„Hann er eiginlega svolítið eins og litli bróðir minn“ Stefán Árni Pálsson skrifar 23. febrúar 2021 12:30 Jóhannes Ásbjörnsson eignaðist bróður í Rúriki Gíslasyni. Jóhannes Ásbjörnsson var lengi vel einn vinsælasti fjölmiðlamaður landsins og byrjaði hann sinn feril í útvarpi, fór seinna yfir á PoppTV þar sem hann stýrði þættinum vinsæla 70 mínútur. Jóhannes er gestur vikunnar í Einkalífinu. Jói fór út í veitingarekstur fyrir tíu árum þegar hann opnaði Hamborgarafabrikkuna ásamt Sigmari Vilhjálmssyni en í dag rekur hann í raun átta veitingarmerki og 19 veitingastaði en hann á og rekur fyrirtækið Gleðipinnar ásamt fleirum. Um er að ræða veitingastaðina American Style, Shake&Pizza, Saffran, Blackbox, Eld Smiðjan, Aktu Taktu, Keiluhöllin, Hamborgarafabrikkan og Pítan. Mágur Jóhannesar er knattspyrnumaðurinn fyrrverandi Rúrik Gíslason og er samband þeirra gott. „Hann var svo lítill þegar ég kynntist Ollu, hann var tíu ára og hann er eiginlega svolítið eins og litli bróðir minn,“ segir Jóhannes og heldur áfram en hann er giftur Ólínu Jóhönnu Gísladóttur. „Þetta er svolítið sérstakt þar sem hann bjó svo lengi úti og bjó í rauninni erlendis frá fimmtán ára aldri og er bara nýkominn heim. Við fórum mikið út til hans og hann kom heim í fríum. Hann var mjög lítill þegar hann fór út og það má segja að það breyti aðeins sambandinu en styrkir það líka. Maður var svolítið með litla bróðir sinn í útlöndum og fjölskyldan mikið að hugsa um það hvernig hann hefði það.“ Hann segir að þeir séu mjög góðir vinir. „Hann er afskaplega góður og vel gerður drengur og við er afskaplega góðir vinir. Núna er hann búinn að leggja skóna á hilluna og er núna fyrst að upplifa hvernig normal líf hjá fjölskyldu er og hvernig það getur verið. Maður sér meira af honum. Ég er búinn að elta hann um allan heima og horfa á hann spila fótbolta. Sá hann taka Ronaldo í bakaríið á Parken og hann flaug okkur Ollu í brúðkaupsferð til Dúbaí, þetta eru svo miklir spaðar þessi fótboltamenn.“ Jóhannes er sjálfur einbirni. „Svo á ég eldri mág einnig og við erum mjög góðir vinir. Ég er einbirni sjálfur og því fékk ég tvo bræður gefins.“ Jói ræðir um samband sitt við Rúrik þegar um 27 mínútur eru liðnar af þættinum. Í þættinum hér að ofan ræðir Jói um árin í fjölmiðlunum, föðurhlutverkið og hjónabandið, þegar hann missti tengdamóður sína á síðasta ári sem var gríðarlegt áfall, samband hans við Rúrik Gíslason og margt fleira. Einkalífið Mest lesið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Lífið Þegar allt sauð upp úr Lífið Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Fleiri fréttir Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Sjá meira
Jói fór út í veitingarekstur fyrir tíu árum þegar hann opnaði Hamborgarafabrikkuna ásamt Sigmari Vilhjálmssyni en í dag rekur hann í raun átta veitingarmerki og 19 veitingastaði en hann á og rekur fyrirtækið Gleðipinnar ásamt fleirum. Um er að ræða veitingastaðina American Style, Shake&Pizza, Saffran, Blackbox, Eld Smiðjan, Aktu Taktu, Keiluhöllin, Hamborgarafabrikkan og Pítan. Mágur Jóhannesar er knattspyrnumaðurinn fyrrverandi Rúrik Gíslason og er samband þeirra gott. „Hann var svo lítill þegar ég kynntist Ollu, hann var tíu ára og hann er eiginlega svolítið eins og litli bróðir minn,“ segir Jóhannes og heldur áfram en hann er giftur Ólínu Jóhönnu Gísladóttur. „Þetta er svolítið sérstakt þar sem hann bjó svo lengi úti og bjó í rauninni erlendis frá fimmtán ára aldri og er bara nýkominn heim. Við fórum mikið út til hans og hann kom heim í fríum. Hann var mjög lítill þegar hann fór út og það má segja að það breyti aðeins sambandinu en styrkir það líka. Maður var svolítið með litla bróðir sinn í útlöndum og fjölskyldan mikið að hugsa um það hvernig hann hefði það.“ Hann segir að þeir séu mjög góðir vinir. „Hann er afskaplega góður og vel gerður drengur og við er afskaplega góðir vinir. Núna er hann búinn að leggja skóna á hilluna og er núna fyrst að upplifa hvernig normal líf hjá fjölskyldu er og hvernig það getur verið. Maður sér meira af honum. Ég er búinn að elta hann um allan heima og horfa á hann spila fótbolta. Sá hann taka Ronaldo í bakaríið á Parken og hann flaug okkur Ollu í brúðkaupsferð til Dúbaí, þetta eru svo miklir spaðar þessi fótboltamenn.“ Jóhannes er sjálfur einbirni. „Svo á ég eldri mág einnig og við erum mjög góðir vinir. Ég er einbirni sjálfur og því fékk ég tvo bræður gefins.“ Jói ræðir um samband sitt við Rúrik þegar um 27 mínútur eru liðnar af þættinum. Í þættinum hér að ofan ræðir Jói um árin í fjölmiðlunum, föðurhlutverkið og hjónabandið, þegar hann missti tengdamóður sína á síðasta ári sem var gríðarlegt áfall, samband hans við Rúrik Gíslason og margt fleira.
Einkalífið Mest lesið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Lífið Þegar allt sauð upp úr Lífið Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Fleiri fréttir Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Sjá meira