Hálfníu og níu hjá Borginni Jóhanna Thorsteinson skrifar 19. febrúar 2021 08:01 Sem íbúi í Reykjavíkurborg hef ég oft velt því fyrir mér hvers vegna grenndargámarnir í hverfinu mínu sé ekki þrifnir oftar en raun ber vitni um. Ég hef stundum velt því fyrir mér hvort ég ætti nú ekki bara að labba mig út og taka til hendinni. Veit raunar að nágrannar mínir á níræðisaldri hafa það fyrir sið að taka það verk sér fyrir hendi í daglegum göngutúrum sínum þegar þeim ofbýður. Um leið eru þeir að tína upp sígarettustubbana neðan við blokkina okkar, en þeir eru ófáir. Auðvitað eigum við íbúðaeigendurnir að þrífa okkar blett. Í gær,18. febrúar, var mikil veðurblíða í borginni. Ég fór í gönguferð um hverfið mitt. Mér blöskraði uppsafnaður haugur af haustlaufinu sem hægt og rólega var í sínu eðlilega ferli að rotna niður og verða hægt og bítandi að gróðurmold. Af þessu er sjónmengun og sóðaskapur, auk þess sem svona rotnandi lanir af gróðri er mjög hálar og sleipar ef stigið er á þær. Ég hringdi því í borgina 411 1000 og bað um samtal við umhverfisfulltrúa. „Hvern þeirra?” svaraði stúlkan á skiptiborðinu. „Þann sem fer fyrir þessum málaflokki” svara ég. „Þeir eru svo margir” svarar stúlkan. „Nú?” spyr ég. „Er enginn sem er yfir þessum málaflokki?” „Ja, það er þá……” svarar stúlkan. Ég hugsa með mér, hvað ætli vinni margir í þessum málaflokki? Og hvað ætli séu margir fulltrúarnir? Upphátt spyr ég hvort ég geti þá ekki fengið að tala við einhvern þessarra fullrúa. Nei, er svarað hinum megin á línunni. Þeir taka bara símann á milli half níu og níu. Nú? Spyr ég… er allur þessi hópur þá við símann bara í hálftíma á dag? Já svarar stúlkan, en þú getur sent inn erindi og þeir svara venjulega mjög fljótt. Stundum hringja þeir í folk…. Og eru þið sem starfið við skiptiborð allan daginn að upplýsa folk um að fulltrúarnir séu bara við milli hálfníu og níu? Já svaraði blessuð stúlkan. Mér verður orða vant. Veiztu segi ég, það er sem sagt auðveldara að ná í borgarfulltrúa en embættismenn og starfsfólk og fulltrúa í vinnu hjá Reykjavíkurborg. Þeir svara nefnilega símanum yfirleitt alla daga og öll kvöld. Stúlkunni á línu borgarinnar verður svarafátt. Já það getur kannski verið… Sennilega hefði ég átt að hringja í hverfamiðstöðina í mínu hverfi. En, ég geri ráð fyrir að þar sé bara unnið eftir fyrirmælum að ofan…og í toppinn er ekki hægt að ná nema á milli hálfníu og níu á daginn. Óski borgarbúi eftir fundi með borgarstjóranum sínum, þá er ekki á vísan að róa með slíkt erindi. Í fyrsta lagi þarf að biðja um samtal. Sennilega í gegnum ritara hans. Síðan velur hann úr þau símtöl eða fundi með borgarbúanum eftir því hvort hann vill svara eða ekki. Eða hann vísar erindinu áfram á viðeigandi “fulltrúa” innan borgarkerfisins. Ætli starfsmannafjöldinn á launaskrá hjá Reykjavíkurborg nemi ekki nærri tíuþúsund manns. En aðgengi að þessu ágæta fólki virðist vera milli hálfníu og níu…. Ætli svo taki ekki við snöggur kaffitími og þá fundir frá kl. 10:00?? Hádegisverður og síðan taki fleiri fundir við, fram eftir degi. Hver er framlegðin í þessu hafi starfsfólks? Höfundur er Reykvíkingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Stjórnsýsla Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Sjá meira
