Maðurinn sem beitti Júggabragðinu á Guðmund Guðmundsson í Höllinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. febrúar 2021 11:00 Úrklippa af umfjöllun Þjóðviljans um landsleik Íslands og Júgóslavíu fyrir 34 árum síðan. Skjámynd/timarit.is/Þjóðviljinn Zlatko Saracevic lést í gær en hann er frægur hér á landi fyrir ljósmynd sem náðist af honum á þessum tíma fyrir meira en þremur áratugum síðan. Íslenskur ljósmyndari náði frægri mynd af Zlatko Saracevic í landsleik í Laugardalshöllinni fyrir 34 árum síðan. Eftir það gátu leikmenn Júgóslava ekki svarið af sér Júggabragðið lengur. Króatíska handboltagoðsögnin féll óvænt frá í gær eftir að hafa fengið hjartaáfall á heimleið eftir leik hjá sínu liði. Hann hefur stýrt sigursælasta kvennaliði Króatíu, Podravka, síðustu ár. Hann kom oft til Íslands til að spila, spilaði hér meðal annars fyrir tvö landslið og vann verðlaun á heimsmeistaramótinu á Íslandi 1995. Úrklippa af mynd Einars Ólafsonar af Zlatko Saracevic að beita júgóslavneska bragðinu á Guðmund Guðmundsson, hornamann íslenska landsliðsins í Laugardalshöllinni 23. febrúar 1987. Myndin birtist daginn eftir í Þjóðviljanum.Skjámynd/timarit.is/Þjóðviljinn Zlatko Saracevic var frábær hægri skytta og vann verðlaun á stórmótum með bæði júgóslavneska og króatíska landsliðinu. Gullverðlaunin komu með tíu ára millibili, því hann varð heimsmeistari með Júgóslavíu á HM í Sviss 1986 og Ólympíumeistari með Króatíu á Ól í Atlanta 1996. Hann vann einnig silfur á HM á Íslandi 1995, brons á Ólympíuleikunum í Seoul 1988 og brons á EM í Portúgal 1994. Saracevic skoraði yfir tvö hundruð mörk fyrir bæði landslið Júgóslavíu frá 1981 til 1991 og fyrir landslið Króatíu frá 1992 til 2000. Stórhættulegt bragð í Laugardalshöll Saracevic er þó líklega frægastur hér á Íslandi fyrir eina mynd sem Einar Ólason, þá ljósmyndari Þjóðviljans, náði af honum í landsleik á móti Íslandi í Laugardalshöllinni í febrúar 1987. Myndin birtist í Þjóðviljanum daginn eftir leikinn eins og sjá má á úrklippunni hér til hliðar. Ísland mætti Júgóslavíu í tveimur vináttulansleikjum í Laugardalshöllinni fyrir 34 árum síðan en Júgóslavar voru þá ríkjandi heims- og Ólympíumeistarar. Júgóslavar unnu fyrri leikinn 20-19 en íslensku strákarnir svöruðu með því að vinna seinni leikinn 24-20. Zlatko Saracevic skoraði fjögur mörk í fyrri leiknum en aðeins eitt í þeim síðar. Mynd Einars fór víða Myndin fræga sýndi Zlatko Saracevic beita júgóslavneska bragðinu á Guðmund Guðmundsson, núverandi landsliðsþjálfara Íslands. Hún var tekin í fyrri leiknum og sannaði án nokkurs vafa tilurð þessa stórhættulega bragðs sem mótherjar júgóslavneska landsliðsins höfðu kvartað yfir svo lengi. Í frétt í Þjóðviljanum daginn eftir seinni leikinn kom fram að mynd Einars Ólasonar hefði farið víða en hún var sögð þar hafa birst í Noregi og Vestur-Þýskalandi sem og hún var send sem sönnunargagn til Alþjóða handknattleiksambandsins. Það má sjá þá frétt hér fyrir neðan. Fréttin í Þjóðviljanum um að myndin hafi vakið erlendisSkjámynd/timarit.is/Þjóðviljinn Handbolti Króatía Tengdar fréttir Fékk hjartaáfall og lést á rauðu ljósi eftir sigur á erkifjendunum Króatíska handboltahetjan Zlatko Saracevic lést í nótt, rétt eftir að hafa rætt við fjölmiðla að loknum sigri síns liðs. 22. febrúar 2021 08:01 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum Sjá meira
