Blóðsonur Tryggva Rúnars fær engar bætur af því að hann var ættleiddur Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. febrúar 2021 17:57 Albert Klahn Skaftason, Sævar Marinó Ciesielski, Kristján Viðar Viðarsson (nú Júlíusson), Guðjón Skarphéðinsson, Erla Bolladóttir og Tryggvi Rúnar Leifsson. Árið 2019 sýknaði Hæstaréttur alla nema Erlu af ákærum um að hafa orðið þeim Guðmundi Einarssyni og Geirfinni Einarssyni að bana árið 1974 Sonur Tryggva Rúnars Leifssonar, sem ættleiddur var tólf ára, fær ekki bætur frá íslenska ríkinu vegna ólögmætrar frelsissviptingar föður síns í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þessari niðurstöðu í gær en sonurinn hafði krafið ríkið um 85 milljónir króna. Dómur í málinu féll í gær en var birtur á vef dómstólanna nú síðdegis. Fréttablaðið greindi frá því í sumar að Arnar Þór Vatnsdal, blóðsonur Tryggva Rúnars, hefði krafist bóta á grundvelli laga um heimild forsætisráðherra til að greiða bætur vegna sýknudóms Hæstaréttar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. Arnar Þór er fæddur árið 1973 og var á áttunda aldursári þegar faðir hans, sem hlaut 13 ára fangelsisdóm, var látinn laus árið 1981. Arnar Þór var svo ættleiddur árið 1985, þá tólf ára. Tryggvi Rúnar lést árið 2009 en eftirlifandi eiginkona hans og dóttir, sem hann ættleiddi, fengu samtals 171 milljón króna í bætur vegna málsins. Arnar Þór byggði kröfu sína gegn ríkinu á því að óumdeilt væri að hann sé sonur Tryggva Rúnars, auk þess sem konurnar tvær hefðu fengið bætur. Lögin nái ekki til ættleiddra barna Ríkið kvað skorta lagaheimild til greiðslu bótanna. Þá taldi ríkið að lögin, sem kveða á um heimild til bótagreiðslu vegna málsins, nái ekki til ættleiddra barna. Arnar Þór hefði ekki talist barn Tryggva Rúnars eftir ættleiðinguna. Ef vilji hefði staðið til að ættleiddum börnum yrðu greiddar bætur hefði það jafnframt verið tekið skýrt fram í lögunum - en svo er ekki. Forsætisráðherra væri þannig óheimilt að greiða Arnari Þór bætur. Héraðsdómur féllst á þessi rök ríkisins; hann taldi skýrt í lögunum að ekki ætti að greiða öðrum bætur en eftirlifandi maka og börnum. Ef svo væri hefði það verið tekið fram í lögunum. Ríkið var þannig sýknað af öllum kröfum Arnars Þórs og honum gert að greiða 500 þúsund krónur í málskostnað. Guðmundar- og Geirfinnsmálin Dómsmál Tengdar fréttir Ríkið sýknað af kröfum Kristjáns Viðars og dánarbús Tryggva Rúnars Íslenska ríkið var í dag sýknað af kröfum Kristjáns Viðars Júlíussonar og dánarbús Tryggva Rúnars Leifssonar. Kröfurnar tengjast Guðmundar- og Geirfinnsmálunum en Tryggvi og Kristján voru sakfelldir vegna hvarfs Guðmundar Einarssonar og Geirfinns Einarssonar árið 1980. 20. október 2020 21:32 Ríkið hafnar kröfu Arnars Þórs Íslenska ríkið hefur hafnað kröfu Arnars Þórs Vatnsdal, blóðsonar Tryggva Rúnars Leifssonar sem fór fram á miskabætur líkt og aðrir ættingjar þeirra sem sýknaðir voru í Guðmundar- og Geirfinnsmálum eftir sinn dag, fengu. 18. júní 2020 07:14 Vill 85 milljónir í bætur vegna frelsissviptingar föður síns Arnar Þór Vatnsdal, blóðsonur Tryggva Rúnars Leifssonar, hefur farið fram á 85 milljónir króna í miskabætur frá ríkinu vegna ólögmætrar frelsissviptingar föður síns. Kröfuna byggir hann á nýjum lögum um heimild forsætisráðherra til að greiða bætur vegna sýknu í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. 12. júní 2020 07:26 Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Dómur í málinu féll í gær en var birtur á vef dómstólanna nú síðdegis. Fréttablaðið greindi frá því í sumar að Arnar Þór Vatnsdal, blóðsonur Tryggva Rúnars, hefði krafist bóta á grundvelli laga um heimild forsætisráðherra til að greiða bætur vegna sýknudóms Hæstaréttar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. Arnar Þór er fæddur árið 1973 og var á áttunda aldursári þegar faðir hans, sem hlaut 13 ára fangelsisdóm, var látinn laus árið 1981. Arnar Þór var svo ættleiddur árið 1985, þá tólf ára. Tryggvi Rúnar lést árið 2009 en eftirlifandi eiginkona hans og dóttir, sem hann ættleiddi, fengu samtals 171 milljón króna í bætur vegna málsins. Arnar Þór byggði kröfu sína gegn ríkinu á því að óumdeilt væri að hann sé sonur Tryggva Rúnars, auk þess sem konurnar tvær hefðu fengið bætur. Lögin nái ekki til ættleiddra barna Ríkið kvað skorta lagaheimild til greiðslu bótanna. Þá taldi ríkið að lögin, sem kveða á um heimild til bótagreiðslu vegna málsins, nái ekki til ættleiddra barna. Arnar Þór hefði ekki talist barn Tryggva Rúnars eftir ættleiðinguna. Ef vilji hefði staðið til að ættleiddum börnum yrðu greiddar bætur hefði það jafnframt verið tekið skýrt fram í lögunum - en svo er ekki. Forsætisráðherra væri þannig óheimilt að greiða Arnari Þór bætur. Héraðsdómur féllst á þessi rök ríkisins; hann taldi skýrt í lögunum að ekki ætti að greiða öðrum bætur en eftirlifandi maka og börnum. Ef svo væri hefði það verið tekið fram í lögunum. Ríkið var þannig sýknað af öllum kröfum Arnars Þórs og honum gert að greiða 500 þúsund krónur í málskostnað.
Guðmundar- og Geirfinnsmálin Dómsmál Tengdar fréttir Ríkið sýknað af kröfum Kristjáns Viðars og dánarbús Tryggva Rúnars Íslenska ríkið var í dag sýknað af kröfum Kristjáns Viðars Júlíussonar og dánarbús Tryggva Rúnars Leifssonar. Kröfurnar tengjast Guðmundar- og Geirfinnsmálunum en Tryggvi og Kristján voru sakfelldir vegna hvarfs Guðmundar Einarssonar og Geirfinns Einarssonar árið 1980. 20. október 2020 21:32 Ríkið hafnar kröfu Arnars Þórs Íslenska ríkið hefur hafnað kröfu Arnars Þórs Vatnsdal, blóðsonar Tryggva Rúnars Leifssonar sem fór fram á miskabætur líkt og aðrir ættingjar þeirra sem sýknaðir voru í Guðmundar- og Geirfinnsmálum eftir sinn dag, fengu. 18. júní 2020 07:14 Vill 85 milljónir í bætur vegna frelsissviptingar föður síns Arnar Þór Vatnsdal, blóðsonur Tryggva Rúnars Leifssonar, hefur farið fram á 85 milljónir króna í miskabætur frá ríkinu vegna ólögmætrar frelsissviptingar föður síns. Kröfuna byggir hann á nýjum lögum um heimild forsætisráðherra til að greiða bætur vegna sýknu í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. 12. júní 2020 07:26 Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Ríkið sýknað af kröfum Kristjáns Viðars og dánarbús Tryggva Rúnars Íslenska ríkið var í dag sýknað af kröfum Kristjáns Viðars Júlíussonar og dánarbús Tryggva Rúnars Leifssonar. Kröfurnar tengjast Guðmundar- og Geirfinnsmálunum en Tryggvi og Kristján voru sakfelldir vegna hvarfs Guðmundar Einarssonar og Geirfinns Einarssonar árið 1980. 20. október 2020 21:32
Ríkið hafnar kröfu Arnars Þórs Íslenska ríkið hefur hafnað kröfu Arnars Þórs Vatnsdal, blóðsonar Tryggva Rúnars Leifssonar sem fór fram á miskabætur líkt og aðrir ættingjar þeirra sem sýknaðir voru í Guðmundar- og Geirfinnsmálum eftir sinn dag, fengu. 18. júní 2020 07:14
Vill 85 milljónir í bætur vegna frelsissviptingar föður síns Arnar Þór Vatnsdal, blóðsonur Tryggva Rúnars Leifssonar, hefur farið fram á 85 milljónir króna í miskabætur frá ríkinu vegna ólögmætrar frelsissviptingar föður síns. Kröfuna byggir hann á nýjum lögum um heimild forsætisráðherra til að greiða bætur vegna sýknu í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. 12. júní 2020 07:26