Sem íbúi í Reykjavíkurborg hef ég oft velt því fyrir mér hvers vegna grenndargámarnir í hverfinu mínu sé ekki þrifnir oftar en raun ber vitni um. Ég hef stundum velt því fyrir mér hvort ég ætti nú ekki bara að labba mig út og taka til hendinni. Veit raunar að nágrannar mínir á níræðisaldri hafa það fyrir sið að taka það verk sér fyrir hendi í daglegum göngutúrum sínum þegar þeim ofbýður. Um leið eru þeir að tína upp sígarettustubbana neðan við blokkina okkar, en þeir eru ófáir. Auðvitað eigum við íbúðaeigendurnir að þrífa okkar blett. Í gær,18. febrúar, var mikil veðurblíða í borginni. Ég fór í gönguferð um hverfið mitt. Mér blöskraði uppsafnaður haugur af haustlaufinu sem hægt og rólega var í sínu eðlilega ferli að rotna niður og verða hægt og bítandi að gróðurmold. Af þessu er sjónmengun og sóðaskapur, auk þess sem svona rotnandi lanir af gróðri er mjög hálar og sleipar ef stigið er á þær. Ég hringdi því í borgina 411 1000 og bað um samtal við umhverfisfulltrúa. „Hvern þeirra?” svaraði stúlkan á skiptiborðinu. „Þann sem fer fyrir þessum málaflokki” svara ég. „Þeir eru svo margir” svarar stúlkan. „Nú?” spyr ég. „Er enginn sem er yfir þessum málaflokki?” „Ja, það er þá……” svarar stúlkan. Ég hugsa með mér, hvað ætli vinni margir í þessum málaflokki? Og hvað ætli séu margir fulltrúarnir? Upphátt spyr ég hvort ég geti þá ekki fengið að tala við einhvern þessarra fullrúa. Nei, er svarað hinum megin á línunni. Þeir taka bara símann á milli half níu og níu. Nú? Spyr ég… er allur þessi hópur þá við símann bara í hálftíma á dag? Já svarar stúlkan, en þú getur sent inn erindi og þeir svara venjulega mjög fljótt. Stundum hringja þeir í folk…. Og eru þið sem starfið við skiptiborð allan daginn að upplýsa folk um að fulltrúarnir séu bara við milli hálfníu og níu? Já svaraði blessuð stúlkan. Mér verður orða vant. Veiztu segi ég, það er sem sagt auðveldara að ná í borgarfulltrúa en embættismenn og starfsfólk og fulltrúa í vinnu hjá Reykjavíkurborg. Þeir svara nefnilega símanum yfirleitt alla daga og öll kvöld. Stúlkunni á línu borgarinnar verður svarafátt. Já það getur kannski verið… Sennilega hefði ég átt að hringja í hverfamiðstöðina í mínu hverfi. En, ég geri ráð fyrir að þar sé bara unnið eftir fyrirmælum að ofan…og í toppinn er ekki hægt að ná nema á milli hálfníu og níu á daginn. Óski borgarbúi eftir fundi með borgarstjóranum sínum, þá er ekki á vísan að róa með slíkt erindi. Í fyrsta lagi þarf að biðja um samtal. Sennilega í gegnum ritara hans. Síðan velur hann úr þau símtöl eða fundi með borgarbúanum eftir því hvort hann vill svara eða ekki. Eða hann vísar erindinu áfram á viðeigandi “fulltrúa” innan borgarkerfisins. Ætli starfsmannafjöldinn á launaskrá hjá Reykjavíkurborg nemi ekki nærri tíuþúsund manns. En aðgengi að þessu ágæta fólki virðist vera milli hálfníu og níu…. Ætli svo taki ekki við snöggur kaffitími og þá fundir frá kl. 10:00?? Hádegisverður og síðan taki fleiri fundir við, fram eftir degi. Hver er framlegðin í þessu hafi starfsfólks? Höfundur er Reykvíkingur.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun