Halda röngum upplýsingum að erlendum konum svo þær fái ekki hjálp Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 22. febrúar 2021 20:01 Drífa Jónasdóttir, verkefnastýra hjá Kvennaathvarfinu. Vísir/Sigurjón Erlendar konur í ofbeldissamböndum eru ekki meðvitaðar um þau úrræði sem þeim stendur til boða. Algengt er að ofbeldismennirnir nýti sér þekkingarleysi þeirra og fullyrði að þeim verði vísað úr landi ef þær leiti sér aðstoðar. Kvennaathvarfið lét á síðasta ári vinna skýrslu um stöðu erlendra kvenna sem búið höfðu við heimilisofbeldi og leitað í athvarfið. Níutíu prósent kvennanna höfðu orðið fyrir andlegu ofbeldi, áttatíu prósent fyrir líkamlegu ofbeldi og sjötíu prósent fyrir fjárhagslegu ofbeldi. Þessar sömu konur höfðu einnig fengið morðhótun, verið beittar kynferðislegu ofbeldi og verið teknar kyrkingartaki, svo dæmi séu tekin. Fæstar þeirra vissu af tilvist Kvennaathvarfsins. „Í einhverjum tilfellum höfðu gerendur haldið að þeim röngum upplýsingum og sagt: Ef þú ferð í Kvennaathvarfið þá er það bara fyrir konur sem eru heimilislausar eða í neyslu, eða sagt: Ef þú ferð þá tek ég börnin af þér. Þetta er ekki rétt,“ segir Drífa Jónasdóttir, verkefnastýra Kvennaathvarfsins. Í skýrslunni er haft eftir konu að ofbeldismaðurinn hefði verið fjarlægður af heimilinu eftir að nágrannar hringdu eftir aðstoð. Konan hafi verið of hrædd til að hringja sjálf á lögregluna. Þegar lögregla og barnavernd komu hafi konan fyrst fengið upplýsingar um athvarfið. Orðrétt segir: „Nágrannar sáu hann berja hana fyrir framan börnin, það var blóð út um allt.“ „Það þarf að fræða þessar konur meira við komuna til landsins og það hverjir eiga að gera það, sem eru væntanlega þeir sem konan er í samskiptum við eða hennar fjölskylda,“ útskýrir Drífa. Skýrsluna í heild má lesa hér. Heimilisofbeldi Innflytjendamál Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Kvennaathvarfið lét á síðasta ári vinna skýrslu um stöðu erlendra kvenna sem búið höfðu við heimilisofbeldi og leitað í athvarfið. Níutíu prósent kvennanna höfðu orðið fyrir andlegu ofbeldi, áttatíu prósent fyrir líkamlegu ofbeldi og sjötíu prósent fyrir fjárhagslegu ofbeldi. Þessar sömu konur höfðu einnig fengið morðhótun, verið beittar kynferðislegu ofbeldi og verið teknar kyrkingartaki, svo dæmi séu tekin. Fæstar þeirra vissu af tilvist Kvennaathvarfsins. „Í einhverjum tilfellum höfðu gerendur haldið að þeim röngum upplýsingum og sagt: Ef þú ferð í Kvennaathvarfið þá er það bara fyrir konur sem eru heimilislausar eða í neyslu, eða sagt: Ef þú ferð þá tek ég börnin af þér. Þetta er ekki rétt,“ segir Drífa Jónasdóttir, verkefnastýra Kvennaathvarfsins. Í skýrslunni er haft eftir konu að ofbeldismaðurinn hefði verið fjarlægður af heimilinu eftir að nágrannar hringdu eftir aðstoð. Konan hafi verið of hrædd til að hringja sjálf á lögregluna. Þegar lögregla og barnavernd komu hafi konan fyrst fengið upplýsingar um athvarfið. Orðrétt segir: „Nágrannar sáu hann berja hana fyrir framan börnin, það var blóð út um allt.“ „Það þarf að fræða þessar konur meira við komuna til landsins og það hverjir eiga að gera það, sem eru væntanlega þeir sem konan er í samskiptum við eða hennar fjölskylda,“ útskýrir Drífa. Skýrsluna í heild má lesa hér.
Heimilisofbeldi Innflytjendamál Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira