Erlent

„Ekkert merkilegt“ en sjónrænt eldgos í Etnu

Samúel Karl Ólason skrifar
Hraunið braut sér leið út úr suðausturhluta Etnu og á tíma spúði fjallið hrauninu í loftið.
Hraunið braut sér leið út úr suðausturhluta Etnu og á tíma spúði fjallið hrauninu í loftið. EPA/ORIETTA SCARDINO

Etna, stærsta virka eldfjall Evrópu, byrjaði að gjósa með látum gær og sendir reyk og ösku hátt til himins. Sérfræðingar á Sikiley segjast þó hafa séð það verra og er eldgosið ekki sagt ógna nærliggjandi byggðum en þrjú þorp eru vöktuð.

Enginn hefur orðið fyrir skaða vegna eldgossins, svo vitað sé, en fylgst er með þorpunum Linguaglossa, Fornazzo og Milo.

Etna er 3.324 metra hátt eldfjall og eru nokkrar byggðir nálægt því. Samkvæmt frétt Sky News hefur dregið úr umfangi eldgossins í morgun.

ANSA fréttaveitan frá Ítalíu, segir íbúa margra bæja í kringum Etnu hafa vaknað við það í morgun að bæjir þeirra voru þakktir ösku. Flugvellinum í Cataníu var lokað í gær og fimm flugferðum frestað. Flugvöllurinn var þó opnaður á nýjan leik í morgun.

Áhöfnin á TF-SIF, eftirlitsflugvél Landhelgisgæslunnar, þurfti að koma vélinni í skjól í gær en hún er stödd á Sikley þar sem áhöfnin sinnir landamæraeftirliti á Miðjarðarhafi.

Áhöfnin á TF-SIF, eftirlitsflugvél Landhelgisgæslunnar hafði hraðann á og kom vélinni í skjól í flugskýli á Sikiley...

Posted by Landhelgisgæsla Íslands/Icelandic Coast Guard on Tuesday, 16 February 2021

Fréttaveitan vitnar í sérfræðing sem segir eldgosið „ekkert merkilegt“. Hundruð önnur sambærileg eldgos hafi átt sér stað á undanförnum áratugum.

Þegar mest var í gær voru þó töluverð læti í fjallinu, ef marka má myndir og myndbönd, og stóðu mestu lætin yfir í um klukkustund.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×