Saksóknari fann fleiri milljónir Zuism-bræðra í Bandaríkjunum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. febrúar 2021 06:16 Einar Ágústsson við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í fyrra. Vísir/Vilhelm Héraðssaksóknari hefur gert þá kröfu að fleiri eignir Einars Ágústssonar, annars fyrirsvarsmanna trúfélagsins Zuism, verði gerðar upptækar. Um er að ræða allar eignir Einars á reikningum hjá breska verðbréfafyrirtækinu Interactive Brokers í London. Um er að ræða samanlagt rúmlega 16 þúsund dollara eða andvirði rúmlega tveggja milljóna íslenskra króna. Finnur Þór Vilhjálmsson, saksóknari í málinu, lagði á mánudag fram framhaldsákæru í máli héraðssaksóknara gegn bræðrunum Ágústi Arnari og Einari Ágústssonum. Þeir sæta ákæru fyrir fjársvik og peningaþvætti í gegnum trúfélagið Zuism. Trúfélagið var á tímabili eitt það fjölmennasta á landinu og hefur þegið tugi milljóna króna úr ríkissjóði í formi sóknargjalda. Auk bræðranna er trúfélagið Zuism, einkahlutafélagið EAF sem Einar er í forsvari fyrir og bandaríska skúffufélagið Threescore LLC í Delaware ákært í málinu. Ágúst Arnar Ágústsson mætir í dómsal en á hæla honum kemur Finnur Þór Vilhjálmsson saksóknari.Vísir/Vilhelm Í ákæru héraðssaksóknara eru bræðurnir sakaðir um að hafa valdið íslenska ríkinu verulegri fjártjónshættu og fjártóni í reynd með því að styrkja og hagnýta sér ranga hugmynd embættismanna að trúfélagið Zuism uppfyllti skilyrði fyrir skráningu trúfélags. Á þeim forsendum hafi félagið fengið rúmlega 84,7 milljónir króna í sóknargjöld frá ríkinu. Af þeim fjármunum voru aðeins 1,27 milljónir króna eftir á bankareikningi Zuism 7. maí árið 2019. Héraðssaksóknari krefst upptöku á hátt í fimmtíu milljónum króna sem liggja hjá félögum Einars og Zuism. Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra hefur haldið eftir sóknargjöldum til Zuism í rúmlega tvö ár vegna óvissu um hvort að félagið uppfylli skilyrði laga um trúfélög. Frávísunarkrafa verjenda bræðranna var tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur á mánudagsmorgun. Sigríður Elsa Kjartansdóttir héraðsdómari hefur nú fjórar vikur til að kveða upp úrskurð um kröfu verjendanna. Þeir höfðu á orði við þingfestingu málsins að ákæran væri óskýr og reyndu að færa rök fyrir því við fyrirtöku málsins á mánudag. Í framhaldsákærunni kemur fram að héraðssaksóknari hafi fengið upplýsingar frá bandaríska dómsmálaráðuneytinu um tvo reikninga til viðbótar sem skráðir eru á Einar hjá Interactive Brokers. Þótt reikningarnir séu skráðir hjá Interactive Brokers í Bretlandi eru eignirnar á þeim endanlega varslaðar hjá móðurfélaginu í Bandaríkjunum. Hafa eignir á báðum reikningum Einars verið kyrsettar til bráðabirgða eins og aðrir reikningar hans. Zuism Dómsmál Trúmál Tengdar fréttir Zuism nýtti sér þekkta veikleika á lögum um trúfélög Ríkislögreglustjóri varaði við því að ófullnægjandi lög um trú- og lífsskoðunarfélög sköpuðu hættu á að þau væru misnotuð í þágu brotastarfsemi meira en ári áður en stjórnendur Zuism voru ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti. 21. desember 2020 09:01 Ágúst og Einar neituðu sök og krefjast frávísunar Bræðurnir Ágúst Arnar og Einar Ágústssynir sem stýra trúfélaginu Zuism neituðu sök í máli héraðssaksóknara gegn þeim við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Ágúst Arnar og Einar sæta ákæru fyrir fjársvik og peningaþvætti. 14. desember 2020 10:42 Stjórnendur Zuism ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti Tveir bræður sem stýra trúfélaginu Zuism hafa verið ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti. Trúfélagið var á tímabili eitt það fjölmennasta á landinu og hefur þegið tugi milljóna króna úr ríkissjóði í formi sóknargjalda. 7. desember 2020 11:23 Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Sjá meira
