Yfir fjörutíu milljónir í undirbúning sem reyndist óþarfur Sindri Sverrisson skrifar 24. febrúar 2021 08:32 Ísland vann 2-1 sigur gegn Rúmeníu þegar liðin mættust loks, í október í fyrra. vísir/vilhelm Það kostaði Knattspyrnusamband Íslands rúmar 42 milljónir króna að gera það mögulegt að Ísland og Rúmenía gætu mæst í umspilsleik á Íslandi í mars í fyrra. KSÍ fær ekki krónu upp í þann kostnað frá UEFA þrátt fyrir að milljónirnar hafi farið í súginn þegar UEFA ákvað að fresta leiknum. „Það komu engir peningar, hvorki frá UEFA, FIFA, Reykjavíkurborg eða nokkrum öðrum í þessa umspilsaðgerð,“ segir Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ. Íslenska karlalandsliðið í fótbolta hefur aldrei spilað utandyra á heimavelli í mars, vegna veðurfars og vallaraðstæðna. Ef ekkert hefði verið að gert varðandi Laugardalsvöll hefði liðið þurft að færa heimaleik sinn við Rúmeníu til annars lands. Hitapulsa leigð enda einn og hálfur milljarður í húfi Þess í stað brá KSÍ á það ráð að leigja sérstaka hitapulsu og freista þess að gera völlinn leikfæran, enda mikið í húfi. Ekki bara sæti í lokakeppni stórmóts, heldur að lágmarki hátt í einn og hálfur milljarður króna í verðlaunafé frá UEFA. Með mikilli vinnu og kostnaði tókst að gera Laugardalsvöll kláran í mars en vegna kórónuveirufaraldursins var leiknum á endanum frestað. Fyrst fram í júní en svo fram í október þegar hann fór loks fram. Ísland vann þá 2-1 sigur, á iðagrænum vellinum, fyrir framan 50 Tólfumeðlimi sem fengu að vera í stúkunni. Engar miðasölutekjur voru þó af leiknum fyrir KSÍ, frekar en af öðrum landsleikjum á árinu. Ísland missti svo á endanum af sæti á EM eftir nístingssárt tap á útivelli gegn Ungverjalandi í úrslitaleik í nóvember. Kostnaðurinn þó 22 milljónum lægri en áætlað var Klara og félagar hjá KSÍ töluðu fyrir daufum eyrum hjá UEFA þegar þau óskuðu eftir mótvægisaðgerðum vegna þess að leikurinn við Rúmena fór ekki fram í mars. KSÍ sparaði sér þó 22 milljónir króna með því að stíga á bremsuna þegar ljóst var í hvað stefndi vegna faraldursins. „Fjárhagsáætlun fyrir umspilsaðgerðina var upp á 64 milljónir króna. Við sáum með kannski tveggja vikna fyrirvara að útlitið var orðið dökkt og stoppuðum þá allar framkvæmdir, en vorum þá þegar búin að leigja þessa hitapulsu frá Bretlandi og kaupa gas til að hita hana. Hvoru tveggja var dýrt, og svo keyptum við líka nýjar yfirbreiðslur á völlinn. Svo fór leikurinn ekki fram, eða ekki fyrr en í október, og við fengum engar miðasölutekjur.“ Í ársreikningi KSÍ kemur fram að tekjur af landsleikjum í fyrra, karla og kvenna, hafi þó verið um 25,9 milljónir króna. Klara segir þær tekjur fyrst og fremst tilkomnar vegna auglýsingaskilta. Hagnaður KSÍ á síðasta ári var 38 milljónir króna. KSÍ UEFA EM 2020 í fótbolta Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Fleiri fréttir Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Sjá meira
„Það komu engir peningar, hvorki frá UEFA, FIFA, Reykjavíkurborg eða nokkrum öðrum í þessa umspilsaðgerð,“ segir Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ. Íslenska karlalandsliðið í fótbolta hefur aldrei spilað utandyra á heimavelli í mars, vegna veðurfars og vallaraðstæðna. Ef ekkert hefði verið að gert varðandi Laugardalsvöll hefði liðið þurft að færa heimaleik sinn við Rúmeníu til annars lands. Hitapulsa leigð enda einn og hálfur milljarður í húfi Þess í stað brá KSÍ á það ráð að leigja sérstaka hitapulsu og freista þess að gera völlinn leikfæran, enda mikið í húfi. Ekki bara sæti í lokakeppni stórmóts, heldur að lágmarki hátt í einn og hálfur milljarður króna í verðlaunafé frá UEFA. Með mikilli vinnu og kostnaði tókst að gera Laugardalsvöll kláran í mars en vegna kórónuveirufaraldursins var leiknum á endanum frestað. Fyrst fram í júní en svo fram í október þegar hann fór loks fram. Ísland vann þá 2-1 sigur, á iðagrænum vellinum, fyrir framan 50 Tólfumeðlimi sem fengu að vera í stúkunni. Engar miðasölutekjur voru þó af leiknum fyrir KSÍ, frekar en af öðrum landsleikjum á árinu. Ísland missti svo á endanum af sæti á EM eftir nístingssárt tap á útivelli gegn Ungverjalandi í úrslitaleik í nóvember. Kostnaðurinn þó 22 milljónum lægri en áætlað var Klara og félagar hjá KSÍ töluðu fyrir daufum eyrum hjá UEFA þegar þau óskuðu eftir mótvægisaðgerðum vegna þess að leikurinn við Rúmena fór ekki fram í mars. KSÍ sparaði sér þó 22 milljónir króna með því að stíga á bremsuna þegar ljóst var í hvað stefndi vegna faraldursins. „Fjárhagsáætlun fyrir umspilsaðgerðina var upp á 64 milljónir króna. Við sáum með kannski tveggja vikna fyrirvara að útlitið var orðið dökkt og stoppuðum þá allar framkvæmdir, en vorum þá þegar búin að leigja þessa hitapulsu frá Bretlandi og kaupa gas til að hita hana. Hvoru tveggja var dýrt, og svo keyptum við líka nýjar yfirbreiðslur á völlinn. Svo fór leikurinn ekki fram, eða ekki fyrr en í október, og við fengum engar miðasölutekjur.“ Í ársreikningi KSÍ kemur fram að tekjur af landsleikjum í fyrra, karla og kvenna, hafi þó verið um 25,9 milljónir króna. Klara segir þær tekjur fyrst og fremst tilkomnar vegna auglýsingaskilta. Hagnaður KSÍ á síðasta ári var 38 milljónir króna.
KSÍ UEFA EM 2020 í fótbolta Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Fleiri fréttir Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Sjá meira