Vel vopnum búin Gústav Adolf Bergmann Sigurbjörnsson skrifar 17. febrúar 2021 16:30 Maður er skotinn til bana í Reykjavík. Og enn og aftur upphefst kunnuglegt margtuggið stef. Í hvert skipti sem svona jaðartilvik eiga sér stað þá rísa ákveðnir aðilar upp, þar á meðal þingmenn úr röðum Sjálfstæðisflokks, og kalla eftir aukinni vopnvæðingu lögreglunnar. Ríkislögreglustjóri mætir í viðtal og vill endurskoða vopnareglur. En hverju hefði það breytt í þessu tilviki hefði lögreglan verið almennt meira vopnum búin en hún er nú þegar? Nákvæmlega engu og við vitum það. Það voru engir lögregluþjónar á staðnum þegar atvikið átti sér stað og ekki var þeim ógnað með vopnum þegar hinir grunuðu voru handteknir. Hversu oft er almennum lögreglumönnum yfirhöfuð ógnað með skotvopnum? Helst myndi aukinn vígbúnaður lögreglu breyta því að við myndum fjölga þeim tilvikum til muna þar sem rimmum milli lögreglu og borgara lyki með skotsárum eða dauðsfalli, eins og dæmin sanna. Það er enginn eðlismunur á þessum röksemdarfærslum vopnvæðingarsinnanna og þeim sem sjást í umræðunni um skotárásir í skólum í Bandaríkjunum. Þar hefur til dæmis verið kallað eftir því að kennarar – já kennarar – væru betur vopnaðir, því þá geti þeir stöðvað árásarmenn. Verið er að kalla eftir lausnum sem gera vandamálið stærra og undirbúa jarðveginn fyrir ömurlegan hildarleik. Í Danmörku er tíðrætt um glæpasamtök og gengi sem ganga laus um stræti borgarinnar. Einstöku sinnum eiga sér stað útistöður milli gengja á götum úti í formi skotbardaga. En það sem vert er að hafa í huga er það að í fyrsta lagi beina þeir spjótum sínum nánast undantekningarlaust hver að öðrum. Í öðru lagi láta þeir sig hverfa um leið og lögreglan lætur sjá sig, enda hefðu glæpamenn ekkert upp úr því að eiga í útistöðum við hana. Jafnvel þó glæpalandslagið hér sé að breytast, þá er engin ástæða til að ætla að það sama myndi ekki gilda um Ísland. Í þeim örfáu tilvikum sem glæpamenn sýna í raun og veru vilja til að kljást við laganna verði, þá höfum við sérstakt, vel þjálfað viðbragðsteymi sem kemur til aðstoðar með skömmum fyrirvara. Við erum friðsælt samfélag þar sem vopnuð átök eru sárasjaldgæf. Flest glæpsamlegt athæfi má rekja til félagslegra eða sálrænna erfiðleika eða til fátæktar og við ættum í auknum mæli að takast á við þau vandamál með þá hugsun að leiðarljósi. Neyslurýmin sem nú er verið að setja upp í Reykjavík og afglæpavæðing neysluskammta er liður í því að skapa hér umhyggjusamara samfélag sem leitast við að halda utan um þau sem minnst mega sín í samfélaginu. Vopnvæðing lögreglunnar væri skref í þveröfuga átt. Ef við ætlum á annað borð að vígbúa lögregluna þá þætti mér heilbrigðara að sjá lögreglu og þingmenn kalla eftir auknu stuðningsneti lögreglunnar, hækka við hana launin, , styrkja sálfræði- og félagslega þekkingu hennar og vígbúa lögregludeildir landsins með félagsráðgjöfum og sálfræðingum frekar en skotvopnum. Höfundur er formaður Vinstri Grænna í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gústav Adolf Bergmann Sigurbjörnsson Lögreglan Mest lesið Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Skoðun Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Sjá meira
Maður er skotinn til bana í Reykjavík. Og enn og aftur upphefst kunnuglegt margtuggið stef. Í hvert skipti sem svona jaðartilvik eiga sér stað þá rísa ákveðnir aðilar upp, þar á meðal þingmenn úr röðum Sjálfstæðisflokks, og kalla eftir aukinni vopnvæðingu lögreglunnar. Ríkislögreglustjóri mætir í viðtal og vill endurskoða vopnareglur. En hverju hefði það breytt í þessu tilviki hefði lögreglan verið almennt meira vopnum búin en hún er nú þegar? Nákvæmlega engu og við vitum það. Það voru engir lögregluþjónar á staðnum þegar atvikið átti sér stað og ekki var þeim ógnað með vopnum þegar hinir grunuðu voru handteknir. Hversu oft er almennum lögreglumönnum yfirhöfuð ógnað með skotvopnum? Helst myndi aukinn vígbúnaður lögreglu breyta því að við myndum fjölga þeim tilvikum til muna þar sem rimmum milli lögreglu og borgara lyki með skotsárum eða dauðsfalli, eins og dæmin sanna. Það er enginn eðlismunur á þessum röksemdarfærslum vopnvæðingarsinnanna og þeim sem sjást í umræðunni um skotárásir í skólum í Bandaríkjunum. Þar hefur til dæmis verið kallað eftir því að kennarar – já kennarar – væru betur vopnaðir, því þá geti þeir stöðvað árásarmenn. Verið er að kalla eftir lausnum sem gera vandamálið stærra og undirbúa jarðveginn fyrir ömurlegan hildarleik. Í Danmörku er tíðrætt um glæpasamtök og gengi sem ganga laus um stræti borgarinnar. Einstöku sinnum eiga sér stað útistöður milli gengja á götum úti í formi skotbardaga. En það sem vert er að hafa í huga er það að í fyrsta lagi beina þeir spjótum sínum nánast undantekningarlaust hver að öðrum. Í öðru lagi láta þeir sig hverfa um leið og lögreglan lætur sjá sig, enda hefðu glæpamenn ekkert upp úr því að eiga í útistöðum við hana. Jafnvel þó glæpalandslagið hér sé að breytast, þá er engin ástæða til að ætla að það sama myndi ekki gilda um Ísland. Í þeim örfáu tilvikum sem glæpamenn sýna í raun og veru vilja til að kljást við laganna verði, þá höfum við sérstakt, vel þjálfað viðbragðsteymi sem kemur til aðstoðar með skömmum fyrirvara. Við erum friðsælt samfélag þar sem vopnuð átök eru sárasjaldgæf. Flest glæpsamlegt athæfi má rekja til félagslegra eða sálrænna erfiðleika eða til fátæktar og við ættum í auknum mæli að takast á við þau vandamál með þá hugsun að leiðarljósi. Neyslurýmin sem nú er verið að setja upp í Reykjavík og afglæpavæðing neysluskammta er liður í því að skapa hér umhyggjusamara samfélag sem leitast við að halda utan um þau sem minnst mega sín í samfélaginu. Vopnvæðing lögreglunnar væri skref í þveröfuga átt. Ef við ætlum á annað borð að vígbúa lögregluna þá þætti mér heilbrigðara að sjá lögreglu og þingmenn kalla eftir auknu stuðningsneti lögreglunnar, hækka við hana launin, , styrkja sálfræði- og félagslega þekkingu hennar og vígbúa lögregludeildir landsins með félagsráðgjöfum og sálfræðingum frekar en skotvopnum. Höfundur er formaður Vinstri Grænna í Reykjavík.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun