Mbappé fór aftur á kostum fyrir framan Messi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. febrúar 2021 15:30 Kylian Mbappe fagnar einu af mörkunum sínum á móti Barcelona í gærkvöldi. AP/Joan Monfort Franski knattspyrnumaðurinn Kylian Mbappé ætlar greinilega að leggja það í vana sinn að sýna sínar allra bestu hliðar þegar hann stígur inn á sama knattspyrnuvöll og Lionel Messi. Kylian Mbappé er bara 22 ára gamall en er fyrir löngu kominn í hóp allra bestu knattspyrnumanna heims. Hann undirstrikaði það með frammistöðu sinni í Meistaradeildinni í gærkvöldi. Mbappé skoraði þrennu í 4-1 sigri Paris Saint Germain á móti Barcelona og það á sjálfum Nývangi. Lionel Messi var einnig mjög ungur þegar hann komst í hóp knattspyrnumanna heims og hefur síðan verið fyrirmynd margra ungra knattspyrnumanna. Mbappé fær ekki stjörnur í augun þegar hann stígur inn á sama völl og argentínski snillingurinn heldur eflist hann miklu frekar. Þetta sýna tvö eftirminnileg dæmi. Kylian Mbappé has now played against Lionel Messi twice in his career, both in knockout games: France 4-3 Argentina Barcelona 1-4 PSGHe's scored five goals. pic.twitter.com/OUSspJOdEV— Squawka Football (@Squawka) February 16, 2021 Kylian Mbappé hefur aðeins mætt Lionel Messi tvisvar sinnum á ferlinum og fór á kostum í bæði skiptin. Varnarmenn Barcelona réðu ekkert við Mbappé í gærkvöldi og þó að Lionel Messi hefði komið Börsungum yfir í leiknum þá var Mbappé fljótur að jafna metin. Mbappé skoraði síðan tvö mörk til viðbótar í seinni hálfleiknum og stórsigur PSG á útivelli þýðir að franska liðið er komið með annan fótinn í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. Can t catch Mbappe pic.twitter.com/akYo585MFo— Bleacher Report (@BleacherReport) February 16, 2021 Þrenna fyrir útilið á heimavelli Barcelona er eitthvað sem gerist ekki á hverjum degi. Knattspyrnuspekingar voru líka í framhaldinu fljótir að rifja það þegar þeir Mbappé og Messi mættust í fyrsta skiptið. Það var í sextán liða úrslitum á HM í Rússlandi fyrir að verða þremur árum síðan. Kylian Mbappé lagði þá upp fyrsta mark leiksins með því að fiska víti sem Antoine Griezmann skoraði úr. Mbappé skoraði síðan tvívegis í seinni hálfleiknum. Kylian Mbappé hefur því spilað tvisvar sinnum á sama velli og Lionel Messi og í þeim leikjum hefur hann skorað fimm mörk sjálfur og lagt upp eitt mark að auki. Tími Lionel Messi sem besti knattspyrnumaður heims virðist vera að renna út en það kæmi ekki á óvart ef Kylian Mbappé myndi taka sæti hans enda á strákurinn væntanlega frábæran feril fyrir höndum. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Sjá meira
Kylian Mbappé er bara 22 ára gamall en er fyrir löngu kominn í hóp allra bestu knattspyrnumanna heims. Hann undirstrikaði það með frammistöðu sinni í Meistaradeildinni í gærkvöldi. Mbappé skoraði þrennu í 4-1 sigri Paris Saint Germain á móti Barcelona og það á sjálfum Nývangi. Lionel Messi var einnig mjög ungur þegar hann komst í hóp knattspyrnumanna heims og hefur síðan verið fyrirmynd margra ungra knattspyrnumanna. Mbappé fær ekki stjörnur í augun þegar hann stígur inn á sama völl og argentínski snillingurinn heldur eflist hann miklu frekar. Þetta sýna tvö eftirminnileg dæmi. Kylian Mbappé has now played against Lionel Messi twice in his career, both in knockout games: France 4-3 Argentina Barcelona 1-4 PSGHe's scored five goals. pic.twitter.com/OUSspJOdEV— Squawka Football (@Squawka) February 16, 2021 Kylian Mbappé hefur aðeins mætt Lionel Messi tvisvar sinnum á ferlinum og fór á kostum í bæði skiptin. Varnarmenn Barcelona réðu ekkert við Mbappé í gærkvöldi og þó að Lionel Messi hefði komið Börsungum yfir í leiknum þá var Mbappé fljótur að jafna metin. Mbappé skoraði síðan tvö mörk til viðbótar í seinni hálfleiknum og stórsigur PSG á útivelli þýðir að franska liðið er komið með annan fótinn í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. Can t catch Mbappe pic.twitter.com/akYo585MFo— Bleacher Report (@BleacherReport) February 16, 2021 Þrenna fyrir útilið á heimavelli Barcelona er eitthvað sem gerist ekki á hverjum degi. Knattspyrnuspekingar voru líka í framhaldinu fljótir að rifja það þegar þeir Mbappé og Messi mættust í fyrsta skiptið. Það var í sextán liða úrslitum á HM í Rússlandi fyrir að verða þremur árum síðan. Kylian Mbappé lagði þá upp fyrsta mark leiksins með því að fiska víti sem Antoine Griezmann skoraði úr. Mbappé skoraði síðan tvívegis í seinni hálfleiknum. Kylian Mbappé hefur því spilað tvisvar sinnum á sama velli og Lionel Messi og í þeim leikjum hefur hann skorað fimm mörk sjálfur og lagt upp eitt mark að auki. Tími Lionel Messi sem besti knattspyrnumaður heims virðist vera að renna út en það kæmi ekki á óvart ef Kylian Mbappé myndi taka sæti hans enda á strákurinn væntanlega frábæran feril fyrir höndum.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Sjá meira