Lífið

Grunaður um að hafa valdið dauða föður Nicki Minaj

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Nicki Minaj hefur ekki tjáð sig opinberlega um andlát föður síns. 
Nicki Minaj hefur ekki tjáð sig opinberlega um andlát föður síns.  Getty/Gilbert Carrasquillo

Sjötugur karlmaður hefur verið handtekinn, grunaður um að orðið valdur að bana Robert Maraj, föður tónlistarkonunnar Nicki Minaj.

Hinn handtekni heitir Charles Polevich og var handtekinn á Long Island í New York-ríki í Bandaríkjunum en hann er grunaður um að hafa valdið bílslysi, ekið burt af vettvangi og átt við sönnunargögn, en faðir rapparans lést í slysinu.

Maraj var 64 ára þegar hann varð fyrir bíl þann 12. febrúar síðastliðinn. Hann var fluttur slasaður á sjúkrahús þar sem hann lést af sárum sínum. Lögreglan í Nassau-sýslu segir að Polevich hafi stoppað og farið út úr bílnum eftir að hafa ekið á Maraj og hafi kannað ástand hans. Síðan hafi hann farið aftur upp í bíl sinn og ekið í burtu að því er fréttastofa CBS greinir frá. Polevich verður leiddur fyrir dómara á miðvikudaginn.

Nicki Minaj, sem heitir réttu nafni Onika Tanya Maraj en er betur þekkt undir listamannsnafni sínu, hefur ekki tjáð sig opinberlega um andlát föður síns.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×