Simeone: Mótherjar okkar eru hræddir við Suarez Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. febrúar 2021 12:06 Luis Suarez fagnar hér marki fyrir Atletico Madrid en hann er þegar kominn með sextán mörk á leiktíðinni. Getty/Denis Doyle Diego Simeone, knattspyrnustjóri Atletico Madrid, er sannfærður um að Luis Suarez geri leikmönnum Chelsea lífið leitt þegar liðin mætast i sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Fyrri leikurinn er í kvöld. Barcelona losaði sig við Luis Suarez fyrir þetta tímabil en Úrúgvæmaðurinn hefur sýnt öllum hversu stór mistök það voru að afskrifa þennan öfluga framherja. Hann er vissulega orðinn 34 ára gamall en hefur verið skotskónum í vetur. Suarez samdi við Atletico Madrid og hefur þegar skoraði 16 mörk í 24 leikjum í öllum keppnum á sínu fyrsta tímabili með félaginu. Atletico er á toppnum í spænsku deildinni og fær nú möguleika til að slá Chelsea út úr Meistaradeildinni. Simeone on Chelsea: Suarez can strike fear in any foe https://t.co/EIMT6WjHg3— Red Bun Football (@RBFutbolTweets) February 23, 2021 „Mótherjar okkar hræðast Luis og þá skiptir það engu máli hvaða keppni það er,“ sagði Diego Simeone á blaðamannafundi fyrir leikinn á móti Chelsea. „Hann hefur hæfileika og gæði sem allir mótherjar taka eftir. Við skulum ræða vandamál hans að skora á útivelli þegar við komum til London en við erum á heimavelli á morgun,“ sagði Simeone. Það er reyndar ekki hundrað prósent rétt því þótt að þetta sé heimaleikur spænska liðsins þá er leikurinn spilaður í Rúmeníu. Blaðamenn höfðu þá spurt Diego Simeone út í þá staðreynd að Luis Suarez hafi ekki skorað á útivelli í Meistaradeildinni síðan árið 2015. Diego Simeone places faith in Luis Suárez to use his 'gift' against Chelsea https://t.co/v1UN2uuyEX— The Guardian (@guardian) February 22, 2021 Þar sem Spánn bannar komu fólks frá Bretlandi vegna útbreiðslu nýja breska afbrigðisins af kórónuveirunni þá varð að færa leikinn frá Madríd til Búkarest. Suarez hefur skorað öll sextán mörk tímabilsins í spænsku deildinni og á því enn eftir að skora í Meistaradeildinni á þessari leiktíð. Luis Suarez hefur skorað 26 mörk í 64 Meistaradeildarleikjum á ferlinum. Síðasta mark hans í Meistaradeildinni kom á móti Bayern München í átta liða úrslitunum í fyrra en hann skoraði 5 mörk í 7 leikjum með Barcelona í keppninni á síðustu leiktíð. Leikur Atletico Madrid og Chelsea hefst klukkan 20.00 í kvöld en bein útsending á Stöð 2 Sport 2 hefst klukkan 19.50. Upphitun fyrir Meistaradeildarleiki kvöldsins hefst klukkan 19.15 á Stöð 2 Sport 2 en leikur Lazio og Bayern München verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4 frá klukkan 19.50. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Körfubolti Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Körfubolti Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Áfall fyrir Gísla Gotta sem meiddist í öxl Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Hákon Arnar og félagar með góðan sigur fyrir leikinn mikilvæga gegn Dortmund Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna Þórir Jóhann lagði upp í súru tapi gegn AC Milan „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Sjaldséð tækifæri Sveindísar og Ingibjörg í undanúrslit Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Heimir vill Keane meira en alla aðra í sitt landslið Ronaldo skaut á aðdáanda: Þú ert ljótur og ekkert líkur mér Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan Höjlund fékk óvænt hrós þrátt fyrir nítjánda markalausa leikinn í röð Þróttarvöllur hýsir A-landsleiki kvenna í apríl Sex leikja bann fyrir brotið á Mateta Segir að Amorim sé að „drukkna“ hjá United Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Eini leikurinn var í Íslandsförinni frægu Sjáðu dauðafæri Orra og mörk Man. Utd og Real Sociedad Ekki bara Liverpool þríeykið sem er að renna út á samning Mourinho þóttist sofna á miðjum blaðamannafundi Boltastrákur hjálpaði markverði að verja víti Sjá meira
