„Hann er eiginlega svolítið eins og litli bróðir minn“ Stefán Árni Pálsson skrifar 23. febrúar 2021 12:30 Jóhannes Ásbjörnsson eignaðist bróður í Rúriki Gíslasyni. Jóhannes Ásbjörnsson var lengi vel einn vinsælasti fjölmiðlamaður landsins og byrjaði hann sinn feril í útvarpi, fór seinna yfir á PoppTV þar sem hann stýrði þættinum vinsæla 70 mínútur. Jóhannes er gestur vikunnar í Einkalífinu. Jói fór út í veitingarekstur fyrir tíu árum þegar hann opnaði Hamborgarafabrikkuna ásamt Sigmari Vilhjálmssyni en í dag rekur hann í raun átta veitingarmerki og 19 veitingastaði en hann á og rekur fyrirtækið Gleðipinnar ásamt fleirum. Um er að ræða veitingastaðina American Style, Shake&Pizza, Saffran, Blackbox, Eld Smiðjan, Aktu Taktu, Keiluhöllin, Hamborgarafabrikkan og Pítan. Mágur Jóhannesar er knattspyrnumaðurinn fyrrverandi Rúrik Gíslason og er samband þeirra gott. „Hann var svo lítill þegar ég kynntist Ollu, hann var tíu ára og hann er eiginlega svolítið eins og litli bróðir minn,“ segir Jóhannes og heldur áfram en hann er giftur Ólínu Jóhönnu Gísladóttur. „Þetta er svolítið sérstakt þar sem hann bjó svo lengi úti og bjó í rauninni erlendis frá fimmtán ára aldri og er bara nýkominn heim. Við fórum mikið út til hans og hann kom heim í fríum. Hann var mjög lítill þegar hann fór út og það má segja að það breyti aðeins sambandinu en styrkir það líka. Maður var svolítið með litla bróðir sinn í útlöndum og fjölskyldan mikið að hugsa um það hvernig hann hefði það.“ Hann segir að þeir séu mjög góðir vinir. „Hann er afskaplega góður og vel gerður drengur og við er afskaplega góðir vinir. Núna er hann búinn að leggja skóna á hilluna og er núna fyrst að upplifa hvernig normal líf hjá fjölskyldu er og hvernig það getur verið. Maður sér meira af honum. Ég er búinn að elta hann um allan heima og horfa á hann spila fótbolta. Sá hann taka Ronaldo í bakaríið á Parken og hann flaug okkur Ollu í brúðkaupsferð til Dúbaí, þetta eru svo miklir spaðar þessi fótboltamenn.“ Jóhannes er sjálfur einbirni. „Svo á ég eldri mág einnig og við erum mjög góðir vinir. Ég er einbirni sjálfur og því fékk ég tvo bræður gefins.“ Jói ræðir um samband sitt við Rúrik þegar um 27 mínútur eru liðnar af þættinum. Í þættinum hér að ofan ræðir Jói um árin í fjölmiðlunum, föðurhlutverkið og hjónabandið, þegar hann missti tengdamóður sína á síðasta ári sem var gríðarlegt áfall, samband hans við Rúrik Gíslason og margt fleira. Einkalífið Mest lesið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Fleiri fréttir Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Sjá meira
Jói fór út í veitingarekstur fyrir tíu árum þegar hann opnaði Hamborgarafabrikkuna ásamt Sigmari Vilhjálmssyni en í dag rekur hann í raun átta veitingarmerki og 19 veitingastaði en hann á og rekur fyrirtækið Gleðipinnar ásamt fleirum. Um er að ræða veitingastaðina American Style, Shake&Pizza, Saffran, Blackbox, Eld Smiðjan, Aktu Taktu, Keiluhöllin, Hamborgarafabrikkan og Pítan. Mágur Jóhannesar er knattspyrnumaðurinn fyrrverandi Rúrik Gíslason og er samband þeirra gott. „Hann var svo lítill þegar ég kynntist Ollu, hann var tíu ára og hann er eiginlega svolítið eins og litli bróðir minn,“ segir Jóhannes og heldur áfram en hann er giftur Ólínu Jóhönnu Gísladóttur. „Þetta er svolítið sérstakt þar sem hann bjó svo lengi úti og bjó í rauninni erlendis frá fimmtán ára aldri og er bara nýkominn heim. Við fórum mikið út til hans og hann kom heim í fríum. Hann var mjög lítill þegar hann fór út og það má segja að það breyti aðeins sambandinu en styrkir það líka. Maður var svolítið með litla bróðir sinn í útlöndum og fjölskyldan mikið að hugsa um það hvernig hann hefði það.“ Hann segir að þeir séu mjög góðir vinir. „Hann er afskaplega góður og vel gerður drengur og við er afskaplega góðir vinir. Núna er hann búinn að leggja skóna á hilluna og er núna fyrst að upplifa hvernig normal líf hjá fjölskyldu er og hvernig það getur verið. Maður sér meira af honum. Ég er búinn að elta hann um allan heima og horfa á hann spila fótbolta. Sá hann taka Ronaldo í bakaríið á Parken og hann flaug okkur Ollu í brúðkaupsferð til Dúbaí, þetta eru svo miklir spaðar þessi fótboltamenn.“ Jóhannes er sjálfur einbirni. „Svo á ég eldri mág einnig og við erum mjög góðir vinir. Ég er einbirni sjálfur og því fékk ég tvo bræður gefins.“ Jói ræðir um samband sitt við Rúrik þegar um 27 mínútur eru liðnar af þættinum. Í þættinum hér að ofan ræðir Jói um árin í fjölmiðlunum, föðurhlutverkið og hjónabandið, þegar hann missti tengdamóður sína á síðasta ári sem var gríðarlegt áfall, samband hans við Rúrik Gíslason og margt fleira.
Einkalífið Mest lesið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Fleiri fréttir Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Sjá meira