Í skoðun að styrkja samgöngur til og frá flugvellinum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 23. febrúar 2021 12:09 Rútuferðir á milli Keflavíkurflugvallar og höfuðborgar liggja niðri vegna fækkunar flugfarþega. Samgöngu-og sveitarstjórnarráðuneytið hefur nú til skoðunar hvort rétt sé að grípa inn í og styrkja samgöngur þar á milli í ljósi þess að komufarþegar brjóti ítrekað reglur um sóttkví. Vísir/Vilhelm Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur nú til skoðunar hvort og þá með hvaða hætti styrkja eigi samgöngur á milli Keflavíkurflugvallar og höfuðborgarinnar í ljósi þess að enn eru brögð að því að komufarþegar virði að vettugi reglur um sóttkví með því að láta vini og ættingja sækja sig á völlinn. Öllum sem hingað koma er skylt að fara í skimun við komuna og beint í sóttkví að því loknu. Erfitt að eltast við fólk með einbeittan brotavilja Arngrímur Guðmundsson er aðstoðaryfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli. „Það er talsvert um þetta ennþá. Við erum með löggæslu alla daga niður í komusal og við sjáum endalaust af bílum sem koma að sækja. Þetta er orðinn hálfgerður eltingaleikur þar sem menn taka leigubíla niður í bæ [Keflavík] á ákveðin svæði og þar koma ættingjar og sækja þá þannig að það er orðið ansi erfitt að ná í skottið á fólki.“ Í ljósi fækkunar flugfarþega liggja rútuferðir til og frá Keflavíkurflugvelli niðri. Komufarþegar hafa því tvo valkosti í stöðunni en það er að taka leigubíl eða að leigja bílaleigubíl. „Í sjálfu sér þá horfir fólk á leigubílinn. Hann kostar dálítið mikið til Reykjavíkur til dæmis, jafnvel dýrari en flugfarið. Ég held að með því að koma upp samgöngum á milli Reykjavíkur og flugvallarins þá mun það létta mikið á þessu. Fólk myndi frekar fara í rútu til Reykjavíkur heldur en að láta sækja sig“. Fréttastofa hefur nú fengið staðfest frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu að til skoðunar sé hvort rétt sé að tryggja ódýrari samöngur á milli flugvallarins og höfuðborgarinnar í ljósi aðstæðna. Ráðuneytið skoðar nú valkosti sem uppi eru til þess en einn þeirra lýtur að því að styrkja flugrútuna. Ríkisútvarpið greindi fyrst frá. Reglugerðin að fullu innleidd á næstu dögum Líkt og fram hefur komið verða komufarþegar sektaðir fyrir að vera ekki með svokallað PCR próf. Arngrímur segist eiga von á því að ríkissaksóknari muni taka ákvörðun um sektarupphæð í dag. „Við reiknum með því að núna á næstu dögum þá verði þessi reglugerð innleidd að fullu hjá okkur þar sem menn verða sektaðir á landamærunum ef þeir koma ekki með PCR vottorð.“ Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samgöngur Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Sjá meira
Öllum sem hingað koma er skylt að fara í skimun við komuna og beint í sóttkví að því loknu. Erfitt að eltast við fólk með einbeittan brotavilja Arngrímur Guðmundsson er aðstoðaryfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli. „Það er talsvert um þetta ennþá. Við erum með löggæslu alla daga niður í komusal og við sjáum endalaust af bílum sem koma að sækja. Þetta er orðinn hálfgerður eltingaleikur þar sem menn taka leigubíla niður í bæ [Keflavík] á ákveðin svæði og þar koma ættingjar og sækja þá þannig að það er orðið ansi erfitt að ná í skottið á fólki.“ Í ljósi fækkunar flugfarþega liggja rútuferðir til og frá Keflavíkurflugvelli niðri. Komufarþegar hafa því tvo valkosti í stöðunni en það er að taka leigubíl eða að leigja bílaleigubíl. „Í sjálfu sér þá horfir fólk á leigubílinn. Hann kostar dálítið mikið til Reykjavíkur til dæmis, jafnvel dýrari en flugfarið. Ég held að með því að koma upp samgöngum á milli Reykjavíkur og flugvallarins þá mun það létta mikið á þessu. Fólk myndi frekar fara í rútu til Reykjavíkur heldur en að láta sækja sig“. Fréttastofa hefur nú fengið staðfest frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu að til skoðunar sé hvort rétt sé að tryggja ódýrari samöngur á milli flugvallarins og höfuðborgarinnar í ljósi aðstæðna. Ráðuneytið skoðar nú valkosti sem uppi eru til þess en einn þeirra lýtur að því að styrkja flugrútuna. Ríkisútvarpið greindi fyrst frá. Reglugerðin að fullu innleidd á næstu dögum Líkt og fram hefur komið verða komufarþegar sektaðir fyrir að vera ekki með svokallað PCR próf. Arngrímur segist eiga von á því að ríkissaksóknari muni taka ákvörðun um sektarupphæð í dag. „Við reiknum með því að núna á næstu dögum þá verði þessi reglugerð innleidd að fullu hjá okkur þar sem menn verða sektaðir á landamærunum ef þeir koma ekki með PCR vottorð.“
Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samgöngur Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Sjá meira