Miðflokksþingmaður varar við erlendum glæpahópum Heimir Már Pétursson skrifar 16. febrúar 2021 20:14 Karl Gauti Hjaltason þingmaður Miðflokksins óttast uppgang skipulagðra erlendra glæpahópa á Íslandi og telur lögregluna ekki í stakk búna til að bregðast við vexti þeirra. Vísir/Vilhelm Karl Gauti Hjaltason þingmaður Miðflokksins varaði við skipulagðri glæpastarfsemi með tengsl til annarra landa á Alþingi í dag. Dómsmálaráðherra segir að brugðist hafi verið við ábendingum lögreglunnar frá undanförnum árum. Í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag minntist Karl Gauti á nýlegt manndráp í Reykjavík um síðustu helgi þar sem meintur gerandi og sá sem var myrtur væru báðir af erlendum uppruna. Rifjaði þingmaðurinn upp skýrslur lögreglunnar um stöðu mála frá árunum 2017 og 2019 í þessu samhengi. Karl Gauti Hjaltason ræddi á Alþingi í dag morð á albönskum manni í Reykjavík um síðustu helgi í samhengi við vöxt skipulagðrar glæpastarfsemi á Íslandi samkvæmt skýrslum lögreglunnar.Vísir/Vilhelm Þar kæmi fram að lögreglan teldi umsvif skipulagðrar glæpastarfsemi vera að aukast á sama tíma og lögreglan hefði ekki nægan mannafla til að bregðast við þessari þróun. Vitnaði Karl Gauti í kafla í skýrslu ríkislögreglustjóra þar sem rætt var um starfsemi erlendra brotahópa. „Í þeirri skýrslu kemur fram að aukning hafi orðið í innflutningi á kókaíni. Hana megi taka sem dæmi um umsvif skipulagðra brotahópa með erlendar tengingar. Þar kemur einnig fram að hlutur erlendra hópa á innflutningi og framleiðslu á amfetamíni hér á landi sé stór og jafnvel ráðandi,“ sagði Karl Gauti og taldi stjórnvöld ekki hafa tekið þessa stöðu nægjanlega alvarlega. „Hver hafa viðbrögðin verið við þessum endurteknu viðvörunum lögreglunnar síðan 2017,“ spurði þingmaðurinn. Dómsmálaráðherra sagði að brugðist hefði verið við ábendingum frá lögreglunni með ýmsum hætti og tækjakostur hennar aukinn.Vísir/Vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra sagðist vilja að Íslandi yrði áfram eitt friðsamasta ríki heims. Það hefði verið brugðist við ábendingum lögreglunnar. „Við höfum hafið mikla vinnu með ríkislögreglustjóra og undir forystu hans. Sett á laggirnar hóp með öllum aðilum til að tryggja samræmingu og samhæfingu og getu lögreglunnar til að bregðast við skipulagðri brotastarfsemi hér á landi. Ég ítrekaði síðast í október í bréfi til allra lögreglustjóra á landinu að hafa þessi mál í forgangi. Að gæta þess að það væri nægjanlegur mannafli til að sinna þessu og hef varið miklum fjármunum í að tryggja tækjabúnað og getu. Bæta bæði fræðslu og þjálfun lögreglumanna til að takast á við þessa vá,“ sagði dómsmálaráðherra á Alþingi í dag. Lögreglan Alþingi Miðflokkurinn Tengdar fréttir „Langstærsti fíkniefnabaróninn á Íslandi“ handtekinn Rúmlega fertugur karlmaður, sem lýst hefur verið af lögreglumanni sem langstærsta fíkniefnabarón á Íslandi, er á meðal þriggja karlmanna sem lögregla handtók í umfangsmiklum aðgerðum í gær í tengslum við rannsókn á manndrápi í Rauðagerði um helgina. 16. febrúar 2021 13:01 Til marks um „annan veruleika“ ef um uppgjör var að ræða Ef rannsókn leiðir í ljós að manndrápið við Rauðagerði um helgina tengist uppgjöri eða átökum í undirheimum eru það verulega alvarleg tíðindi og til marks um eitthvað sem ekki hefur tilheyrt íslenskum veruleika til þessa, að mati yfirlögregluþjóns. 15. febrúar 2021 20:34 Í gæsluvarðhaldi til 19. febrúar vegna manndráps við Rauðagerði Karlmaður á fertugsaldri var í kvöld úrskurðaður í gæsluvarðhald til föstudagsins 19. febrúar á grundvelli rannsóknarhagsmuna, að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í þágu rannsóknar hennar á manndrápi við Rauðagerði í Reykjavík um miðnætti í gærkvöldi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni. 14. febrúar 2021 23:40 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Sjá meira
