Demi Lovato var nær dauða en lífi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. febrúar 2021 08:32 Demi Lovato kom fram á Billboard-verðlaunahátíðinni í fyrra. Getty/Kevin Mazur Bandaríska tónlistar- og leikkonan Demi Lovato segist hafa verið nær dauða en lífi eftir að hún tók of stóran skammt af fíkniefnum árið 2018. Hún hafi fengið þrjú heilablóðföll og hjartaáfall vegna skammtsins og segir lækna hafa sagt að hún hafi verið fimm til tíu mínútum frá því að deyja. Lovato tjáir sig í fyrsta skipti um þessa lífsreynslu sína í nýjum heimildarþáttum sem heita Demi Lovato: Dancing with the Devil en stikla fyrir þættina var birt í gær. Það var í júlí 2018 sem Lovato fannst meðvitundarlaus á heimili sínu í Los Angeles. Hún var flutt í skyndi á sjúkrahús þar sem tókst að bjarga lífi hennar en hún hafði tekið of stóran skammt af ópíóðum. I've been holding #DemiDWTD incredibly close to my heart, and now it's time to share an inside look. This is only a short preview of what is to come... Join me on March 23 for the premiere on @YouTube https://t.co/G0dIbHoHWu— Demi Lovato (@ddlovato) February 17, 2021 Lovato, sem er fædd árið 1992, hafði þá verið edrú í sex ár. Hún opnaði sig um vímuefnaneyslu sína á unglingsárunum árið 2017 og mánuði áður en hún var flutt á spítala 2018 hafði hún gefið út lagið Sober. „Ég fékk þrjú slög og ég fékk hjartaáfall. Læknarnir sögðu að ég hafi átt fimm til tíu mínútur eftir ólifaðar,“ segir Lovato í stiklunni fyrir heimildarþættina. Þá sagði hún í viðtali við AP að hún væri með heilaskaða eftir ofskömmtunina. Sem barn lék Lovato í þáttunum Barney and Friends. Hún varð svo enn þekktari sem unglingur á Disney-sjónvarpsstöðinni þar sem hún lék meðal annars í Camp Rock-myndunum sem nutu gríðarlega vinsælda. Lovato sneri síðan meira að tónlistinni og hefur gefið út sex plötur. Hún hefur einnig verið dómari í X-Factor-þáttunum í Bandaríkjunum. Hollywood Fíkn Mest lesið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Lífið Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Sjá meira
Hún hafi fengið þrjú heilablóðföll og hjartaáfall vegna skammtsins og segir lækna hafa sagt að hún hafi verið fimm til tíu mínútum frá því að deyja. Lovato tjáir sig í fyrsta skipti um þessa lífsreynslu sína í nýjum heimildarþáttum sem heita Demi Lovato: Dancing with the Devil en stikla fyrir þættina var birt í gær. Það var í júlí 2018 sem Lovato fannst meðvitundarlaus á heimili sínu í Los Angeles. Hún var flutt í skyndi á sjúkrahús þar sem tókst að bjarga lífi hennar en hún hafði tekið of stóran skammt af ópíóðum. I've been holding #DemiDWTD incredibly close to my heart, and now it's time to share an inside look. This is only a short preview of what is to come... Join me on March 23 for the premiere on @YouTube https://t.co/G0dIbHoHWu— Demi Lovato (@ddlovato) February 17, 2021 Lovato, sem er fædd árið 1992, hafði þá verið edrú í sex ár. Hún opnaði sig um vímuefnaneyslu sína á unglingsárunum árið 2017 og mánuði áður en hún var flutt á spítala 2018 hafði hún gefið út lagið Sober. „Ég fékk þrjú slög og ég fékk hjartaáfall. Læknarnir sögðu að ég hafi átt fimm til tíu mínútur eftir ólifaðar,“ segir Lovato í stiklunni fyrir heimildarþættina. Þá sagði hún í viðtali við AP að hún væri með heilaskaða eftir ofskömmtunina. Sem barn lék Lovato í þáttunum Barney and Friends. Hún varð svo enn þekktari sem unglingur á Disney-sjónvarpsstöðinni þar sem hún lék meðal annars í Camp Rock-myndunum sem nutu gríðarlega vinsælda. Lovato sneri síðan meira að tónlistinni og hefur gefið út sex plötur. Hún hefur einnig verið dómari í X-Factor-þáttunum í Bandaríkjunum.
Hollywood Fíkn Mest lesið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Lífið Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Sjá meira