Finnur Þór Vilhjálmsson, saksóknari í málinu, lagði á mánudag fram framhaldsákæru í máli héraðssaksóknara gegn bræðrunum Ágústi Arnari og Einari Ágústssonum. Þeir sæta ákæru fyrir fjársvik og peningaþvætti í gegnum trúfélagið Zuism. Trúfélagið var á tímabili eitt það fjölmennasta á landinu og hefur þegið tugi milljóna króna úr ríkissjóði í formi sóknargjalda. Auk bræðranna er trúfélagið Zuism, einkahlutafélagið EAF sem Einar er í forsvari fyrir og bandaríska skúffufélagið Threescore LLC í Delaware ákært í málinu. Ágúst Arnar Ágústsson mætir í dómsal en á hæla honum kemur Finnur Þór Vilhjálmsson saksóknari.Vísir/Vilhelm Í ákæru héraðssaksóknara eru bræðurnir sakaðir um að hafa valdið íslenska ríkinu verulegri fjártjónshættu og fjártóni í reynd með því að styrkja og hagnýta sér ranga hugmynd embættismanna að trúfélagið Zuism uppfyllti skilyrði fyrir skráningu trúfélags. Á þeim forsendum hafi félagið fengið rúmlega 84,7 milljónir króna í sóknargjöld frá ríkinu. Af þeim fjármunum voru aðeins 1,27 milljónir króna eftir á bankareikningi Zuism 7. maí árið 2019. Héraðssaksóknari krefst upptöku á hátt í fimmtíu milljónum króna sem liggja hjá félögum Einars og Zuism. Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra hefur haldið eftir sóknargjöldum til Zuism í rúmlega tvö ár vegna óvissu um hvort að félagið uppfylli skilyrði laga um trúfélög. Frávísunarkrafa verjenda bræðranna var tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur á mánudagsmorgun. Sigríður Elsa Kjartansdóttir héraðsdómari hefur nú fjórar vikur til að kveða upp úrskurð um kröfu verjendanna. Þeir höfðu á orði við þingfestingu málsins að ákæran væri óskýr og reyndu að færa rök fyrir því við fyrirtöku málsins á mánudag. Í framhaldsákærunni kemur fram að héraðssaksóknari hafi fengið upplýsingar frá bandaríska dómsmálaráðuneytinu um tvo reikninga til viðbótar sem skráðir eru á Einar hjá Interactive Brokers. Þótt reikningarnir séu skráðir hjá Interactive Brokers í Bretlandi eru eignirnar á þeim endanlega varslaðar hjá móðurfélaginu í Bandaríkjunum. Hafa eignir á báðum reikningum Einars verið kyrsettar til bráðabirgða eins og aðrir reikningar hans.
Zuism Dómsmál Trúmál Tengdar fréttir Zuism nýtti sér þekkta veikleika á lögum um trúfélög Ríkislögreglustjóri varaði við því að ófullnægjandi lög um trú- og lífsskoðunarfélög sköpuðu hættu á að þau væru misnotuð í þágu brotastarfsemi meira en ári áður en stjórnendur Zuism voru ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti. 21. desember 2020 09:01 Ágúst og Einar neituðu sök og krefjast frávísunar Bræðurnir Ágúst Arnar og Einar Ágústssynir sem stýra trúfélaginu Zuism neituðu sök í máli héraðssaksóknara gegn þeim við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Ágúst Arnar og Einar sæta ákæru fyrir fjársvik og peningaþvætti. 14. desember 2020 10:42 Stjórnendur Zuism ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti Tveir bræður sem stýra trúfélaginu Zuism hafa verið ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti. Trúfélagið var á tímabili eitt það fjölmennasta á landinu og hefur þegið tugi milljóna króna úr ríkissjóði í formi sóknargjalda. 7. desember 2020 11:23 Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Sjá meira
Zuism nýtti sér þekkta veikleika á lögum um trúfélög Ríkislögreglustjóri varaði við því að ófullnægjandi lög um trú- og lífsskoðunarfélög sköpuðu hættu á að þau væru misnotuð í þágu brotastarfsemi meira en ári áður en stjórnendur Zuism voru ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti. 21. desember 2020 09:01
Ágúst og Einar neituðu sök og krefjast frávísunar Bræðurnir Ágúst Arnar og Einar Ágústssynir sem stýra trúfélaginu Zuism neituðu sök í máli héraðssaksóknara gegn þeim við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Ágúst Arnar og Einar sæta ákæru fyrir fjársvik og peningaþvætti. 14. desember 2020 10:42
Stjórnendur Zuism ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti Tveir bræður sem stýra trúfélaginu Zuism hafa verið ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti. Trúfélagið var á tímabili eitt það fjölmennasta á landinu og hefur þegið tugi milljóna króna úr ríkissjóði í formi sóknargjalda. 7. desember 2020 11:23