Í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag minntist Karl Gauti á nýlegt manndráp í Reykjavík um síðustu helgi þar sem meintur gerandi og sá sem var myrtur væru báðir af erlendum uppruna. Rifjaði þingmaðurinn upp skýrslur lögreglunnar um stöðu mála frá árunum 2017 og 2019 í þessu samhengi. Karl Gauti Hjaltason ræddi á Alþingi í dag morð á albönskum manni í Reykjavík um síðustu helgi í samhengi við vöxt skipulagðrar glæpastarfsemi á Íslandi samkvæmt skýrslum lögreglunnar.Vísir/Vilhelm Þar kæmi fram að lögreglan teldi umsvif skipulagðrar glæpastarfsemi vera að aukast á sama tíma og lögreglan hefði ekki nægan mannafla til að bregðast við þessari þróun. Vitnaði Karl Gauti í kafla í skýrslu ríkislögreglustjóra þar sem rætt var um starfsemi erlendra brotahópa. „Í þeirri skýrslu kemur fram að aukning hafi orðið í innflutningi á kókaíni. Hana megi taka sem dæmi um umsvif skipulagðra brotahópa með erlendar tengingar. Þar kemur einnig fram að hlutur erlendra hópa á innflutningi og framleiðslu á amfetamíni hér á landi sé stór og jafnvel ráðandi,“ sagði Karl Gauti og taldi stjórnvöld ekki hafa tekið þessa stöðu nægjanlega alvarlega. „Hver hafa viðbrögðin verið við þessum endurteknu viðvörunum lögreglunnar síðan 2017,“ spurði þingmaðurinn. Dómsmálaráðherra sagði að brugðist hefði verið við ábendingum frá lögreglunni með ýmsum hætti og tækjakostur hennar aukinn.Vísir/Vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra sagðist vilja að Íslandi yrði áfram eitt friðsamasta ríki heims. Það hefði verið brugðist við ábendingum lögreglunnar. „Við höfum hafið mikla vinnu með ríkislögreglustjóra og undir forystu hans. Sett á laggirnar hóp með öllum aðilum til að tryggja samræmingu og samhæfingu og getu lögreglunnar til að bregðast við skipulagðri brotastarfsemi hér á landi. Ég ítrekaði síðast í október í bréfi til allra lögreglustjóra á landinu að hafa þessi mál í forgangi. Að gæta þess að það væri nægjanlegur mannafli til að sinna þessu og hef varið miklum fjármunum í að tryggja tækjabúnað og getu. Bæta bæði fræðslu og þjálfun lögreglumanna til að takast á við þessa vá,“ sagði dómsmálaráðherra á Alþingi í dag.
Lögreglan Alþingi Miðflokkurinn Tengdar fréttir „Langstærsti fíkniefnabaróninn á Íslandi“ handtekinn Rúmlega fertugur karlmaður, sem lýst hefur verið af lögreglumanni sem langstærsta fíkniefnabarón á Íslandi, er á meðal þriggja karlmanna sem lögregla handtók í umfangsmiklum aðgerðum í gær í tengslum við rannsókn á manndrápi í Rauðagerði um helgina. 16. febrúar 2021 13:01 Til marks um „annan veruleika“ ef um uppgjör var að ræða Ef rannsókn leiðir í ljós að manndrápið við Rauðagerði um helgina tengist uppgjöri eða átökum í undirheimum eru það verulega alvarleg tíðindi og til marks um eitthvað sem ekki hefur tilheyrt íslenskum veruleika til þessa, að mati yfirlögregluþjóns. 15. febrúar 2021 20:34 Í gæsluvarðhaldi til 19. febrúar vegna manndráps við Rauðagerði Karlmaður á fertugsaldri var í kvöld úrskurðaður í gæsluvarðhald til föstudagsins 19. febrúar á grundvelli rannsóknarhagsmuna, að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í þágu rannsóknar hennar á manndrápi við Rauðagerði í Reykjavík um miðnætti í gærkvöldi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni. 14. febrúar 2021 23:40 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Sjá meira
„Langstærsti fíkniefnabaróninn á Íslandi“ handtekinn Rúmlega fertugur karlmaður, sem lýst hefur verið af lögreglumanni sem langstærsta fíkniefnabarón á Íslandi, er á meðal þriggja karlmanna sem lögregla handtók í umfangsmiklum aðgerðum í gær í tengslum við rannsókn á manndrápi í Rauðagerði um helgina. 16. febrúar 2021 13:01
Til marks um „annan veruleika“ ef um uppgjör var að ræða Ef rannsókn leiðir í ljós að manndrápið við Rauðagerði um helgina tengist uppgjöri eða átökum í undirheimum eru það verulega alvarleg tíðindi og til marks um eitthvað sem ekki hefur tilheyrt íslenskum veruleika til þessa, að mati yfirlögregluþjóns. 15. febrúar 2021 20:34
Í gæsluvarðhaldi til 19. febrúar vegna manndráps við Rauðagerði Karlmaður á fertugsaldri var í kvöld úrskurðaður í gæsluvarðhald til föstudagsins 19. febrúar á grundvelli rannsóknarhagsmuna, að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í þágu rannsóknar hennar á manndrápi við Rauðagerði í Reykjavík um miðnætti í gærkvöldi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni. 14. febrúar 2021 23:40