Barcelona losaði sig við Luis Suarez fyrir þetta tímabil en Úrúgvæmaðurinn hefur sýnt öllum hversu stór mistök það voru að afskrifa þennan öfluga framherja. Hann er vissulega orðinn 34 ára gamall en hefur verið skotskónum í vetur. Suarez samdi við Atletico Madrid og hefur þegar skoraði 16 mörk í 24 leikjum í öllum keppnum á sínu fyrsta tímabili með félaginu. Atletico er á toppnum í spænsku deildinni og fær nú möguleika til að slá Chelsea út úr Meistaradeildinni. Simeone on Chelsea: Suarez can strike fear in any foe https://t.co/EIMT6WjHg3— Red Bun Football (@RBFutbolTweets) February 23, 2021 „Mótherjar okkar hræðast Luis og þá skiptir það engu máli hvaða keppni það er,“ sagði Diego Simeone á blaðamannafundi fyrir leikinn á móti Chelsea. „Hann hefur hæfileika og gæði sem allir mótherjar taka eftir. Við skulum ræða vandamál hans að skora á útivelli þegar við komum til London en við erum á heimavelli á morgun,“ sagði Simeone. Það er reyndar ekki hundrað prósent rétt því þótt að þetta sé heimaleikur spænska liðsins þá er leikurinn spilaður í Rúmeníu. Blaðamenn höfðu þá spurt Diego Simeone út í þá staðreynd að Luis Suarez hafi ekki skorað á útivelli í Meistaradeildinni síðan árið 2015. Diego Simeone places faith in Luis Suárez to use his 'gift' against Chelsea https://t.co/v1UN2uuyEX— The Guardian (@guardian) February 22, 2021 Þar sem Spánn bannar komu fólks frá Bretlandi vegna útbreiðslu nýja breska afbrigðisins af kórónuveirunni þá varð að færa leikinn frá Madríd til Búkarest. Suarez hefur skorað öll sextán mörk tímabilsins í spænsku deildinni og á því enn eftir að skora í Meistaradeildinni á þessari leiktíð. Luis Suarez hefur skorað 26 mörk í 64 Meistaradeildarleikjum á ferlinum. Síðasta mark hans í Meistaradeildinni kom á móti Bayern München í átta liða úrslitunum í fyrra en hann skoraði 5 mörk í 7 leikjum með Barcelona í keppninni á síðustu leiktíð. Leikur Atletico Madrid og Chelsea hefst klukkan 20.00 í kvöld en bein útsending á Stöð 2 Sport 2 hefst klukkan 19.50. Upphitun fyrir Meistaradeildarleiki kvöldsins hefst klukkan 19.15 á Stöð 2 Sport 2 en leikur Lazio og Bayern München verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4 frá klukkan 19.50. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Körfubolti Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Körfubolti Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Áfall fyrir Gísla Gotta sem meiddist í öxl Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Hákon Arnar og félagar með góðan sigur fyrir leikinn mikilvæga gegn Dortmund Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna Þórir Jóhann lagði upp í súru tapi gegn AC Milan „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Sjaldséð tækifæri Sveindísar og Ingibjörg í undanúrslit Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Heimir vill Keane meira en alla aðra í sitt landslið Ronaldo skaut á aðdáanda: Þú ert ljótur og ekkert líkur mér Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan Höjlund fékk óvænt hrós þrátt fyrir nítjánda markalausa leikinn í röð Þróttarvöllur hýsir A-landsleiki kvenna í apríl Sex leikja bann fyrir brotið á Mateta Segir að Amorim sé að „drukkna“ hjá United Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Eini leikurinn var í Íslandsförinni frægu Sjáðu dauðafæri Orra og mörk Man. Utd og Real Sociedad Ekki bara Liverpool þríeykið sem er að renna út á samning Mourinho þóttist sofna á miðjum blaðamannafundi Boltastrákur hjálpaði markverði að verja víti Sjá meira