn á skipulag. Allt tekur þetta tíma og skömm að því að ekki hafi fyrr verið gert ráð fyrir slíkri búsetu í aðalskipulagi þar sem þörfin hefur verið til staðar. Lengi. Þessi tilþrif bæta því miður ekki úr þeirri brýnu þörf sem er til staðar svo heitið getur. Hér er fyrst og fremst verið að bregðast við löngu úreltu ástandi, og grípa til aðgerða vegna búsetuforms sem enn er við lýði í sveitarfélaginu og fækka sambýlum sem eiga að heyra sögunni til. Því má heldur ekki gleyma að þarfir fatlaðra eru eins ólíkar og fólkið er margt. Íbúðakjarnar henta einungis hluta þeirra sem geta ekki án félagslegs búsetuúrræðis verið. Heldur er engu til að dreifa þegar kemur að sýn eða áformum til framtíðar. Ekkert plan liggur fyrir og engar upplýsingar sem tilvonandi notendur geta reitt sig á. Engin svör. Unga fólkið í forgang Eftir situr ungt fólk með fatlanir sem ekki sér fram á tækifæri í nánustu framtíð til sjálfstæðrar búsetu sem varða mannréttindi hvers einstaklings. Við horfum fram á umfangsmikla íbúðauppbyggingu í Garðabæ. Því er lag að bæta lífsgæði hóps sem setið hefur eftir í forgangsröðun Sjálfstæðismanna í áratugi. Ég skora því á félaga mína í bæjarstjórn að leggjast á árarnar og styðja þá tillögu okkar að gera betur í húsnæðismálum ungs fatlaðs fólks. Höfundur er bæjarfulltrúi og oddviti Garðabæjarlistans í Garðabæ.
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar
Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun