Yfir fjörutíu milljónir í undirbúning sem reyndist óþarfur Sindri Sverrisson skrifar 24. febrúar 2021 08:32 Ísland vann 2-1 sigur gegn Rúmeníu þegar liðin mættust loks, í október í fyrra. vísir/vilhelm Það kostaði Knattspyrnusamband Íslands rúmar 42 milljónir króna að gera það mögulegt að Ísland og Rúmenía gætu mæst í umspilsleik á Íslandi í mars í fyrra. KSÍ fær ekki krónu upp í þann kostnað frá UEFA þrátt fyrir að milljónirnar hafi farið í súginn þegar UEFA ákvað að fresta leiknum. „Það komu engir peningar, hvorki frá UEFA, FIFA, Reykjavíkurborg eða nokkrum öðrum í þessa umspilsaðgerð,“ segir Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ. Íslenska karlalandsliðið í fótbolta hefur aldrei spilað utandyra á heimavelli í mars, vegna veðurfars og vallaraðstæðna. Ef ekkert hefði verið að gert varðandi Laugardalsvöll hefði liðið þurft að færa heimaleik sinn við Rúmeníu til annars lands. Hitapulsa leigð enda einn og hálfur milljarður í húfi Þess í stað brá KSÍ á það ráð að leigja sérstaka hitapulsu og freista þess að gera völlinn leikfæran, enda mikið í húfi. Ekki bara sæti í lokakeppni stórmóts, heldur að lágmarki hátt í einn og hálfur milljarður króna í verðlaunafé frá UEFA. Með mikilli vinnu og kostnaði tókst að gera Laugardalsvöll kláran í mars en vegna kórónuveirufaraldursins var leiknum á endanum frestað. Fyrst fram í júní en svo fram í október þegar hann fór loks fram. Ísland vann þá 2-1 sigur, á iðagrænum vellinum, fyrir framan 50 Tólfumeðlimi sem fengu að vera í stúkunni. Engar miðasölutekjur voru þó af leiknum fyrir KSÍ, frekar en af öðrum landsleikjum á árinu. Ísland missti svo á endanum af sæti á EM eftir nístingssárt tap á útivelli gegn Ungverjalandi í úrslitaleik í nóvember. Kostnaðurinn þó 22 milljónum lægri en áætlað var Klara og félagar hjá KSÍ töluðu fyrir daufum eyrum hjá UEFA þegar þau óskuðu eftir mótvægisaðgerðum vegna þess að leikurinn við Rúmena fór ekki fram í mars. KSÍ sparaði sér þó 22 milljónir króna með því að stíga á bremsuna þegar ljóst var í hvað stefndi vegna faraldursins. „Fjárhagsáætlun fyrir umspilsaðgerðina var upp á 64 milljónir króna. Við sáum með kannski tveggja vikna fyrirvara að útlitið var orðið dökkt og stoppuðum þá allar framkvæmdir, en vorum þá þegar búin að leigja þessa hitapulsu frá Bretlandi og kaupa gas til að hita hana. Hvoru tveggja var dýrt, og svo keyptum við líka nýjar yfirbreiðslur á völlinn. Svo fór leikurinn ekki fram, eða ekki fyrr en í október, og við fengum engar miðasölutekjur.“ Í ársreikningi KSÍ kemur fram að tekjur af landsleikjum í fyrra, karla og kvenna, hafi þó verið um 25,9 milljónir króna. Klara segir þær tekjur fyrst og fremst tilkomnar vegna auglýsingaskilta. Hagnaður KSÍ á síðasta ári var 38 milljónir króna. KSÍ UEFA EM 2020 í fótbolta Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Fleiri fréttir Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Sjá meira
„Það komu engir peningar, hvorki frá UEFA, FIFA, Reykjavíkurborg eða nokkrum öðrum í þessa umspilsaðgerð,“ segir Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ. Íslenska karlalandsliðið í fótbolta hefur aldrei spilað utandyra á heimavelli í mars, vegna veðurfars og vallaraðstæðna. Ef ekkert hefði verið að gert varðandi Laugardalsvöll hefði liðið þurft að færa heimaleik sinn við Rúmeníu til annars lands. Hitapulsa leigð enda einn og hálfur milljarður í húfi Þess í stað brá KSÍ á það ráð að leigja sérstaka hitapulsu og freista þess að gera völlinn leikfæran, enda mikið í húfi. Ekki bara sæti í lokakeppni stórmóts, heldur að lágmarki hátt í einn og hálfur milljarður króna í verðlaunafé frá UEFA. Með mikilli vinnu og kostnaði tókst að gera Laugardalsvöll kláran í mars en vegna kórónuveirufaraldursins var leiknum á endanum frestað. Fyrst fram í júní en svo fram í október þegar hann fór loks fram. Ísland vann þá 2-1 sigur, á iðagrænum vellinum, fyrir framan 50 Tólfumeðlimi sem fengu að vera í stúkunni. Engar miðasölutekjur voru þó af leiknum fyrir KSÍ, frekar en af öðrum landsleikjum á árinu. Ísland missti svo á endanum af sæti á EM eftir nístingssárt tap á útivelli gegn Ungverjalandi í úrslitaleik í nóvember. Kostnaðurinn þó 22 milljónum lægri en áætlað var Klara og félagar hjá KSÍ töluðu fyrir daufum eyrum hjá UEFA þegar þau óskuðu eftir mótvægisaðgerðum vegna þess að leikurinn við Rúmena fór ekki fram í mars. KSÍ sparaði sér þó 22 milljónir króna með því að stíga á bremsuna þegar ljóst var í hvað stefndi vegna faraldursins. „Fjárhagsáætlun fyrir umspilsaðgerðina var upp á 64 milljónir króna. Við sáum með kannski tveggja vikna fyrirvara að útlitið var orðið dökkt og stoppuðum þá allar framkvæmdir, en vorum þá þegar búin að leigja þessa hitapulsu frá Bretlandi og kaupa gas til að hita hana. Hvoru tveggja var dýrt, og svo keyptum við líka nýjar yfirbreiðslur á völlinn. Svo fór leikurinn ekki fram, eða ekki fyrr en í október, og við fengum engar miðasölutekjur.“ Í ársreikningi KSÍ kemur fram að tekjur af landsleikjum í fyrra, karla og kvenna, hafi þó verið um 25,9 milljónir króna. Klara segir þær tekjur fyrst og fremst tilkomnar vegna auglýsingaskilta. Hagnaður KSÍ á síðasta ári var 38 milljónir króna.
KSÍ UEFA EM 2020 í fótbolta Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Fleiri fréttir Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Sjá meira