Í skoðun að styrkja samgöngur til og frá flugvellinum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 23. febrúar 2021 12:09 Rútuferðir á milli Keflavíkurflugvallar og höfuðborgar liggja niðri vegna fækkunar flugfarþega. Samgöngu-og sveitarstjórnarráðuneytið hefur nú til skoðunar hvort rétt sé að grípa inn í og styrkja samgöngur þar á milli í ljósi þess að komufarþegar brjóti ítrekað reglur um sóttkví. Vísir/Vilhelm Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur nú til skoðunar hvort og þá með hvaða hætti styrkja eigi samgöngur á milli Keflavíkurflugvallar og höfuðborgarinnar í ljósi þess að enn eru brögð að því að komufarþegar virði að vettugi reglur um sóttkví með því að láta vini og ættingja sækja sig á völlinn. Öllum sem hingað koma er skylt að fara í skimun við komuna og beint í sóttkví að því loknu. Erfitt að eltast við fólk með einbeittan brotavilja Arngrímur Guðmundsson er aðstoðaryfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli. „Það er talsvert um þetta ennþá. Við erum með löggæslu alla daga niður í komusal og við sjáum endalaust af bílum sem koma að sækja. Þetta er orðinn hálfgerður eltingaleikur þar sem menn taka leigubíla niður í bæ [Keflavík] á ákveðin svæði og þar koma ættingjar og sækja þá þannig að það er orðið ansi erfitt að ná í skottið á fólki.“ Í ljósi fækkunar flugfarþega liggja rútuferðir til og frá Keflavíkurflugvelli niðri. Komufarþegar hafa því tvo valkosti í stöðunni en það er að taka leigubíl eða að leigja bílaleigubíl. „Í sjálfu sér þá horfir fólk á leigubílinn. Hann kostar dálítið mikið til Reykjavíkur til dæmis, jafnvel dýrari en flugfarið. Ég held að með því að koma upp samgöngum á milli Reykjavíkur og flugvallarins þá mun það létta mikið á þessu. Fólk myndi frekar fara í rútu til Reykjavíkur heldur en að láta sækja sig“. Fréttastofa hefur nú fengið staðfest frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu að til skoðunar sé hvort rétt sé að tryggja ódýrari samöngur á milli flugvallarins og höfuðborgarinnar í ljósi aðstæðna. Ráðuneytið skoðar nú valkosti sem uppi eru til þess en einn þeirra lýtur að því að styrkja flugrútuna. Ríkisútvarpið greindi fyrst frá. Reglugerðin að fullu innleidd á næstu dögum Líkt og fram hefur komið verða komufarþegar sektaðir fyrir að vera ekki með svokallað PCR próf. Arngrímur segist eiga von á því að ríkissaksóknari muni taka ákvörðun um sektarupphæð í dag. „Við reiknum með því að núna á næstu dögum þá verði þessi reglugerð innleidd að fullu hjá okkur þar sem menn verða sektaðir á landamærunum ef þeir koma ekki með PCR vottorð.“ Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samgöngur Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Sjá meira
Öllum sem hingað koma er skylt að fara í skimun við komuna og beint í sóttkví að því loknu. Erfitt að eltast við fólk með einbeittan brotavilja Arngrímur Guðmundsson er aðstoðaryfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli. „Það er talsvert um þetta ennþá. Við erum með löggæslu alla daga niður í komusal og við sjáum endalaust af bílum sem koma að sækja. Þetta er orðinn hálfgerður eltingaleikur þar sem menn taka leigubíla niður í bæ [Keflavík] á ákveðin svæði og þar koma ættingjar og sækja þá þannig að það er orðið ansi erfitt að ná í skottið á fólki.“ Í ljósi fækkunar flugfarþega liggja rútuferðir til og frá Keflavíkurflugvelli niðri. Komufarþegar hafa því tvo valkosti í stöðunni en það er að taka leigubíl eða að leigja bílaleigubíl. „Í sjálfu sér þá horfir fólk á leigubílinn. Hann kostar dálítið mikið til Reykjavíkur til dæmis, jafnvel dýrari en flugfarið. Ég held að með því að koma upp samgöngum á milli Reykjavíkur og flugvallarins þá mun það létta mikið á þessu. Fólk myndi frekar fara í rútu til Reykjavíkur heldur en að láta sækja sig“. Fréttastofa hefur nú fengið staðfest frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu að til skoðunar sé hvort rétt sé að tryggja ódýrari samöngur á milli flugvallarins og höfuðborgarinnar í ljósi aðstæðna. Ráðuneytið skoðar nú valkosti sem uppi eru til þess en einn þeirra lýtur að því að styrkja flugrútuna. Ríkisútvarpið greindi fyrst frá. Reglugerðin að fullu innleidd á næstu dögum Líkt og fram hefur komið verða komufarþegar sektaðir fyrir að vera ekki með svokallað PCR próf. Arngrímur segist eiga von á því að ríkissaksóknari muni taka ákvörðun um sektarupphæð í dag. „Við reiknum með því að núna á næstu dögum þá verði þessi reglugerð innleidd að fullu hjá okkur þar sem menn verða sektaðir á landamærunum ef þeir koma ekki með PCR vottorð.“
Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samgöngur Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Sjá meira