Íslenskur ljósmyndari náði frægri mynd af Zlatko Saracevic í landsleik í Laugardalshöllinni fyrir 34 árum síðan. Eftir það gátu leikmenn Júgóslava ekki svarið af sér Júggabragðið lengur. Króatíska handboltagoðsögnin féll óvænt frá í gær eftir að hafa fengið hjartaáfall á heimleið eftir leik hjá sínu liði. Hann hefur stýrt sigursælasta kvennaliði Króatíu, Podravka, síðustu ár. Hann kom oft til Íslands til að spila, spilaði hér meðal annars fyrir tvö landslið og vann verðlaun á heimsmeistaramótinu á Íslandi 1995. Úrklippa af mynd Einars Ólafsonar af Zlatko Saracevic að beita júgóslavneska bragðinu á Guðmund Guðmundsson, hornamann íslenska landsliðsins í Laugardalshöllinni 23. febrúar 1987. Myndin birtist daginn eftir í Þjóðviljanum.Skjámynd/timarit.is/Þjóðviljinn Zlatko Saracevic var frábær hægri skytta og vann verðlaun á stórmótum með bæði júgóslavneska og króatíska landsliðinu. Gullverðlaunin komu með tíu ára millibili, því hann varð heimsmeistari með Júgóslavíu á HM í Sviss 1986 og Ólympíumeistari með Króatíu á Ól í Atlanta 1996. Hann vann einnig silfur á HM á Íslandi 1995, brons á Ólympíuleikunum í Seoul 1988 og brons á EM í Portúgal 1994. Saracevic skoraði yfir tvö hundruð mörk fyrir bæði landslið Júgóslavíu frá 1981 til 1991 og fyrir landslið Króatíu frá 1992 til 2000. Stórhættulegt bragð í Laugardalshöll Saracevic er þó líklega frægastur hér á Íslandi fyrir eina mynd sem Einar Ólason, þá ljósmyndari Þjóðviljans, náði af honum í landsleik á móti Íslandi í Laugardalshöllinni í febrúar 1987. Myndin birtist í Þjóðviljanum daginn eftir leikinn eins og sjá má á úrklippunni hér til hliðar. Ísland mætti Júgóslavíu í tveimur vináttulansleikjum í Laugardalshöllinni fyrir 34 árum síðan en Júgóslavar voru þá ríkjandi heims- og Ólympíumeistarar. Júgóslavar unnu fyrri leikinn 20-19 en íslensku strákarnir svöruðu með því að vinna seinni leikinn 24-20. Zlatko Saracevic skoraði fjögur mörk í fyrri leiknum en aðeins eitt í þeim síðar. Mynd Einars fór víða Myndin fræga sýndi Zlatko Saracevic beita júgóslavneska bragðinu á Guðmund Guðmundsson, núverandi landsliðsþjálfara Íslands. Hún var tekin í fyrri leiknum og sannaði án nokkurs vafa tilurð þessa stórhættulega bragðs sem mótherjar júgóslavneska landsliðsins höfðu kvartað yfir svo lengi. Í frétt í Þjóðviljanum daginn eftir seinni leikinn kom fram að mynd Einars Ólasonar hefði farið víða en hún var sögð þar hafa birst í Noregi og Vestur-Þýskalandi sem og hún var send sem sönnunargagn til Alþjóða handknattleiksambandsins. Það má sjá þá frétt hér fyrir neðan. Fréttin í Þjóðviljanum um að myndin hafi vakið erlendisSkjámynd/timarit.is/Þjóðviljinn
Handbolti Króatía Tengdar fréttir Fékk hjartaáfall og lést á rauðu ljósi eftir sigur á erkifjendunum Króatíska handboltahetjan Zlatko Saracevic lést í nótt, rétt eftir að hafa rætt við fjölmiðla að loknum sigri síns liðs. 22. febrúar 2021 08:01 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum Sjá meira
Fékk hjartaáfall og lést á rauðu ljósi eftir sigur á erkifjendunum Króatíska handboltahetjan Zlatko Saracevic lést í nótt, rétt eftir að hafa rætt við fjölmiðla að loknum sigri síns liðs. 22. febrúar 2021 08:01
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti