Fagnaðarlæti brutust út í Hörpu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 23. febrúar 2021 18:30 Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu. vísir/Egill Fimmtíu manns mega koma saman samkvæmt tilslökunum á samkomubanni sem taka gildi á morgun. Allt að tvö hundruð mega sækja menningar- og íþróttaviðburði þar sem eins metra regla verður í gildi. Nýjar reglur gilda í þrjár vikur og samkvæmt þeim mega nú almennt fimmtíu manns koma saman í stað tuttugu. „Við erum áfram með tveggja metra regluna og grímur og þessi almennu varúðarsjónarmið,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, að lokum ríkisstjórnarfundi í morgun. Þá mega 200 vera á söfnum og í verslunum í stað 150. Þar gildir þó enn tveggja metra reglan og því miðast hámarksfjöldi við stærð rýmisins, eða að hámarki fimm manns á hverja tíu fermetra. Stórar breytingar eru gerðar á reglum um ýmsa viðburði. Í leikhúsum, bíó, á athöfnum trúarfélaga og á tónleikum er nú heimilt að taka á móti tvö hundruð gestum í sæti í hverju rými eða hólfi. Þar tekur eins metra reglan við af tveggja metra reglunni. Þetta á einnig við um íþróttaviðburði þar sem áhorfendur verða nú leyfðir á ný. Halda þarf utan um sætaskipulagið. „Þannig að við vitum hver situr í hvaða sæti og að þeim upplýsingum sé haldið til haga. Það eru líka ákveðin skilmerki um að það snúi allir í sömu átt þannig það séu ekki allir í kös. Það sé svona ákveði kerfi á því hvernig fólk situr,“ sagði Svandís. Þetta á að hjálpa til við smitakningu ef svo ber undir. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun.vísir/Vilhelm Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu, segir þetta tímamót í menningarlífi landsins. „Það eiginlega bara brutust út fagnaðarlæti hér í morgun þegar ég sagði frá þessu og það hefur verið bros á hverju andliti í dag. Að taka tvo metrana niður í einn metra, það bara breytir öllu.“ Með hólfaskiptingu hefur að hámarki verið hægt að taka á móti þrjú hundruð og fimmtíu manns í Eldborg sem rúmar sextán hundruð manns. „Núna miðað við þetta, þegar það má vera metri á milli og það er auðvitað grímuskylda og við erum að nota fjögur sóttvarnarhólf hérna, að þá eru þetta 750 manns. Og í öðrum stærri sölum og í opnum rýmum að þá er þetta nánast tvöföldun,“ segir Svanhildur og bætir við að framboð á viðburðum muni eflaust aukast samhliða þessu. Frá og með morgundeginum mega tvö hundruð koma saman á menningarviðburðum. Gæta þarf að eins metra nándarmörkum.vísir/vilhelm Samkvæmt nýjum reglum mega einnig fleiri fara í sund, ræktina og á skíði þar sem fjöldamörk hækka úr 50 prósent af leyfilegum hámarksfjölda í 75 prósent. Þá mega fimmtíu vera inni á veitingastöðum og börum en þar virðist tveggja metra reglan enn í gildi. Heimilt verður að taka á móti fólki til klukkan tíu en gestir mega sitja áfram til ellefu. Í áskorun frá Samtökum fyrirtækja á veitingamarkaði var skorað á stjórnvöld að ganga lengra og víkka eins metra regluna út til veitingastaða. Heilbrigðisráðherra segir ágreining um reglurnar óumfýjanlegan. „Við erum náttúrlega með opnasta samfélag í Evrópu og sem betur fer erum við að stíga stór skref og erum að gera það núna strax en ekki í einhverri óskilgreindri framtíð. En það breytir því ekki að við þurfum að halda áfram að gæta okkar og þetta er dýrmætur árangur,“ segir Svandís Svavarsdóttir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Fleiri fréttir Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Sjá meira
Nýjar reglur gilda í þrjár vikur og samkvæmt þeim mega nú almennt fimmtíu manns koma saman í stað tuttugu. „Við erum áfram með tveggja metra regluna og grímur og þessi almennu varúðarsjónarmið,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, að lokum ríkisstjórnarfundi í morgun. Þá mega 200 vera á söfnum og í verslunum í stað 150. Þar gildir þó enn tveggja metra reglan og því miðast hámarksfjöldi við stærð rýmisins, eða að hámarki fimm manns á hverja tíu fermetra. Stórar breytingar eru gerðar á reglum um ýmsa viðburði. Í leikhúsum, bíó, á athöfnum trúarfélaga og á tónleikum er nú heimilt að taka á móti tvö hundruð gestum í sæti í hverju rými eða hólfi. Þar tekur eins metra reglan við af tveggja metra reglunni. Þetta á einnig við um íþróttaviðburði þar sem áhorfendur verða nú leyfðir á ný. Halda þarf utan um sætaskipulagið. „Þannig að við vitum hver situr í hvaða sæti og að þeim upplýsingum sé haldið til haga. Það eru líka ákveðin skilmerki um að það snúi allir í sömu átt þannig það séu ekki allir í kös. Það sé svona ákveði kerfi á því hvernig fólk situr,“ sagði Svandís. Þetta á að hjálpa til við smitakningu ef svo ber undir. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun.vísir/Vilhelm Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu, segir þetta tímamót í menningarlífi landsins. „Það eiginlega bara brutust út fagnaðarlæti hér í morgun þegar ég sagði frá þessu og það hefur verið bros á hverju andliti í dag. Að taka tvo metrana niður í einn metra, það bara breytir öllu.“ Með hólfaskiptingu hefur að hámarki verið hægt að taka á móti þrjú hundruð og fimmtíu manns í Eldborg sem rúmar sextán hundruð manns. „Núna miðað við þetta, þegar það má vera metri á milli og það er auðvitað grímuskylda og við erum að nota fjögur sóttvarnarhólf hérna, að þá eru þetta 750 manns. Og í öðrum stærri sölum og í opnum rýmum að þá er þetta nánast tvöföldun,“ segir Svanhildur og bætir við að framboð á viðburðum muni eflaust aukast samhliða þessu. Frá og með morgundeginum mega tvö hundruð koma saman á menningarviðburðum. Gæta þarf að eins metra nándarmörkum.vísir/vilhelm Samkvæmt nýjum reglum mega einnig fleiri fara í sund, ræktina og á skíði þar sem fjöldamörk hækka úr 50 prósent af leyfilegum hámarksfjölda í 75 prósent. Þá mega fimmtíu vera inni á veitingastöðum og börum en þar virðist tveggja metra reglan enn í gildi. Heimilt verður að taka á móti fólki til klukkan tíu en gestir mega sitja áfram til ellefu. Í áskorun frá Samtökum fyrirtækja á veitingamarkaði var skorað á stjórnvöld að ganga lengra og víkka eins metra regluna út til veitingastaða. Heilbrigðisráðherra segir ágreining um reglurnar óumfýjanlegan. „Við erum náttúrlega með opnasta samfélag í Evrópu og sem betur fer erum við að stíga stór skref og erum að gera það núna strax en ekki í einhverri óskilgreindri framtíð. En það breytir því ekki að við þurfum að halda áfram að gæta okkar og þetta er dýrmætur árangur,“ segir Svandís Svavarsdóttir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Fleiri fréttir Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Sjá meira